Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 06:42 Stjórn foreldrafélags Áslandsskóla segist styðja verkfall kennara en gagnrýnir aðferðafræði þeirra. Reginn Foreldrafélag Áslandsskóla telur verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands brjóta gegn grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að mismuna börnum og skerða nám þeirra barna sem eru í verkfallsskólum. Þrír grunnskólar hófu verkfall 29. október sem stendur í þrjár vikur. Aðrir þrír grunnskólar hefja svo verkfall 25. nóvember. Einnig eru tímabundin verkföll í framhaldsskólum og ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Móðir barns í leikskólanum Drafnarsteini gagnrýndi aðgerðirnar með svipuðum hætti í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar gagnrýndi hún það einnig að ekki hefði verið greint frá því hvernig skólarnir voru valdir. Í yfirlýsingu frá foreldrafélaginu í Áslandsskóla segir að foreldrarnir virði rétt kennara til verkfallsaðgerða en að þau lýsi yfir gagnrýni á þá aðferðarfræði að vera í verkfalli í ákveðnum skólum, en ekki öllum. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn foreldrafélagsins en í stjórninni eru þær Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, formaður, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristbjörg Kristbergsdóttir, Imba Þórðardóttir, Inga Helga Sveinsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir „Slíkar aðgerðir skapa ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Staða nemenda erfið Þá segir að stjórnin lýsi yfir áhyggjum af stöðu nemenda í skólanum og þá sérstaklega þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra áskoranna eða áskoranna í námi. „Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“ Foreldrafélagið bendir á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi öll börn rétt á námi og vernd gegn mismunun. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. „Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.“ Þá hvetja þau að lokum samningsaðila til að ná sáttum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Réttindi barna Hafnarfjörður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þrír grunnskólar hófu verkfall 29. október sem stendur í þrjár vikur. Aðrir þrír grunnskólar hefja svo verkfall 25. nóvember. Einnig eru tímabundin verkföll í framhaldsskólum og ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Samningsaðilar funduðu síðasta laugardag. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Móðir barns í leikskólanum Drafnarsteini gagnrýndi aðgerðirnar með svipuðum hætti í aðsendri grein á Vísi í gær. Þar gagnrýndi hún það einnig að ekki hefði verið greint frá því hvernig skólarnir voru valdir. Í yfirlýsingu frá foreldrafélaginu í Áslandsskóla segir að foreldrarnir virði rétt kennara til verkfallsaðgerða en að þau lýsi yfir gagnrýni á þá aðferðarfræði að vera í verkfalli í ákveðnum skólum, en ekki öllum. Undir yfirlýsinguna skrifar stjórn foreldrafélagsins en í stjórninni eru þær Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir, formaður, Anna Sigríður Björnsdóttir, Kristbjörg Kristbergsdóttir, Imba Þórðardóttir, Inga Helga Sveinsdóttir, Berglind Ósk Alfreðsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir „Slíkar aðgerðir skapa ójafnræði og óréttlæti gagnvart nemendum og fjölskyldum þeirra í þeim skólum sem valdir eru, án skýringa á grundvelli þess hvers vegna einir nemendur sæta skerðingum fram yfir aðra skóla á landinu,“ segir í yfirlýsingunni. Staða nemenda erfið Þá segir að stjórnin lýsi yfir áhyggjum af stöðu nemenda í skólanum og þá sérstaklega þeirra barna sem eru í viðkvæmri stöðu vegna félagslegra áskoranna eða áskoranna í námi. „Þessar aðgerðir skapa óvissu og streitu fyrir fjölskyldur og raska skólastarfi í þeim skólum sem verða fyrir valinu, án nokkurrar skýringar á grundvelli þess hvers vegna nemendur Áslandsskóla skulu sæta þessum skerðingum fram yfir aðra.“ Foreldrafélagið bendir á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi öll börn rétt á námi og vernd gegn mismunun. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi árið 2013. „Foreldrafélagið telur að núverandi verkfallsaðgerðir gangi gegn þessum grunngildum með því að skerða nám nemenda í Áslandsskóla fram yfir önnur börn í þjóðfélaginu.“ Þá hvetja þau að lokum samningsaðila til að ná sáttum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Réttindi barna Hafnarfjörður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira