Fundu fullkomlega varðveittan ísaldarbjörn í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 15:55 Hræið er nær fullkomlega varðveitt, þar á meðal tennur og trýni hellisbjarnarins. NEFU RIAEN Hreindýrahirðar í Síberíu fundu fullkomlega varðveitt hræ hellisbjarnar, útdauðrar bjarnartegundar frá ísöld, í þiðnandi sífrera. Tennur og trýni skepnunnar er enn í heilu lagi. Fundurinn þykir stórmerkilegur enda höfðu menn aðeins fundið bein úr hellisbjörnum fram að þessu. Hræið fannst á Bolshoj Ljakhovkíj-eyju sem er hluti af Nýsíberíska eyjaklasanum á milli Laptev-hafs og Austur-Síberíuhafs norðan við Síberíu. Í tilkynningu frá vísindamönnum við Norðausturalríkisháskólann í Jakútsk segir að uppgötvunin sé sú eina sinnar tegundar. „Hann er algerlega varðveittur með öll innri líffærin á sínum stað, jafnvel nefið á honum. Þessi fundur skiptir allan heiminn miklu máli,“ segir Lena Grigorieva, einn vísindamannanna. Bráðabirgðagreining á hræinu bendir til þess að það sé af fullorðnum hellisbirni sem lifði fyrir 22.000 til 39.500 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hellisbirnir urðu útdauðir fyrir um 15.000 árum. Vel varðveitt hræ hafa komið undan bráðnandi sífrera í Síberíu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna á undanförnum árum, þar á meðal af loðfílum, ísaldarfolaldi, hvolpum og hellisljónaungum. Vísindamenn vonast til þess að ná DNA-sýni úr hræi hellisbjarnarhúns sem fannst á meginlandi Rússlands í Jakútíu nýlega. Hellisbirnir dóu út á síðasta ísaldarskeiði.NEFA/AP First ever preserved grown up cave bear - even its nose is intact - unearthed on the Arctic island. Separately at least one preserved carcass of a cave bear cub found on the mainland of Yakutia, with scientists hopeful of obtaining its DNA https://t.co/GCVpvc0DSy pic.twitter.com/Z65E9ktJZd— The Siberian Times (@siberian_times) September 12, 2020 HUGELY EXCITING! A cave bear carcass has been recovered from the permafrost on an Arctic island - the first and only find of its kind. The preservation is remarkable; all internal organs are present. And that nose! Wonderful NEFU https://t.co/U6nayPIsIp pic.twitter.com/gzggoCyHmA— The Ice Age (@Jamie_Woodward_) September 12, 2020 Vísindi Dýr Rússland Norðurslóðir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Hreindýrahirðar í Síberíu fundu fullkomlega varðveitt hræ hellisbjarnar, útdauðrar bjarnartegundar frá ísöld, í þiðnandi sífrera. Tennur og trýni skepnunnar er enn í heilu lagi. Fundurinn þykir stórmerkilegur enda höfðu menn aðeins fundið bein úr hellisbjörnum fram að þessu. Hræið fannst á Bolshoj Ljakhovkíj-eyju sem er hluti af Nýsíberíska eyjaklasanum á milli Laptev-hafs og Austur-Síberíuhafs norðan við Síberíu. Í tilkynningu frá vísindamönnum við Norðausturalríkisháskólann í Jakútsk segir að uppgötvunin sé sú eina sinnar tegundar. „Hann er algerlega varðveittur með öll innri líffærin á sínum stað, jafnvel nefið á honum. Þessi fundur skiptir allan heiminn miklu máli,“ segir Lena Grigorieva, einn vísindamannanna. Bráðabirgðagreining á hræinu bendir til þess að það sé af fullorðnum hellisbirni sem lifði fyrir 22.000 til 39.500 árum, að sögn AP-fréttastofunnar. Hellisbirnir urðu útdauðir fyrir um 15.000 árum. Vel varðveitt hræ hafa komið undan bráðnandi sífrera í Síberíu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna á undanförnum árum, þar á meðal af loðfílum, ísaldarfolaldi, hvolpum og hellisljónaungum. Vísindamenn vonast til þess að ná DNA-sýni úr hræi hellisbjarnarhúns sem fannst á meginlandi Rússlands í Jakútíu nýlega. Hellisbirnir dóu út á síðasta ísaldarskeiði.NEFA/AP First ever preserved grown up cave bear - even its nose is intact - unearthed on the Arctic island. Separately at least one preserved carcass of a cave bear cub found on the mainland of Yakutia, with scientists hopeful of obtaining its DNA https://t.co/GCVpvc0DSy pic.twitter.com/Z65E9ktJZd— The Siberian Times (@siberian_times) September 12, 2020 HUGELY EXCITING! A cave bear carcass has been recovered from the permafrost on an Arctic island - the first and only find of its kind. The preservation is remarkable; all internal organs are present. And that nose! Wonderful NEFU https://t.co/U6nayPIsIp pic.twitter.com/gzggoCyHmA— The Ice Age (@Jamie_Woodward_) September 12, 2020
Vísindi Dýr Rússland Norðurslóðir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira