Raised by Wolves - Vélmennablæti öldungsins Ridleys Heiðar Sumarliðason skrifar 21. september 2020 15:03 Raised by Wolves er metnaðarfyllsta framleiðsla streymisveitunnar nýju HBO-Max. Ridley Scott er með einhvers konar þráhyggju fyrir vélmennum, það er öllum augljóst. Samband hans við vélmenni hófst árið 1979 þegar hann leikstýrði kvikmyndinni Alien, en ein af aðalpersónum hennar var vélmennið Ash. Það liðu aðeins tvö ár þar til hann kvikmyndaði Blade Runner, aðlögun á skáldsögu Philips K. Dick, Do Androids Dream of Electric Sheep. Í þeirri kvikmynd snerist öll sagan um vélmennin, á meðan Ash var meiri aukapersóna í Alien. Scott hefur svo leikstýrt framhaldsmyndum af báðum þessara mynda. Nokkur af vélmennum Ridley Scotts. Scott framleiðir og leikstýrir nú sjónvarpsþáttaröðinni Raised by Wolves og heldur þar áfram að vinna með vélmennablætið sitt. Þáttaröðin gerist í heimi þar sem styrjöld milli trúaðra og trúleysingja hefur gert Jörðina óbyggilega. Sagan hefst á því að tvö vélmenni, Mother og Father, eru send af hópi trúleysingja til reikistjörnunnar Kepler-22b. Þar eiga þau að koma á fót nýlendu, en í fórum sínu hafa þau nokkur mennsk fóstur. Verkefnið gengur vel framan af, en eftir að stórt geimskip með stórum hópi trúaðra lendir á plánetunni fer allt í kalda kol. Mun klára alla þættina Ég var á báðum áttum með Raised by Wolves til að byrja með. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég mögulega ekki horft á þátt númer tvö. En þar sem serían er frá manninum sem gerði Alien, eina af mínum uppáhalds myndum, ákvað ég að gefa þáttunum fleiri tækifæri. Það er skemmst frá því að segja að ég er búinn með alla þættina sjö sem hafa verið sýndir og geri ráð fyrir að klára seríuna. Það er bara eitthvað við þessa sögu af landnemum í fjarlægu sólkerfi sem sogaði mig inn og hélt mér föstum við skjáinn. Þetta er í raun frekar merkilegt því úrvinnslan daðrar ótrúlega oft við tilgerð, sem vanalega færi sennilega í taugarnar á mér. Ég næ samt ávallt að leiða það hjá mér. Hvort sem það er hinn krossfestingarlegi flugstíll Móður, líkamssundrandi öskur hennar, riddaralegir búningar trúuðu landnemanna eða aulalega útfærðu trúarpælingarnar. Það er hálfgert kraftaverk að þessir þættir virki, en þeir gera það samt. Mother mætir sjálfri sér. Það er engin ein eða augljós ástæða fyrir því að mér líkar við þá. Kannski gerir bara margt smátt eitt stórt. Svo er ég ávallt auðginntur þegar kemur að ævintýrum um ferðalög mannfólks til fjarlægra pláneta. Það er spennan við hið óþekkta, eftirvæntingin eftir geimskrímslinu sem gæti leynst bak við næsta klett í hrjóstrugu landslaginu, sem heldur mér á tánum. Og það er einhverju leyti sú innbyggða eftirvænting sem heldur mér við efnið, ég þarf alltaf að vita hvað gerist næst. Raised by Wolves er ekki sérlega hraður þáttur og sver sig í ætt við það hægeldaða sjónvarpsefni sem nú er í tísku. Það er einhver stilla yfir framvindunni, en þó aldrei svo mikil að áhorfandinn sé ekki þess fullviss að næsta hviða sé handan við hornið. Fjölþjóðlegur hópur Raised by Wolves hefur í raun enga eiginlega aðalpersónu, þó Mother prýði allt kynningarefni. Persónurnar Sue og Marcus eru á skjánum til jafns við vélmennið, svo verður Marcus, eitt af börnunum, ávallt fyrirferðameiri eftir því sem á líður. Leikaraliðið er fjölþjóðlegt. Hin danska Amanda Collin fer með hlutverk Móður, Kenýaættaði Englendingurinn Abubakar Salim fer með hlutverk Föður, hin írska Niahm Algar leikur Sue og ástralska hönkið Travis Fimmel leikur Marcus. Því er hreimur þeirra sem leika í þáttunum hlutlaus, þó svo stundum eimi af írskum hreim Algar. Dæmigerð svipbrigði fyrir Travis Fimmel í hlutverki Marcusar. Með tilkomu streymisveitanna hefur þróunin verið sú að leikaralið stórra þáttaraða er minna amerískt, sem er flott og hefur t.d. gagnast íslenskum leikurum á borð við Tómas Lemarquis, Heru Hilmarsdóttur, Ólaf Darra Ólafsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson. Maður bíður reyndar hálfpartinn eftir því að annaðhvort Jóhannes eða Ólafur mæti á svæðið hvað á hverju, þó hvorugur þeirra leiki í þáttunum. En ef það bætast við fleiri hrjúfir karlmenn með skegg í næstu þáttaröð (sem hefur þegar verið pöntuð), þá myndi ég ekki veðja gegn því að annar hvor þeirra gæti skotið upp hausnum í hrjóstrugu landslagi Kepler-22b. Leikararnir komast allir vel frá sínu, þó engir leiksigrar séu unnir, en skrifin eru reyndar ekki þess eðlis að einhver rullan sé efni í verðlaunaframmistöðu. Raised by Wolves er að miklu leyti geimhasar og leikurinn því í þeim stílnum. Þó svo að engum fúlskeggjaðum íslenskum leikurum bregði fyrir eru þó Íslandstengingar bakvið tjöldin. Höfundur þáttanna er Bandaríkjamaðurinn Aaron Guzikowski, en hans fyrsta kvikmyndaða handrit var aðlögun á skáldsögu Arnalds Indriðasonar, Reykjavík-Rotterdam. Hún bar heitið Contraband og var leikstýrt af Baltasari Kormáki. Ástralinn Ben Frost er svo höfundur tónlistar, en svo skemmtilega vill til að hann hefur búið í Reykjavík síðustu 15 árin. Tónskáldið Ben Frost myndi sóma sér vel sem aukaleikari í Raised by Wolves. Það er reyndar oft sem Ísland er notað sem baktjald geimævintýra á borð Raised by Wolves, en svo er ekki í þessu tilfelli. Það er Suður-Afríka sem fær heiðurinn þetta skiptið og er landslagið þar hið glæsilegasta, í þeim skilningi að það er hrjóstrugt á þann máta að áhorfandanum líður eins og hann sé staddur á annarri plánetu. Engar konur í leikstjórastóli Ridley Scott setur tóninn með því að leikstýra tveimur fyrstu þáttunum, en athygli hefur vakið að þeir fjórir leikstjórar sem halda um taumana á restinni af seríunni eru eingöngu karlmenn. Ég hélt að slíkt væri liðin tíð í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum, en þar sem Scott er orðinn fjörgamall á Hollywood-mælikvarða, eða 83 ára, er hann kannski ekki meira með á nótunum en þetta. Reyndar leikstýrir sonur hans Luke þremur næstu þáttum, og hafa nokkrir bandarískir gagnrýnendur sett jafn mikið spurningarmerki við veru hans þarna og kvenleikstjóraleysið. Luke hefur leikstýrt einni frekar slappri bíómynd, auk sjónvarpsverkefna sem pabbi gamli framleiðir. Kannski finnst gömlum hundum eins og Scott engin ástæða til að breyta venjum sínum fyrst hann er korter elliheimili. Hverju sem ætthygli og misrétti líður, þá ætti Raised by Wolves að gleðja aðdáendur vísindaskáldskapar og sjálfur bíð ég nokkuð spenntur eftir síðustu þremur þáttunum. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. Þrátt fyrir ýmsa vankanta, sem snúa aðallega að smekkvísi sumra ákvarðananna, er Raised by Wolves vísindaskáldskapur sem er vel þess virði að sjá. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason og sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur ræða Raised by Wolves í nýjasta þætti Stjörnubíós, sem nú er hægt að fá beint í hlaðvarp. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ridley Scott er með einhvers konar þráhyggju fyrir vélmennum, það er öllum augljóst. Samband hans við vélmenni hófst árið 1979 þegar hann leikstýrði kvikmyndinni Alien, en ein af aðalpersónum hennar var vélmennið Ash. Það liðu aðeins tvö ár þar til hann kvikmyndaði Blade Runner, aðlögun á skáldsögu Philips K. Dick, Do Androids Dream of Electric Sheep. Í þeirri kvikmynd snerist öll sagan um vélmennin, á meðan Ash var meiri aukapersóna í Alien. Scott hefur svo leikstýrt framhaldsmyndum af báðum þessara mynda. Nokkur af vélmennum Ridley Scotts. Scott framleiðir og leikstýrir nú sjónvarpsþáttaröðinni Raised by Wolves og heldur þar áfram að vinna með vélmennablætið sitt. Þáttaröðin gerist í heimi þar sem styrjöld milli trúaðra og trúleysingja hefur gert Jörðina óbyggilega. Sagan hefst á því að tvö vélmenni, Mother og Father, eru send af hópi trúleysingja til reikistjörnunnar Kepler-22b. Þar eiga þau að koma á fót nýlendu, en í fórum sínu hafa þau nokkur mennsk fóstur. Verkefnið gengur vel framan af, en eftir að stórt geimskip með stórum hópi trúaðra lendir á plánetunni fer allt í kalda kol. Mun klára alla þættina Ég var á báðum áttum með Raised by Wolves til að byrja með. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég mögulega ekki horft á þátt númer tvö. En þar sem serían er frá manninum sem gerði Alien, eina af mínum uppáhalds myndum, ákvað ég að gefa þáttunum fleiri tækifæri. Það er skemmst frá því að segja að ég er búinn með alla þættina sjö sem hafa verið sýndir og geri ráð fyrir að klára seríuna. Það er bara eitthvað við þessa sögu af landnemum í fjarlægu sólkerfi sem sogaði mig inn og hélt mér föstum við skjáinn. Þetta er í raun frekar merkilegt því úrvinnslan daðrar ótrúlega oft við tilgerð, sem vanalega færi sennilega í taugarnar á mér. Ég næ samt ávallt að leiða það hjá mér. Hvort sem það er hinn krossfestingarlegi flugstíll Móður, líkamssundrandi öskur hennar, riddaralegir búningar trúuðu landnemanna eða aulalega útfærðu trúarpælingarnar. Það er hálfgert kraftaverk að þessir þættir virki, en þeir gera það samt. Mother mætir sjálfri sér. Það er engin ein eða augljós ástæða fyrir því að mér líkar við þá. Kannski gerir bara margt smátt eitt stórt. Svo er ég ávallt auðginntur þegar kemur að ævintýrum um ferðalög mannfólks til fjarlægra pláneta. Það er spennan við hið óþekkta, eftirvæntingin eftir geimskrímslinu sem gæti leynst bak við næsta klett í hrjóstrugu landslaginu, sem heldur mér á tánum. Og það er einhverju leyti sú innbyggða eftirvænting sem heldur mér við efnið, ég þarf alltaf að vita hvað gerist næst. Raised by Wolves er ekki sérlega hraður þáttur og sver sig í ætt við það hægeldaða sjónvarpsefni sem nú er í tísku. Það er einhver stilla yfir framvindunni, en þó aldrei svo mikil að áhorfandinn sé ekki þess fullviss að næsta hviða sé handan við hornið. Fjölþjóðlegur hópur Raised by Wolves hefur í raun enga eiginlega aðalpersónu, þó Mother prýði allt kynningarefni. Persónurnar Sue og Marcus eru á skjánum til jafns við vélmennið, svo verður Marcus, eitt af börnunum, ávallt fyrirferðameiri eftir því sem á líður. Leikaraliðið er fjölþjóðlegt. Hin danska Amanda Collin fer með hlutverk Móður, Kenýaættaði Englendingurinn Abubakar Salim fer með hlutverk Föður, hin írska Niahm Algar leikur Sue og ástralska hönkið Travis Fimmel leikur Marcus. Því er hreimur þeirra sem leika í þáttunum hlutlaus, þó svo stundum eimi af írskum hreim Algar. Dæmigerð svipbrigði fyrir Travis Fimmel í hlutverki Marcusar. Með tilkomu streymisveitanna hefur þróunin verið sú að leikaralið stórra þáttaraða er minna amerískt, sem er flott og hefur t.d. gagnast íslenskum leikurum á borð við Tómas Lemarquis, Heru Hilmarsdóttur, Ólaf Darra Ólafsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson. Maður bíður reyndar hálfpartinn eftir því að annaðhvort Jóhannes eða Ólafur mæti á svæðið hvað á hverju, þó hvorugur þeirra leiki í þáttunum. En ef það bætast við fleiri hrjúfir karlmenn með skegg í næstu þáttaröð (sem hefur þegar verið pöntuð), þá myndi ég ekki veðja gegn því að annar hvor þeirra gæti skotið upp hausnum í hrjóstrugu landslagi Kepler-22b. Leikararnir komast allir vel frá sínu, þó engir leiksigrar séu unnir, en skrifin eru reyndar ekki þess eðlis að einhver rullan sé efni í verðlaunaframmistöðu. Raised by Wolves er að miklu leyti geimhasar og leikurinn því í þeim stílnum. Þó svo að engum fúlskeggjaðum íslenskum leikurum bregði fyrir eru þó Íslandstengingar bakvið tjöldin. Höfundur þáttanna er Bandaríkjamaðurinn Aaron Guzikowski, en hans fyrsta kvikmyndaða handrit var aðlögun á skáldsögu Arnalds Indriðasonar, Reykjavík-Rotterdam. Hún bar heitið Contraband og var leikstýrt af Baltasari Kormáki. Ástralinn Ben Frost er svo höfundur tónlistar, en svo skemmtilega vill til að hann hefur búið í Reykjavík síðustu 15 árin. Tónskáldið Ben Frost myndi sóma sér vel sem aukaleikari í Raised by Wolves. Það er reyndar oft sem Ísland er notað sem baktjald geimævintýra á borð Raised by Wolves, en svo er ekki í þessu tilfelli. Það er Suður-Afríka sem fær heiðurinn þetta skiptið og er landslagið þar hið glæsilegasta, í þeim skilningi að það er hrjóstrugt á þann máta að áhorfandanum líður eins og hann sé staddur á annarri plánetu. Engar konur í leikstjórastóli Ridley Scott setur tóninn með því að leikstýra tveimur fyrstu þáttunum, en athygli hefur vakið að þeir fjórir leikstjórar sem halda um taumana á restinni af seríunni eru eingöngu karlmenn. Ég hélt að slíkt væri liðin tíð í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum, en þar sem Scott er orðinn fjörgamall á Hollywood-mælikvarða, eða 83 ára, er hann kannski ekki meira með á nótunum en þetta. Reyndar leikstýrir sonur hans Luke þremur næstu þáttum, og hafa nokkrir bandarískir gagnrýnendur sett jafn mikið spurningarmerki við veru hans þarna og kvenleikstjóraleysið. Luke hefur leikstýrt einni frekar slappri bíómynd, auk sjónvarpsverkefna sem pabbi gamli framleiðir. Kannski finnst gömlum hundum eins og Scott engin ástæða til að breyta venjum sínum fyrst hann er korter elliheimili. Hverju sem ætthygli og misrétti líður, þá ætti Raised by Wolves að gleðja aðdáendur vísindaskáldskapar og sjálfur bíð ég nokkuð spenntur eftir síðustu þremur þáttunum. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. Þrátt fyrir ýmsa vankanta, sem snúa aðallega að smekkvísi sumra ákvarðananna, er Raised by Wolves vísindaskáldskapur sem er vel þess virði að sjá. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason og sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur ræða Raised by Wolves í nýjasta þætti Stjörnubíós, sem nú er hægt að fá beint í hlaðvarp.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira