Mikill árangur af starfi Íslands í Malaví Heimsljós 22. september 2020 09:34 Ljósmynd frá Mangochi gunnisal Heilbrigðisskrifstofa Mangochi héraðs, samstarfshéraðs Íslands í Malaví, hefur verið útnefnd besta skrifstofa heilbrigðismála í landinu og héraðsstjórnin, samstarfsaðili Íslands í þróunarsamvinnu, er talin tíunda besta héraðsstjórnin, en var í næst neðsta sæti þegar samstarfverkefnið hófst fyrir átta árum. „Það er afskaplega ánægjulegt að sjá úttektir staðfesta ótvíræðan árangur af okkar góða starfi í landinu. Ég hef séð þessar framfarir með eigin augum og heyrt heilbrigðisstarfsfólk lýsa því hvað verkefni okkar í heilbrigðismálum, ekki síst þeim sem snúa að mæðrum, nýburum og fæðingarþjónustu, hafi verið til mikilla heilla og bjargað mörgum börnum og mæðrum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hann heimsótti Malaví fyrir hálfu öðru ári og opnaði þá meðal annars nýtt og glæsilegt héraðssjúkrahús í höfuðstað héraðsins. Sveitarstjórnarráðuneytið í Malaví gerir árlegar úttektir á gæðum heilbrigðismála í landinu. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu úttektarinnar fá heilbrigðisyfirvöld í Mangochi þessa viðurkenningu fyrir að hafa bætt heilbrigðisvísa á síðustu misserum, meðal annars aðgengi að mæðraeftirliti og fæðingarþjónustu, fjölgun menntaðra heilbrigðisstarfsmanna, skilvirkara upplýsingakerfi, aðgengi að getnaðarvörnum og síðast en ekki síst bætta innviði, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og fæðingardeildir. Allir þessir þættir tengjast samstarfsverkefni Íslands og héraðsstjórnarinnar í Mangochi um bætta grunnþjónustu við íbúa héraðsins. Þeir telja rúmlega eina milljón. „Héraðsþróunarverkefnið á mjög stóran hlut í þessum árangri,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongve. „Stór fæðingardeild var tekin í notkun við héraðssjúkrahúsið í fyrra, auk þess sem teknar voru í notkun nokkrar fæðingarstofur í sveitum Mangochi sem bættu aðgengi að fæðingarþjónustu og mæðra og ungbarnavernd til muna. Það skilaði sér fljótt í betri heilsu þar sem konur höfðu aðgang að þjónustu sem veitt var af menntuðu starfsfólki og heilbrigðistölfræði héraðsins sýnir lækkaða dánartíðni mæðra og auknar lífslíkur nýbura,“ segir hún. Héraðsstjórnin í Mangochi er auk þess einn af „hástökkvurum ársins“ eins og Kristjana orðar það en samkvæmt mati á gæðum héraðsstjórna í Malaví er héraðsstjórnin í Mangochi komin upp í tíunda sæti. Héraðsstjórnin hefur bætt sig á flestum þáttum gæðamatsins eftir að hafa verið í næstneðsta sæti allra héraðsstjórna, áður en samstarfið við Ísland hófst. „Ég túlka þennan árangur héraðsins þannig að svonefnd héraðsnálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu sé að skila virkilega góðum árangri sem aftur skilar sér í bættri og skilvirkari grunnþjónustu fyrir íbúa Mangochi-héraðs,“ segir Kristjana. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent
Heilbrigðisskrifstofa Mangochi héraðs, samstarfshéraðs Íslands í Malaví, hefur verið útnefnd besta skrifstofa heilbrigðismála í landinu og héraðsstjórnin, samstarfsaðili Íslands í þróunarsamvinnu, er talin tíunda besta héraðsstjórnin, en var í næst neðsta sæti þegar samstarfverkefnið hófst fyrir átta árum. „Það er afskaplega ánægjulegt að sjá úttektir staðfesta ótvíræðan árangur af okkar góða starfi í landinu. Ég hef séð þessar framfarir með eigin augum og heyrt heilbrigðisstarfsfólk lýsa því hvað verkefni okkar í heilbrigðismálum, ekki síst þeim sem snúa að mæðrum, nýburum og fæðingarþjónustu, hafi verið til mikilla heilla og bjargað mörgum börnum og mæðrum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hann heimsótti Malaví fyrir hálfu öðru ári og opnaði þá meðal annars nýtt og glæsilegt héraðssjúkrahús í höfuðstað héraðsins. Sveitarstjórnarráðuneytið í Malaví gerir árlegar úttektir á gæðum heilbrigðismála í landinu. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu úttektarinnar fá heilbrigðisyfirvöld í Mangochi þessa viðurkenningu fyrir að hafa bætt heilbrigðisvísa á síðustu misserum, meðal annars aðgengi að mæðraeftirliti og fæðingarþjónustu, fjölgun menntaðra heilbrigðisstarfsmanna, skilvirkara upplýsingakerfi, aðgengi að getnaðarvörnum og síðast en ekki síst bætta innviði, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og fæðingardeildir. Allir þessir þættir tengjast samstarfsverkefni Íslands og héraðsstjórnarinnar í Mangochi um bætta grunnþjónustu við íbúa héraðsins. Þeir telja rúmlega eina milljón. „Héraðsþróunarverkefnið á mjög stóran hlut í þessum árangri,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongve. „Stór fæðingardeild var tekin í notkun við héraðssjúkrahúsið í fyrra, auk þess sem teknar voru í notkun nokkrar fæðingarstofur í sveitum Mangochi sem bættu aðgengi að fæðingarþjónustu og mæðra og ungbarnavernd til muna. Það skilaði sér fljótt í betri heilsu þar sem konur höfðu aðgang að þjónustu sem veitt var af menntuðu starfsfólki og heilbrigðistölfræði héraðsins sýnir lækkaða dánartíðni mæðra og auknar lífslíkur nýbura,“ segir hún. Héraðsstjórnin í Mangochi er auk þess einn af „hástökkvurum ársins“ eins og Kristjana orðar það en samkvæmt mati á gæðum héraðsstjórna í Malaví er héraðsstjórnin í Mangochi komin upp í tíunda sæti. Héraðsstjórnin hefur bætt sig á flestum þáttum gæðamatsins eftir að hafa verið í næstneðsta sæti allra héraðsstjórna, áður en samstarfið við Ísland hófst. „Ég túlka þennan árangur héraðsins þannig að svonefnd héraðsnálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu sé að skila virkilega góðum árangri sem aftur skilar sér í bættri og skilvirkari grunnþjónustu fyrir íbúa Mangochi-héraðs,“ segir Kristjana. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent