Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Andri Már Eggertsson skrifar 26. september 2020 19:28 Mist Edvarsdóttir skoraði fernu í Árbænum. vísir/daníel Á Wurth vellinum hélt 15. umferð Pepsi Max deild kvenna áfram að rúlla. Fylkir hafði verið í smá brasi í seinustu leikjum og vantaði einnig nokkra leikmenn í þeirra lið. Valur voru hinsvegar á miklu flugi fyrir landsleikjahlé þar sem þær höfðu tengt saman þrjá sigra í röð. Margrét Magnúsdóttir talaði um það fyrir leik að Fylkir ætlaði að liggja til baka og verjas með mörgum mönnum, það var enginn svikin þar þó varnarleikur Fylkis var ekki góður í fyrri hálfleik þá voru þær með marga leikmenn bakvið boltann. Valur komst yfir þegar tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum með marki frá Mist Edvardsdóttur þar sem hún skallaði góða fyrirgjöf frá Guðnýu Árnadóttur. Berglind Rós Ágústsdóttir gerði sig brotlega inn í teig þegar hún tók Mist niður og vítiaspyrna dæmt sem Mist tók sjálf og skoraði úr. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks kom rosalegur kafli Vals sem leikmenn Fylkis réðu alls ekkert við. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Val í 3-0 eftir að Hallbera skiptir yfir á Hlín sem kom boltanum á Gunnhildi sem kláraði færið. Fylkis stelpur virtust ekki vera vaknaðar eftir þriðja mark Vals því þrem mínútum seinna skoraði Mist með skalla eftir góða sendingu frá Elísu Viðarsdóttur. Mist Edvardsdóttir hélt síðan stórleik sínum áfram og gerði fjórða mark sitt eftir að Dóra María kom með góða hornspyrnu fyrir markið sem Mist skoraði úr með fínum skalla. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri þar sem Elín Metta skoraði fyrsta mark sitt í dag eftir að Hlín Eiríksdóttir lék á alls oddi á hægri kantinum þar sem hún lagði síðan boltann á Elíni Mettu sem kláraði færið. Berglind Fanney Einarsdóttir skoraði síðan seinasta mark leiksins eftir að hún byrjaði sóknina sjálf kom boltanum á Hlín sem fór upp kantinn og sendi boltan fyrir markið sem Berglind kláraði. Lokatölur 7-0 stórsigur Vals. Af hverju vann Valur? Valur spilaði leikinn frábærlega á öllum sviðum þær mættu hátt upp völlinn og héldu boltanum vel sem skilaði þeim mörgum dauðafærum sem þær nýttu fullkomlega. Þær komu með góðar fyrirgjafir bæði frá hægri og vinstri sem vörn Fylkis hafði enginn svör við, það breytti engu máli hver gaf fyrir nánast alltaf endaði þetta með marki eða dauðafæri Hverjar stóðu upp úr? Mist Edvardsóttir fór hamförum í sóknarleik Vals. Mist mætti í leikinn með hvelli þar sem hún skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæpan 6 mínútna leik. Mist hélt síðan áfram þar sem hún sótti vítaspyrnu sem hún tók sjálf og skoraði úr af örryggi. Mist bætti síðan tveimur skallamörk við það fyrra kom eftir góða sendingu frá Elísu sem rataði á kollinn á Mist sem gerði vel í að skora. Hún kórónaði síðan stórkostlegan leik sinn þremur mínútum seinna þegar hún skallaði hornspyrnu Dóru Maríu í markið. Það er hægt að taka nánast allt Valsliðið fyrir og lofa þeirra leik því Fylkir réði ekkert við Vals liðið í dag frá a til ö. Hvað gekk illa? Varnarleikur sem og markvarsla Fylkis var lítil sem enginn þær áttu í svakalega miklum vandræðum með kantmenn og bakverði Vals sama hvort það hafi verið fyrirgjafir sem þær gátu ekki skallað frá marki eða sprettir upp kantana sem þær gáfu enga mótspyrnu bæði frá hægri og vinstri. Sóknarleikur Fylkis var enginn í dag, í fyrri hálfleik komu þær sér sjaldan yfir miðju og aldrei á síðasta þriðjung, uppleggið virtist vera að koma löngum boltum á Bryndísi Önnu sem átti að vera ein að elta þá. Hvað gerist næst? Fylkir spilar næst við Stjörnuna á laugardaginn næsta klukkan 14:00 á Samsungvellinum. Öll augu munu vera á úrslitaleik mótsins þegar Valur fær Breiðablik í heimsókn á Origo völlinn laugardaginn klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan: Ég hefði kosið það að vera ekki með sjö leikmenn frá í dag Kjartan Stefánsson er þjálfari Fylkis.vísir/bára „Ég hefði alveg kosið það að vera ekki með sjö leikmenn frá þá hefðum við getað gefið þeim jafnari leik, það voru margar stelpur með okkur í dag sem ég er ekki búinn að geta verið með á mörgum æfingum hjá okkur, það eru stelpur í sóttkví og meiddar sem gerði liðið þunnskipað,“ sagði Kjartan „Valur er gott fótbolta lið og er of mikill munur á fyrsta, öðru sætinu og niður því miður, þær voru með mikil gæði og kláruðu færin sín vel,“ sagði Kjartan sem fannst þó liðið getað staðið betur á þér varnarlega. Þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 5-0 fyrir Val og útlitið ansi svart fyrir Fylkis stelpur. „Það eru blendnar tilfinningar svo þú reynir að peppa liðið, við vorum með heilan bekk sem hefur lítið sem ekkert verið í kringum liðið og þarf maður að taka þessu á uppbyggilegan hátt og hvetja þær því það er ákveðinn minning í því og reynsla að vera stíga sín fyrstu skref,“ sagði Kjartan. „Það er hellingur eftir af mótinu og fórum við strax að hugsa um næsta leik í þegar við vorum lent fimm mörkum undir og tókum við Kötlu útaf snemma í seinni hálfleik því hún hefur verið að glíma við meiðsli,“ sagði Kjartan aðspurður hvort það sé kominn óþolinmæði í liðið að fara vinna leik. Eiður: Fannst breytingarnar ganga vel Eiður Benedikt Eiríksson er aðstoðarþjálfari Vals.vísir/vilhelm Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. „Þetta var ekki fullkominn leikur en þó var hann mjög góður, hrós á leikmennina þær mættu af krafti eftir landsleikjahlé við lentum mikið í því í fyrra að vera lengi í takt eftir þessa landsleiki en við komum með smá breytingar í okkar leik sem mér fannst ganga mjög vel,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, sem var ánægður með hvernig liðið tók í breytingarnar. Eiður vildi lítið tjá sig um hverjar þessar breytingar voru í uppleggi Vals en benti á að Dóra María Lárusdóttir var í smá breyttu hlutverki heldur en áður. „Mist hefur sýnt mjög gott fordæmi hvernig hún hefur æft í sínum meiðslum þar sem hún hefur verið mjög óheppinn með meisli en í dag fengum við mikinn kraft frá henni,“ sagði Eiður um frammistöðu hennar og bætti við að hann var mjög ánægður með hvernig hún hefur æft með Vals liðinu núna í sumar. Úrslitaleikur mótsins er á næsta leyti þar sem Valur fá Breiðablik í heimsókn á Origo vellinum. „Þetta verður leikur milli tveggja hörku liða, það er alltaf skemmtilegt að mæta Breiðablik þær eru með frábært lið og valin mann í hverri stöðu og er vikan fyrir þann leik alltaf mjög skemmtileg svo við hlökkum til,“ sagði Eiður að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur
Á Wurth vellinum hélt 15. umferð Pepsi Max deild kvenna áfram að rúlla. Fylkir hafði verið í smá brasi í seinustu leikjum og vantaði einnig nokkra leikmenn í þeirra lið. Valur voru hinsvegar á miklu flugi fyrir landsleikjahlé þar sem þær höfðu tengt saman þrjá sigra í röð. Margrét Magnúsdóttir talaði um það fyrir leik að Fylkir ætlaði að liggja til baka og verjas með mörgum mönnum, það var enginn svikin þar þó varnarleikur Fylkis var ekki góður í fyrri hálfleik þá voru þær með marga leikmenn bakvið boltann. Valur komst yfir þegar tæpar sex mínútur voru liðnar af leiknum með marki frá Mist Edvardsdóttur þar sem hún skallaði góða fyrirgjöf frá Guðnýu Árnadóttur. Berglind Rós Ágústsdóttir gerði sig brotlega inn í teig þegar hún tók Mist niður og vítiaspyrna dæmt sem Mist tók sjálf og skoraði úr. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks kom rosalegur kafli Vals sem leikmenn Fylkis réðu alls ekkert við. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Val í 3-0 eftir að Hallbera skiptir yfir á Hlín sem kom boltanum á Gunnhildi sem kláraði færið. Fylkis stelpur virtust ekki vera vaknaðar eftir þriðja mark Vals því þrem mínútum seinna skoraði Mist með skalla eftir góða sendingu frá Elísu Viðarsdóttur. Mist Edvardsdóttir hélt síðan stórleik sínum áfram og gerði fjórða mark sitt eftir að Dóra María kom með góða hornspyrnu fyrir markið sem Mist skoraði úr með fínum skalla. Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri þar sem Elín Metta skoraði fyrsta mark sitt í dag eftir að Hlín Eiríksdóttir lék á alls oddi á hægri kantinum þar sem hún lagði síðan boltann á Elíni Mettu sem kláraði færið. Berglind Fanney Einarsdóttir skoraði síðan seinasta mark leiksins eftir að hún byrjaði sóknina sjálf kom boltanum á Hlín sem fór upp kantinn og sendi boltan fyrir markið sem Berglind kláraði. Lokatölur 7-0 stórsigur Vals. Af hverju vann Valur? Valur spilaði leikinn frábærlega á öllum sviðum þær mættu hátt upp völlinn og héldu boltanum vel sem skilaði þeim mörgum dauðafærum sem þær nýttu fullkomlega. Þær komu með góðar fyrirgjafir bæði frá hægri og vinstri sem vörn Fylkis hafði enginn svör við, það breytti engu máli hver gaf fyrir nánast alltaf endaði þetta með marki eða dauðafæri Hverjar stóðu upp úr? Mist Edvardsóttir fór hamförum í sóknarleik Vals. Mist mætti í leikinn með hvelli þar sem hún skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæpan 6 mínútna leik. Mist hélt síðan áfram þar sem hún sótti vítaspyrnu sem hún tók sjálf og skoraði úr af örryggi. Mist bætti síðan tveimur skallamörk við það fyrra kom eftir góða sendingu frá Elísu sem rataði á kollinn á Mist sem gerði vel í að skora. Hún kórónaði síðan stórkostlegan leik sinn þremur mínútum seinna þegar hún skallaði hornspyrnu Dóru Maríu í markið. Það er hægt að taka nánast allt Valsliðið fyrir og lofa þeirra leik því Fylkir réði ekkert við Vals liðið í dag frá a til ö. Hvað gekk illa? Varnarleikur sem og markvarsla Fylkis var lítil sem enginn þær áttu í svakalega miklum vandræðum með kantmenn og bakverði Vals sama hvort það hafi verið fyrirgjafir sem þær gátu ekki skallað frá marki eða sprettir upp kantana sem þær gáfu enga mótspyrnu bæði frá hægri og vinstri. Sóknarleikur Fylkis var enginn í dag, í fyrri hálfleik komu þær sér sjaldan yfir miðju og aldrei á síðasta þriðjung, uppleggið virtist vera að koma löngum boltum á Bryndísi Önnu sem átti að vera ein að elta þá. Hvað gerist næst? Fylkir spilar næst við Stjörnuna á laugardaginn næsta klukkan 14:00 á Samsungvellinum. Öll augu munu vera á úrslitaleik mótsins þegar Valur fær Breiðablik í heimsókn á Origo völlinn laugardaginn klukkan 17:00 og verður sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan: Ég hefði kosið það að vera ekki með sjö leikmenn frá í dag Kjartan Stefánsson er þjálfari Fylkis.vísir/bára „Ég hefði alveg kosið það að vera ekki með sjö leikmenn frá þá hefðum við getað gefið þeim jafnari leik, það voru margar stelpur með okkur í dag sem ég er ekki búinn að geta verið með á mörgum æfingum hjá okkur, það eru stelpur í sóttkví og meiddar sem gerði liðið þunnskipað,“ sagði Kjartan „Valur er gott fótbolta lið og er of mikill munur á fyrsta, öðru sætinu og niður því miður, þær voru með mikil gæði og kláruðu færin sín vel,“ sagði Kjartan sem fannst þó liðið getað staðið betur á þér varnarlega. Þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 5-0 fyrir Val og útlitið ansi svart fyrir Fylkis stelpur. „Það eru blendnar tilfinningar svo þú reynir að peppa liðið, við vorum með heilan bekk sem hefur lítið sem ekkert verið í kringum liðið og þarf maður að taka þessu á uppbyggilegan hátt og hvetja þær því það er ákveðinn minning í því og reynsla að vera stíga sín fyrstu skref,“ sagði Kjartan. „Það er hellingur eftir af mótinu og fórum við strax að hugsa um næsta leik í þegar við vorum lent fimm mörkum undir og tókum við Kötlu útaf snemma í seinni hálfleik því hún hefur verið að glíma við meiðsli,“ sagði Kjartan aðspurður hvort það sé kominn óþolinmæði í liðið að fara vinna leik. Eiður: Fannst breytingarnar ganga vel Eiður Benedikt Eiríksson er aðstoðarþjálfari Vals.vísir/vilhelm Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. „Þetta var ekki fullkominn leikur en þó var hann mjög góður, hrós á leikmennina þær mættu af krafti eftir landsleikjahlé við lentum mikið í því í fyrra að vera lengi í takt eftir þessa landsleiki en við komum með smá breytingar í okkar leik sem mér fannst ganga mjög vel,“ sagði Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, sem var ánægður með hvernig liðið tók í breytingarnar. Eiður vildi lítið tjá sig um hverjar þessar breytingar voru í uppleggi Vals en benti á að Dóra María Lárusdóttir var í smá breyttu hlutverki heldur en áður. „Mist hefur sýnt mjög gott fordæmi hvernig hún hefur æft í sínum meiðslum þar sem hún hefur verið mjög óheppinn með meisli en í dag fengum við mikinn kraft frá henni,“ sagði Eiður um frammistöðu hennar og bætti við að hann var mjög ánægður með hvernig hún hefur æft með Vals liðinu núna í sumar. Úrslitaleikur mótsins er á næsta leyti þar sem Valur fá Breiðablik í heimsókn á Origo vellinum. „Þetta verður leikur milli tveggja hörku liða, það er alltaf skemmtilegt að mæta Breiðablik þær eru með frábært lið og valin mann í hverri stöðu og er vikan fyrir þann leik alltaf mjög skemmtileg svo við hlökkum til,“ sagði Eiður að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti