Polestar Precept fer í framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. september 2020 07:00 Polestar Precept Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar. Vistvænir bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent
Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar.
Vistvænir bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent