Dusty slátraði geitinni Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 22:58 Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti
Lokaleikurinn í níundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og GOAT mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Dust2. Leikmenn Dusty mættu heldur betur öflugir til leiks. Strax frá fyrstu lotu létu þeir leikmenn GOAT finna til tevatnins. Hverja lotuna á fætur annari stráfelldi lið Dusty leikmenn GOAT. Þrátt fyrir að vera ofurliði bornir sýndu leikmenn GOAT mikinn dugnað er þeir stóðu sína pligt. Skilaði það GOAT tveimur lotum í einhliða fyrri hálfleik þar sem að leikmenn Dusty þeir th0rsteinnf (Þorsteinn Friðfinnsson) og EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fóru hamförum. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 GOAT. Strax í upphafi seinni hálfleiks sýndu leikmenn GOAT hvað þeir geta gert fái þeir tækifæri. Með flottri spilamennsku tóku þeir fyrstu lotuna og tvær til viðbótar. Lið Dusty var þó fljótt að svara og tók aftur stjórnina á leiknum. Nú með leikinn í tangarhaldi sigldu þeir honum heim. Loka staðan Dusty 16 - 5 GOAT Staðan við lok 9.umferðar Var þetta síðasti leikurinn í 9.umferð og eru þá 5 umferðir eftir. Lið Dusty er á topnum taplausir en stórveldi KR fylgir fast á hæla þeirra á meðan HaFiÐ gerir sig líklega til að hrista upp í hlutunum.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti