Jónsi og Robyn senda frá sér hið „fullkomna popplag“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2020 17:31 Robyn og Jónsi á góðri stundu. Aðsend mynd Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Þurfti ekki að hugsa málið Í laginu Salt Licorice, eða Saltlakkrís, ferðast þau Jónsi og Robyn um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. „Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir um lagið. „Salt Licorice” er svo sætt og fullkomið popplag,” segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!” Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Salt Licorice. Á plötunni Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Jónsi og sænska poppstjarnan Robyn sendu í dag frá sér nýtt lag, Salt Licorice. Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, hans fyrstu í áratug. Platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Þurfti ekki að hugsa málið Í laginu Salt Licorice, eða Saltlakkrís, ferðast þau Jónsi og Robyn um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. „Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini,“ segir um lagið. „Salt Licorice” er svo sætt og fullkomið popplag,” segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!” Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Salt Licorice. Á plötunni Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“