„Bíllinn þarf að vera traustur og núverandi bíll er það ekki“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2020 16:30 Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar Vísir/Egill Í gær var sett af stað söfnun fyrir nýjum sérútbúnum bíl fyrir verkefnið Frú Ragnheiður. Bílinn keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir fólki sem notar vímuefni í æð og heimilislausum einstaklingum aðstoð. Verkefnið er 11 ára en á síðasta ári þjónustaði Frú Ragnheiður 519 einstaklinga í um 4.200 heimsóknum Frú Ragnheiður er vettvangsþjónusta þar sem bíllinn er keyrður til skjólstæðinga, sama hvar þeir er staddir á Höfuðborgarsvæðinu. Þá eru systurverkefni einnig starfræk á Akureyri og Suðurnesjum. Alls eru um 100 sjálfboðaliðar í verkefninu sem skipta með sér vöktum í bílnum og hefur þjónustan haldist óskert í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Frú Ragnheiður treystir á styrki til að halda verkefninu í gangi árlega og er kostnaðarsamt verkefni vegna sérhæfingar. Við erum eitt af fáu yfirlýstu skaðaminnkunarúrræðum á Íslandi og eina verkefni sinnar tegundar, þ.e.a.s. hreyfanleg nálaskiptaþjónusta sem mætir til skjólstæðinganna og sinnir þeim í þeirra nærumhverfi,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar í samtali við Vísi. Frú Ragnheiður Öruggt vinnuumhverfi „Við leggjum mikið upp úr því að bíllinn, þar sem öll þjónustan fer fram, sé öruggt rými og samsvari þjónustuþörfum skjólstæðinga okkar í hvert skipti. Það skiptir okkur miklu máli að fá nýjan bíl núna, þar sem núverandi bíll er úr sér genginn, og viljum við nýta tækifærið og innrétta nýjan bílinn í takt við breyttar áherslur verkefnisins líka. Áherslurnar okkar í dag eru heilbrigðisþjónustan, nálaskiptaþjónustan og þægilegt umhverfi fyrir skjólstæðingana svo að þau geti komið inn til okkar í hlýju, öruggt umhverfi og upplifað ró á meðan þau stíga inn til okkar.“ Bíllinn er keyrður sex daga vikunnar um höfuðborgarsvæðið og núverandi bíll verkefnisins hefur staðið við sitt og er keyrður rúmlega 340.000 kílómetra. Elísabet segir mikilvægt að fá þennan nýja bíl fyrir starfsemina. „Það myndi tryggja áframhaldandi þjónustu, tryggja öryggi sjálfboðaliða að vita að þeirra vinnuumhverfi er öruggt og er ekki að fara að bila, bíllinn mun koma þeim í gegnum vaktina og þau fá öruggt rými til að geta þjónustað skjólstæðingana okkar á sem besta máta. Bíllinn sjálfur mun líka vera innréttaður í takt við þær þarfir skjólstæðinga okkar í dag, sem er aukin áhersla á heilbrigðisþjónustu. Við höfum starfsleyfi frá Embætti landlæknis og Heilbrigðiseftirlitinu og viljum fínpússa alla aðstöðu svo þetta sé það besta sem skjólstæðingar okkar geta fengið ásamt gott umhverfi fyrir sjálfboðaliða. Bíllinn þarf að vera traustur, og núverandi bill er það ekki lengur en hann hefur svo sannarlega skilað sínu síðustu árin og erum við honum mjög þakklát. Bíllinn er hjarta verkefnisins.“ Frú Ragnheiður leitar því á náðir almennings til að styðja við fjármögnun á nýjum bíl, en fullútbúinn kostar hann um 10 milljónir króna. Söfnunin fer fram til 8. október. „Bíllinn þarf að hafa þrjú sæti fram í svo að allir sjálfboðaliðar rúmist þar á meðan við keyrum bílinn, ásamt því að hafa rúmgott rými aftur í þar sem öll þjónustan fer fram. Bíllinn þarf að vera með skyggðar rúður svo ekki sjáist inn í hann á meðan heimsóknum stendur til að tryggja rólegt og yfirvegað umhverfi fyrir skjólstæðinganna. Hann þarf að hafa heilbrigðisaðstöðu á borð við vask, skápa fyrir plástra og umbúðir, skápa fyrir nálaskiptaþjónustuna okkar og þægilega bekki fyrir skjólstæðinga okkar til að tylla sér á. Við viljum hafa góða lýsingu í bílnum en samt ekki þannig að hún sé of mikil, hafa miðstöð til að tryggja hlýju. Það eru margir þættir sem við veltum fyrir okkur til að búa til þetta fallega hjarta verkefnisins og við tökum þarfir skjólstæðinga sem og þarfir sjálfboðaliða inn í þá vinnu. Undanfarna mánuði hef ég verið að safna upplýsingum frá skjólstæðingum varðandi hvað þau telja mikilvægast að sé í nýjum bíl og munum við taka tillit til þess þegar við innréttum nýjan bíl, en allt okkar starf er byggt á notendasamráði því þjónustan er fyrir þau. Takist okkur að safna 10 milljónum næstu daga munum við fá hann í hendurnar vonandi í lok október, þá þurfum við að innrétta hann og við stefnum á að vera byrjuð að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól sem er einmitt oft þyngsti tími ársins fyrir okkar verkefni.“ Þjónustan óskert í COVID Á veturna er kalt úti og það verður oft aukin harka í að verða sér úti um stað fyrir nóttina en flestir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru heimilislausir. „Við erum með hlý föt í bílnum og það verður oft aukin áhersla á þau og næringuna. Við fáum gefins lopafatnað sem við getum gefið í bílnum og næringu. Skjólstæðingar hafa líst því að það sé ákveðinn griðastaður að koma inn í bílinn okkar, sérstaklega á veturna þegar kalt er úti, og fá hlý föt, mat, búnað og hlýtt viðmót frá sjálfboðaliðum okkar.“ Elísabet tók við sem verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á síðasta ári. „Fyrstu mánuðirnir í nýja starfinu hafa gengið ótrúlega vel. Ég hef unnið samhliða Svölu fyrrverandi verkefnastýru síðustu tvö ár og lagt mig fram við að læra af henni. Hún byggði verkefnið upp undanfarin tvö ár og hún ásamt sjálfboðaliðunum hafa markvisst byggt upp traust skjólstæðinganna. Án traustsins gætum við ekki sinnt starfinu og það er svo dýrmætt. Ég finn að skjólstæðingarnir treysta mér sem ég er gífurlega þakklát fyrir og tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Sjálfboðaliðarnir hafa staðið sig ótrúlega vel í gegnum kórónuveirufaraldur, sumarfrí og fleira og haldið þjónustunni okkar algjörlega óskertri í mögnuðum aðstæðum. Ég er ótrúlega spennt fyrir framhaldinu, og spennt fyrir samstarfinu með nýjum samstarfsfélaga sem var ráðinn inn í verkefnið hún Hafrún Elísa Sigurðardóttir.“ Núverandi bíll Frú Ragnheiðar hefur verið ekið yfir 300.000 kílómetra.Frú Ragnheiður Forðast brennimerkingar Á síðasta ári barðist Frú Ragnheiður fyrir því að láta leyfa innflutning á Naloxon fyrir þennan hóp. Það þokast í rétta átt. „Naloxon nefúðar fást hér á landi núna en það er mjög erfitt aðgengi að því að verða sér úti um það sem við höfum bent á að virkar illa fyrir okkar skjólstæðinga. Núverandi fyrirkomulag er á þann máta að einstaklingur þarf að fá lyfseðil frá lækni, sem er risastór hindrun fyrir okkar fólk því þau reyna eftir fremsta megni að forðast allar brennimerkingar í kerfinu. Síðan þarf að leysa þann lyfseðil út og þetta er mjög dýrt lyf sem er önnur hindrun. Við höfum lagt áherslu á að fyrirkomulagið með Naloxon nefúða sé svipað og með neyðarpilluna. Einstaklingur getur mætt út í apótek og óskað eftir Naloxon nefúða, sest þá niður afsíðis með lyfjafræðingi sem útskýrir hvernig skal nota það, hverju þarf að huga að og svo framvegis.“ Vegna heimsfaraldursins hafa sjálfboðaliðarnir þurft að aðlaga allt starfið síðustu mánuði að breyttum aðstæðum í samfélaginu. „En markmiðið okkar var alltaf að halda þjónustunni óskertri til skjólstæðinga okkar því við vitum hvað hún skiptir miklu máli. Við erum með grímuskyldu í bílnum núna, allir spritta á sér hendurnar við komu og við sprittum alla sameiginlega snertifleti eftir hverja einustu komu í bílinn. Við skimum eftir einkennum símleiðis áður en við förum að hitta viðkomandi, ef það vaknar upp grunur um COVID aðstoðum við einstaklinginn við að komast í viðeigandi úrvinnslu fyrir einkennunum. Við þróuðum sérstaka fræðslu, á tungumáli notenda þjónustunnar, sem við afhendum öllum sem koma í bílinn þar sem farið er yfir smitvarnir ásamt skaðaminnkandi leiðbeiningum á tímum COVID. Við höfum einnig vakið athygli á því í málsvarastarfi okkar að tilmæli yfirvalda ná ekki til okkar hóps, því þegar öll eiga að halda sig heima hafa þau oft ekkert heimili til að tryggja sitt öryggi á. Það þarf því að huga að því, eins og alltaf, að það þarf að tryggja öryggi þessa hóps.“ Fíkn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Í gær var sett af stað söfnun fyrir nýjum sérútbúnum bíl fyrir verkefnið Frú Ragnheiður. Bílinn keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir fólki sem notar vímuefni í æð og heimilislausum einstaklingum aðstoð. Verkefnið er 11 ára en á síðasta ári þjónustaði Frú Ragnheiður 519 einstaklinga í um 4.200 heimsóknum Frú Ragnheiður er vettvangsþjónusta þar sem bíllinn er keyrður til skjólstæðinga, sama hvar þeir er staddir á Höfuðborgarsvæðinu. Þá eru systurverkefni einnig starfræk á Akureyri og Suðurnesjum. Alls eru um 100 sjálfboðaliðar í verkefninu sem skipta með sér vöktum í bílnum og hefur þjónustan haldist óskert í gegnum kórónuveirufaraldurinn. „Frú Ragnheiður treystir á styrki til að halda verkefninu í gangi árlega og er kostnaðarsamt verkefni vegna sérhæfingar. Við erum eitt af fáu yfirlýstu skaðaminnkunarúrræðum á Íslandi og eina verkefni sinnar tegundar, þ.e.a.s. hreyfanleg nálaskiptaþjónusta sem mætir til skjólstæðinganna og sinnir þeim í þeirra nærumhverfi,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar í samtali við Vísi. Frú Ragnheiður Öruggt vinnuumhverfi „Við leggjum mikið upp úr því að bíllinn, þar sem öll þjónustan fer fram, sé öruggt rými og samsvari þjónustuþörfum skjólstæðinga okkar í hvert skipti. Það skiptir okkur miklu máli að fá nýjan bíl núna, þar sem núverandi bíll er úr sér genginn, og viljum við nýta tækifærið og innrétta nýjan bílinn í takt við breyttar áherslur verkefnisins líka. Áherslurnar okkar í dag eru heilbrigðisþjónustan, nálaskiptaþjónustan og þægilegt umhverfi fyrir skjólstæðingana svo að þau geti komið inn til okkar í hlýju, öruggt umhverfi og upplifað ró á meðan þau stíga inn til okkar.“ Bíllinn er keyrður sex daga vikunnar um höfuðborgarsvæðið og núverandi bíll verkefnisins hefur staðið við sitt og er keyrður rúmlega 340.000 kílómetra. Elísabet segir mikilvægt að fá þennan nýja bíl fyrir starfsemina. „Það myndi tryggja áframhaldandi þjónustu, tryggja öryggi sjálfboðaliða að vita að þeirra vinnuumhverfi er öruggt og er ekki að fara að bila, bíllinn mun koma þeim í gegnum vaktina og þau fá öruggt rými til að geta þjónustað skjólstæðingana okkar á sem besta máta. Bíllinn sjálfur mun líka vera innréttaður í takt við þær þarfir skjólstæðinga okkar í dag, sem er aukin áhersla á heilbrigðisþjónustu. Við höfum starfsleyfi frá Embætti landlæknis og Heilbrigðiseftirlitinu og viljum fínpússa alla aðstöðu svo þetta sé það besta sem skjólstæðingar okkar geta fengið ásamt gott umhverfi fyrir sjálfboðaliða. Bíllinn þarf að vera traustur, og núverandi bill er það ekki lengur en hann hefur svo sannarlega skilað sínu síðustu árin og erum við honum mjög þakklát. Bíllinn er hjarta verkefnisins.“ Frú Ragnheiður leitar því á náðir almennings til að styðja við fjármögnun á nýjum bíl, en fullútbúinn kostar hann um 10 milljónir króna. Söfnunin fer fram til 8. október. „Bíllinn þarf að hafa þrjú sæti fram í svo að allir sjálfboðaliðar rúmist þar á meðan við keyrum bílinn, ásamt því að hafa rúmgott rými aftur í þar sem öll þjónustan fer fram. Bíllinn þarf að vera með skyggðar rúður svo ekki sjáist inn í hann á meðan heimsóknum stendur til að tryggja rólegt og yfirvegað umhverfi fyrir skjólstæðinganna. Hann þarf að hafa heilbrigðisaðstöðu á borð við vask, skápa fyrir plástra og umbúðir, skápa fyrir nálaskiptaþjónustuna okkar og þægilega bekki fyrir skjólstæðinga okkar til að tylla sér á. Við viljum hafa góða lýsingu í bílnum en samt ekki þannig að hún sé of mikil, hafa miðstöð til að tryggja hlýju. Það eru margir þættir sem við veltum fyrir okkur til að búa til þetta fallega hjarta verkefnisins og við tökum þarfir skjólstæðinga sem og þarfir sjálfboðaliða inn í þá vinnu. Undanfarna mánuði hef ég verið að safna upplýsingum frá skjólstæðingum varðandi hvað þau telja mikilvægast að sé í nýjum bíl og munum við taka tillit til þess þegar við innréttum nýjan bíl, en allt okkar starf er byggt á notendasamráði því þjónustan er fyrir þau. Takist okkur að safna 10 milljónum næstu daga munum við fá hann í hendurnar vonandi í lok október, þá þurfum við að innrétta hann og við stefnum á að vera byrjuð að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól sem er einmitt oft þyngsti tími ársins fyrir okkar verkefni.“ Þjónustan óskert í COVID Á veturna er kalt úti og það verður oft aukin harka í að verða sér úti um stað fyrir nóttina en flestir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru heimilislausir. „Við erum með hlý föt í bílnum og það verður oft aukin áhersla á þau og næringuna. Við fáum gefins lopafatnað sem við getum gefið í bílnum og næringu. Skjólstæðingar hafa líst því að það sé ákveðinn griðastaður að koma inn í bílinn okkar, sérstaklega á veturna þegar kalt er úti, og fá hlý föt, mat, búnað og hlýtt viðmót frá sjálfboðaliðum okkar.“ Elísabet tók við sem verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á síðasta ári. „Fyrstu mánuðirnir í nýja starfinu hafa gengið ótrúlega vel. Ég hef unnið samhliða Svölu fyrrverandi verkefnastýru síðustu tvö ár og lagt mig fram við að læra af henni. Hún byggði verkefnið upp undanfarin tvö ár og hún ásamt sjálfboðaliðunum hafa markvisst byggt upp traust skjólstæðinganna. Án traustsins gætum við ekki sinnt starfinu og það er svo dýrmætt. Ég finn að skjólstæðingarnir treysta mér sem ég er gífurlega þakklát fyrir og tek ekki sem sjálfsögðum hlut. Sjálfboðaliðarnir hafa staðið sig ótrúlega vel í gegnum kórónuveirufaraldur, sumarfrí og fleira og haldið þjónustunni okkar algjörlega óskertri í mögnuðum aðstæðum. Ég er ótrúlega spennt fyrir framhaldinu, og spennt fyrir samstarfinu með nýjum samstarfsfélaga sem var ráðinn inn í verkefnið hún Hafrún Elísa Sigurðardóttir.“ Núverandi bíll Frú Ragnheiðar hefur verið ekið yfir 300.000 kílómetra.Frú Ragnheiður Forðast brennimerkingar Á síðasta ári barðist Frú Ragnheiður fyrir því að láta leyfa innflutning á Naloxon fyrir þennan hóp. Það þokast í rétta átt. „Naloxon nefúðar fást hér á landi núna en það er mjög erfitt aðgengi að því að verða sér úti um það sem við höfum bent á að virkar illa fyrir okkar skjólstæðinga. Núverandi fyrirkomulag er á þann máta að einstaklingur þarf að fá lyfseðil frá lækni, sem er risastór hindrun fyrir okkar fólk því þau reyna eftir fremsta megni að forðast allar brennimerkingar í kerfinu. Síðan þarf að leysa þann lyfseðil út og þetta er mjög dýrt lyf sem er önnur hindrun. Við höfum lagt áherslu á að fyrirkomulagið með Naloxon nefúða sé svipað og með neyðarpilluna. Einstaklingur getur mætt út í apótek og óskað eftir Naloxon nefúða, sest þá niður afsíðis með lyfjafræðingi sem útskýrir hvernig skal nota það, hverju þarf að huga að og svo framvegis.“ Vegna heimsfaraldursins hafa sjálfboðaliðarnir þurft að aðlaga allt starfið síðustu mánuði að breyttum aðstæðum í samfélaginu. „En markmiðið okkar var alltaf að halda þjónustunni óskertri til skjólstæðinga okkar því við vitum hvað hún skiptir miklu máli. Við erum með grímuskyldu í bílnum núna, allir spritta á sér hendurnar við komu og við sprittum alla sameiginlega snertifleti eftir hverja einustu komu í bílinn. Við skimum eftir einkennum símleiðis áður en við förum að hitta viðkomandi, ef það vaknar upp grunur um COVID aðstoðum við einstaklinginn við að komast í viðeigandi úrvinnslu fyrir einkennunum. Við þróuðum sérstaka fræðslu, á tungumáli notenda þjónustunnar, sem við afhendum öllum sem koma í bílinn þar sem farið er yfir smitvarnir ásamt skaðaminnkandi leiðbeiningum á tímum COVID. Við höfum einnig vakið athygli á því í málsvarastarfi okkar að tilmæli yfirvalda ná ekki til okkar hóps, því þegar öll eiga að halda sig heima hafa þau oft ekkert heimili til að tryggja sitt öryggi á. Það þarf því að huga að því, eins og alltaf, að það þarf að tryggja öryggi þessa hóps.“
Fíkn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira