Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 15:50 Úr leik Stjörnunnar og ÍBV fyrr í sumar. Vísir/Bára Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. Bæði Stjarnan og Fylkir eru dottin úr bikarnum, engar líkur á að liðin falli og því ef til vill lítið undir hjá báðum liðum í dag. Þau eiga þó bæði möguleika á að ná Selfossi sem situr í 3. sæti deildarinnar og er það líklega það sem drífur liðin áfram þessa dagana. Fyrri hálfleikur fer ekki í neinar sögubækur fyrir mikla skemmtun. Það var eins og Fylkir væri enn að jafna sig eftir 7-0 tapið gegn Blikum í síðustu umferð og virtist þeim einfaldlega skorta sjálfstraust. Ekki hefur það hjálpað að fá á sig mark eftir aðeins fimm mínútna leik en Shameeka Nikoda Fishley skoraði þá frábært mark þegar hún hamraði knettinum í hornið eftir að Angela Pia Caloia vippaði boltanum inn fyrir vörn gestanna. Allir á vellinum horfðu á aðstoðardómarann en flaggið fór ekki upp og markið stóð. Fleira markvert í fyrri hálfleik gerðist í rauninni ekki þó bæði lið hafi átt álitlegar sóknir þá rötuðu engin skot á markið. Staðan því 1-0 Stjörnunni í vil í hálfleik. Stjarnan fékk dauðafæri í þann mund sem síðari hálfleikur hófst en Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vel frá Shameeka Nikoda Fishley er sú síðarnefnda slapp ein í gegn. Gestunum tókst svo að jafna metin þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði þá með frábæru skoti í fyrsta eftir góða sendingu frá Vesnu Elísu Smiljkovic inn fyrir vörn Stjörnunnar. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur í Garðabænum 1-1. Gerir lítið fyrir bæði lið sem eru að reyna stela þessu 3. sæti af Selfyssingum. Anna María: Markmiðið er alltaf að fara hærra „Ég er mjög svekkt eftir leikinn. Vorum miklu betri í fyrri hálfleik en svo misstum við þetta niður og ég er frekar ósátt með það,“ sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, að leik loknum. Anna María (t.h.) bar fyrirliðaband Stjörnunnar í dag.Vísir/Daniel Thor „Mér fannst við virka þreyttar á vellinum en eigum ekki að vera það. Komin vika frá síðasta leik svo við áttum að vera ferskari en þetta,“ sagði Anna María er hún var spurð út í síðari hálfleik Stjörnunnar sem var töluvert slakari en sá fyrri. „Held það hafi ekki verið neitt sem gerði útslagið, það bara gekk ekki upp að þessu sinni. Náðu ekki að tengja sendingar í seinni hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Anna María aðspurð út í hvort skiptingar Stjörnunnar hefðu tekið ryðmann úr liðinu í dag. „Markmiðið er alltaf að fara hærra,“ sagði fyrirliðinn að endingu hvort lokamarkmiðið væri ekki að ná þessu 3. sæti af Selfyssingum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Fylkir
Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. Bæði Stjarnan og Fylkir eru dottin úr bikarnum, engar líkur á að liðin falli og því ef til vill lítið undir hjá báðum liðum í dag. Þau eiga þó bæði möguleika á að ná Selfossi sem situr í 3. sæti deildarinnar og er það líklega það sem drífur liðin áfram þessa dagana. Fyrri hálfleikur fer ekki í neinar sögubækur fyrir mikla skemmtun. Það var eins og Fylkir væri enn að jafna sig eftir 7-0 tapið gegn Blikum í síðustu umferð og virtist þeim einfaldlega skorta sjálfstraust. Ekki hefur það hjálpað að fá á sig mark eftir aðeins fimm mínútna leik en Shameeka Nikoda Fishley skoraði þá frábært mark þegar hún hamraði knettinum í hornið eftir að Angela Pia Caloia vippaði boltanum inn fyrir vörn gestanna. Allir á vellinum horfðu á aðstoðardómarann en flaggið fór ekki upp og markið stóð. Fleira markvert í fyrri hálfleik gerðist í rauninni ekki þó bæði lið hafi átt álitlegar sóknir þá rötuðu engin skot á markið. Staðan því 1-0 Stjörnunni í vil í hálfleik. Stjarnan fékk dauðafæri í þann mund sem síðari hálfleikur hófst en Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vel frá Shameeka Nikoda Fishley er sú síðarnefnda slapp ein í gegn. Gestunum tókst svo að jafna metin þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði þá með frábæru skoti í fyrsta eftir góða sendingu frá Vesnu Elísu Smiljkovic inn fyrir vörn Stjörnunnar. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur í Garðabænum 1-1. Gerir lítið fyrir bæði lið sem eru að reyna stela þessu 3. sæti af Selfyssingum. Anna María: Markmiðið er alltaf að fara hærra „Ég er mjög svekkt eftir leikinn. Vorum miklu betri í fyrri hálfleik en svo misstum við þetta niður og ég er frekar ósátt með það,“ sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, að leik loknum. Anna María (t.h.) bar fyrirliðaband Stjörnunnar í dag.Vísir/Daniel Thor „Mér fannst við virka þreyttar á vellinum en eigum ekki að vera það. Komin vika frá síðasta leik svo við áttum að vera ferskari en þetta,“ sagði Anna María er hún var spurð út í síðari hálfleik Stjörnunnar sem var töluvert slakari en sá fyrri. „Held það hafi ekki verið neitt sem gerði útslagið, það bara gekk ekki upp að þessu sinni. Náðu ekki að tengja sendingar í seinni hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Anna María aðspurð út í hvort skiptingar Stjörnunnar hefðu tekið ryðmann úr liðinu í dag. „Markmiðið er alltaf að fara hærra,“ sagði fyrirliðinn að endingu hvort lokamarkmiðið væri ekki að ná þessu 3. sæti af Selfyssingum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti