Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2020 15:01 Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers og Ingibjörg Kolbeinsdóttir markaðstjóri. Vísir/Vilhelm „Fólk sleppur við biðtíma í apóteki eftir að lyfseðlar eru afgreiddir, sambærilegt og þegar pizza er pöntuð á netinu," segir Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers meðal annars um þá kosti sem fólk mun upplifa þegar netapótek Lyfjavers mun opna innan tíðar. Lyfjaver var brautryðjandi í tölvustýrðri vélskömmtun á Íslandi og eins vakti það athygli á sínum tíma þegar fyrirtækið fór að nota róbóta til að taka saman lyfjapakkningar til afgreiðslu. Að hans sögn er netapótek mjög umfangsmikið verkefni að ráðast í. „Mjög flókið getur verið fyrir almenna lyfjaneytendur að skilja verðlag lyfja og er verðið oft mismunandi milli þess sem lyfseðlar eru leystir út. Þar spilar mest inn í flókið niðurgreiðslukerfi á lyfjum þar sem í eitt skiptið greiðir viðskiptavinur 100% hluta í lyfjum en í næsta 15% eða minna,“ segir Hákon. Í dag og í fyrramálið rýnir Atvinnulífið á Vísi í þróun netverslunar í kjölfar kórónufaraldursins. Tekin verða til umfjöllunar þrjú dæmi um netverslun ólíkra fyrirtækja og hvaða þýðingu hún hefur nú þegar kórónufaraldur hefur öllu breytt. Hér er annað viðtalið af þremur. Tæknin hefur gert mikið nú þegar Að sögn Hákonar hefur tæknin nú þegar gert heilmikið fyrir Lyfjaver og viðskiptavini fyrirtækisins. Nefnir hann ávinninginn af notkun róbóta sem dæmi. „Auk þess að vera mikill vinnusparnaður fyrir starfsfólk Lyfjavers að sleppa við að raða lyfjum í skúffur og sækja lyf í skúffur eins og í hefðbundnum apótekum, þá er mikið öryggi fólgið í að róboti afhendi strikamerktar pakkningar,“ segir Hákon. Þá segir hann minni líkur á mistökum. Lyfjapakkningar séu oft á tíðum mjög álíka í útliti, sérstaklega þegar um er að ræða sama lyfið en með mismunandi styrk. Róbotinn horfir fram hjá því þar sem hann þekkir strikamerki ásamt útliti og stærð pakkninga og afhendir því ávallt réttar pakkningar samkvæmt því sem kemur fram á lyfseðli,“ segir Hákon. Með aðstoð róbóta meðhöndlar fyrirtækið um þrjátíu þúsund lyfjapakkningar á mánuði. Þá hafi vélskömmtun og myndeftirlit einnig skilað miklum ávinningi. „Vélskömmtun á lyfjum er mikill vinnusparnaður fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila sem áður þurftu að tína til lyf fyrir hvern íbúa daglega,“ segir Hákon og skýrir út að ferlið gangi þannig fyrir sig að lyfjafræðingar og lyfjatæknar forvinna og yfirfara lyfjaupplýsingar sem í framhaldi eru nýttar til að vélskammta þeim lyfjum á þeim tíma sem einstaklingar eiga að taka lyfin. Með þessu jókst gæðaeftirlitið um svo mikið því myndeftirlitsvélar taka mynd af hverjum einasta lyfjaskammti og bera saman við gagnagrunn af töflumyndum. „Stöðluð vélskömmtun lyfja eykur öryggi mikið þar sem hún kemur í veg fyrir mannleg mistök við tínslu lyfja. Tíðni raunverulegra villna það sem af er ári er 0,00011%,” segir Hákon. Þá bendir Hákon á hvernig vélskömmtun tryggir betur hreinlæti og snertilausar lausnir sem allir hafa nú kynnst hversu miklu máli skipta. Notkun róbóta og vélskömmtunar hefur mælst vel fyrir hjá Lyfjaveri.Vísir/Vilhelm Netapótek næsta skref Eins og áður sagði mun Lyfjaver opna netapótek á næstu dögum. Þar munu viðskiptavinir geta séð betur hvert nákvæmt lyfjaverð er með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands en einnig verður möguleiki á því fyrir fólk að gera sjálft verðsamanburð. „Mismunandi verð á samheitalyfjum og hvaða samheitalyf er ódýrast hverju sinni talsverð áhrif á lyfjakostnað. Kostnaður einstaklings getur hæglega tvöfaldast ef hann velur ekki ódýrasta samheitalyfið,“ segir Hákon. Þá segir hann að það einnig af hinu góða að viðskiptavinir geti með auðveldari hætti gert verðsamanburð á milli apóteka en það er einn kosturinn við netverslun. Netapótek mun líka gagnast landsbyggðinni. Einokun hefur ríkt á lyfjamarkaði á landsbyggðinni. Fleiri en ein lyfjabúð í þéttbýli er eingöngu að finna á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfoss, Reykjanesbæ og Akranesi,“ segir Hákon. Að hans sögn verður netapótek Lyfjavers lágvöruverðsapótek. Með netverslun fái neytendur apótekin heim til sín, hvar svo sem þeir eru búsettir sjálfir. „Í fjölda minni byggðarlaga á Íslandi er ekkert starfandi apótek,“ segir Hákon. Lyf Verslun Tengdar fréttir Aldur viðskiptavina hækkar hratt í kjölfar Covid Elstu nýju viðskiptavinirnir eru á níræðisaldri segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is meðal annars um þá þróun að í kjölfar kórónufaraldurs hefur meðalaldur netverslunarinnar hækkað hratt. 7. október 2020 07:00 Pósturinn í aðgerðum fyrir íslenska netverslun Póstbox í fyrsta inn út á land og ýmsar aðgerðir aðrar í gangi hjá Póstinum sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun. 1. október 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Fólk sleppur við biðtíma í apóteki eftir að lyfseðlar eru afgreiddir, sambærilegt og þegar pizza er pöntuð á netinu," segir Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers meðal annars um þá kosti sem fólk mun upplifa þegar netapótek Lyfjavers mun opna innan tíðar. Lyfjaver var brautryðjandi í tölvustýrðri vélskömmtun á Íslandi og eins vakti það athygli á sínum tíma þegar fyrirtækið fór að nota róbóta til að taka saman lyfjapakkningar til afgreiðslu. Að hans sögn er netapótek mjög umfangsmikið verkefni að ráðast í. „Mjög flókið getur verið fyrir almenna lyfjaneytendur að skilja verðlag lyfja og er verðið oft mismunandi milli þess sem lyfseðlar eru leystir út. Þar spilar mest inn í flókið niðurgreiðslukerfi á lyfjum þar sem í eitt skiptið greiðir viðskiptavinur 100% hluta í lyfjum en í næsta 15% eða minna,“ segir Hákon. Í dag og í fyrramálið rýnir Atvinnulífið á Vísi í þróun netverslunar í kjölfar kórónufaraldursins. Tekin verða til umfjöllunar þrjú dæmi um netverslun ólíkra fyrirtækja og hvaða þýðingu hún hefur nú þegar kórónufaraldur hefur öllu breytt. Hér er annað viðtalið af þremur. Tæknin hefur gert mikið nú þegar Að sögn Hákonar hefur tæknin nú þegar gert heilmikið fyrir Lyfjaver og viðskiptavini fyrirtækisins. Nefnir hann ávinninginn af notkun róbóta sem dæmi. „Auk þess að vera mikill vinnusparnaður fyrir starfsfólk Lyfjavers að sleppa við að raða lyfjum í skúffur og sækja lyf í skúffur eins og í hefðbundnum apótekum, þá er mikið öryggi fólgið í að róboti afhendi strikamerktar pakkningar,“ segir Hákon. Þá segir hann minni líkur á mistökum. Lyfjapakkningar séu oft á tíðum mjög álíka í útliti, sérstaklega þegar um er að ræða sama lyfið en með mismunandi styrk. Róbotinn horfir fram hjá því þar sem hann þekkir strikamerki ásamt útliti og stærð pakkninga og afhendir því ávallt réttar pakkningar samkvæmt því sem kemur fram á lyfseðli,“ segir Hákon. Með aðstoð róbóta meðhöndlar fyrirtækið um þrjátíu þúsund lyfjapakkningar á mánuði. Þá hafi vélskömmtun og myndeftirlit einnig skilað miklum ávinningi. „Vélskömmtun á lyfjum er mikill vinnusparnaður fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila sem áður þurftu að tína til lyf fyrir hvern íbúa daglega,“ segir Hákon og skýrir út að ferlið gangi þannig fyrir sig að lyfjafræðingar og lyfjatæknar forvinna og yfirfara lyfjaupplýsingar sem í framhaldi eru nýttar til að vélskammta þeim lyfjum á þeim tíma sem einstaklingar eiga að taka lyfin. Með þessu jókst gæðaeftirlitið um svo mikið því myndeftirlitsvélar taka mynd af hverjum einasta lyfjaskammti og bera saman við gagnagrunn af töflumyndum. „Stöðluð vélskömmtun lyfja eykur öryggi mikið þar sem hún kemur í veg fyrir mannleg mistök við tínslu lyfja. Tíðni raunverulegra villna það sem af er ári er 0,00011%,” segir Hákon. Þá bendir Hákon á hvernig vélskömmtun tryggir betur hreinlæti og snertilausar lausnir sem allir hafa nú kynnst hversu miklu máli skipta. Notkun róbóta og vélskömmtunar hefur mælst vel fyrir hjá Lyfjaveri.Vísir/Vilhelm Netapótek næsta skref Eins og áður sagði mun Lyfjaver opna netapótek á næstu dögum. Þar munu viðskiptavinir geta séð betur hvert nákvæmt lyfjaverð er með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands en einnig verður möguleiki á því fyrir fólk að gera sjálft verðsamanburð. „Mismunandi verð á samheitalyfjum og hvaða samheitalyf er ódýrast hverju sinni talsverð áhrif á lyfjakostnað. Kostnaður einstaklings getur hæglega tvöfaldast ef hann velur ekki ódýrasta samheitalyfið,“ segir Hákon. Þá segir hann að það einnig af hinu góða að viðskiptavinir geti með auðveldari hætti gert verðsamanburð á milli apóteka en það er einn kosturinn við netverslun. Netapótek mun líka gagnast landsbyggðinni. Einokun hefur ríkt á lyfjamarkaði á landsbyggðinni. Fleiri en ein lyfjabúð í þéttbýli er eingöngu að finna á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfoss, Reykjanesbæ og Akranesi,“ segir Hákon. Að hans sögn verður netapótek Lyfjavers lágvöruverðsapótek. Með netverslun fái neytendur apótekin heim til sín, hvar svo sem þeir eru búsettir sjálfir. „Í fjölda minni byggðarlaga á Íslandi er ekkert starfandi apótek,“ segir Hákon.
Lyf Verslun Tengdar fréttir Aldur viðskiptavina hækkar hratt í kjölfar Covid Elstu nýju viðskiptavinirnir eru á níræðisaldri segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is meðal annars um þá þróun að í kjölfar kórónufaraldurs hefur meðalaldur netverslunarinnar hækkað hratt. 7. október 2020 07:00 Pósturinn í aðgerðum fyrir íslenska netverslun Póstbox í fyrsta inn út á land og ýmsar aðgerðir aðrar í gangi hjá Póstinum sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun. 1. október 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Aldur viðskiptavina hækkar hratt í kjölfar Covid Elstu nýju viðskiptavinirnir eru á níræðisaldri segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is meðal annars um þá þróun að í kjölfar kórónufaraldurs hefur meðalaldur netverslunarinnar hækkað hratt. 7. október 2020 07:00
Pósturinn í aðgerðum fyrir íslenska netverslun Póstbox í fyrsta inn út á land og ýmsar aðgerðir aðrar í gangi hjá Póstinum sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun. 1. október 2020 09:00