Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. október 2020 07:01 Volvo V90 Cross Country við hlið forfeðra sinna. Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna. Um er að ræða Volvo V90 Cross Country AWD sem eru búnir sérstyrktum undirvagni með sérstaklega öflugu bremsukerfi, kraftmikilli en sparneytinni 235 hestafla B5 Mild Hybrid dísil vél, fjórhjóladrifi og góðri veghæð. Nýju lögreglubílarnir eru vígalegir. Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum. Nýju bílarnir fyrir lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur afhendingum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022. Auk þessarar afhendingar fékk lögreglan á Vestfjörðum nýlega afhentan Volvo XC90 AWD sem verður staðsettur á Patreksfirði og mun þjóna víðfeðmu umdæmi lögreglunnar á svæðinu. Lögreglan Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent
Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna. Um er að ræða Volvo V90 Cross Country AWD sem eru búnir sérstyrktum undirvagni með sérstaklega öflugu bremsukerfi, kraftmikilli en sparneytinni 235 hestafla B5 Mild Hybrid dísil vél, fjórhjóladrifi og góðri veghæð. Nýju lögreglubílarnir eru vígalegir. Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum. Nýju bílarnir fyrir lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur afhendingum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022. Auk þessarar afhendingar fékk lögreglan á Vestfjörðum nýlega afhentan Volvo XC90 AWD sem verður staðsettur á Patreksfirði og mun þjóna víðfeðmu umdæmi lögreglunnar á svæðinu.
Lögreglan Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent