Hildur Vala hefur sent frá sér lagið Komin allt of langt en það er samið af Stefáni Má Magnússyni.
Hildur heyrði lagið fyrst þegar hún var við upptökur á annarri sólóplötu sinni í Danmörku árið 2006 en lagið fór ekki á plötuna í það sinnið.
„Lagið hefur ekki látið mig í friði allan þennan tíma,“ segir Hildur Vala og er ánægð að hafa loksins fundið réttu nálgunina að þessu fallega lagi, 14 árum síðar.
Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló í laginu en Jón Ólafsson sá um upptökur og annan hljóðfæraleik.
Hljóðblöndun önnuðust Albert Finnbogason og Jón Ólafsson. Myndband við lagið er gert af hinum slóvaska Patrik Ontkovic í Sundlauginni, hljóðveri sem hljómsveitin Sigurrós kom á laggirnar fyrir margt löngu.
Hér að neðan má sjá myndband við lagið.