Mercedes-Benz verðmætasta lúxusbílamerkið fjórða árið í röð Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. október 2020 07:00 Mercedes-Benz er fjórða árið í röð verðmætasta lúxusbílamerki í heimi. Vörumerki Mercedes-Benz er metið verðmætasta vörumerki lúxusbifreiða á árlegum lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerkin. Mercedes-Benz er í áttunda sæti á lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerki heims og eina evrópska fyrirtækið sem kemst á listann. Þetta er fjórða árið í röð sem Mercedes-Benz er metið verðmætasta lúxusbílamerki heims að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz er metið á um 50 milljarða dollara. Þetta er í 21 skipti sem bandaríska Interbrand stofnunin velur verðmætustu vörumerki heims en það þykir afar eftirsótt að komast á listann. Mercedes-Benz S-Class er lúxusvagn. „Við erum afar ánægð og stolt að halda efsta sætinu fjórða árið í röð yfir verðmætustu lúxusbílamerkin og vera enn eitt árið í topp 10 yfir verðmætustu vörumerki heims. Þetta er mikil viðurkenning og það hafa verið erfiðir tímar í bílageiranum um allan heim vegna Covid-19. Lykillinn að þessum góða árangri er að fyrirtækið horfir til þarfa viðskiptavina. Þessi viðurkenning staðfestir að Mercedes-Benz býður upp á framúrskarandi bíla og þjónustu,“ segir Bettina Fetzer, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Mercedes-Benz. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Vörumerki Mercedes-Benz er metið verðmætasta vörumerki lúxusbifreiða á árlegum lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerkin. Mercedes-Benz er í áttunda sæti á lista Interbrands yfir verðmætustu vörumerki heims og eina evrópska fyrirtækið sem kemst á listann. Þetta er fjórða árið í röð sem Mercedes-Benz er metið verðmætasta lúxusbílamerki heims að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Mercedes-Benz er metið á um 50 milljarða dollara. Þetta er í 21 skipti sem bandaríska Interbrand stofnunin velur verðmætustu vörumerki heims en það þykir afar eftirsótt að komast á listann. Mercedes-Benz S-Class er lúxusvagn. „Við erum afar ánægð og stolt að halda efsta sætinu fjórða árið í röð yfir verðmætustu lúxusbílamerkin og vera enn eitt árið í topp 10 yfir verðmætustu vörumerki heims. Þetta er mikil viðurkenning og það hafa verið erfiðir tímar í bílageiranum um allan heim vegna Covid-19. Lykillinn að þessum góða árangri er að fyrirtækið horfir til þarfa viðskiptavina. Þessi viðurkenning staðfestir að Mercedes-Benz býður upp á framúrskarandi bíla og þjónustu,“ segir Bettina Fetzer, aðstoðarforstjóri markaðsmála hjá Mercedes-Benz.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent