Búa sig undir La niña-aðstæður fram á næsta ár Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2020 11:04 Ummerki eftir fellibylinn Delta í Louisiana í Bandaríkjunum um miðjan október. La niña-ástand hefur meðal annars verið tengt við ákafari fellibyljatímabil í Mexíkóflóa. Vísir/EPA Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk. Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Veðurfyrirbrigðið La niña hefur myndast í Kyrrahafi og er búist við því að það hafi áhrif á hita, úrkomu og vindafar víða á jörðina fram á næsta ár. Reiknað er með að fyrirbrigðið hafi mest áhrif í Afríku, Mið- og Suðaustur-Asíu, í Kyrrahafi og í norðanverðri Suður-Ameríku. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. „Af því að Kyrrahafið er risastórt hefur þetta áhrif á stærri veðrakerfi. Það er mikið talað um að í La niña, vegna þess að þá er kaldari sjór á yfirborðinu, getur aukist mismunur á hita upp í heiðhvolfið sem veldur því að það verði meira uppstreymi og meiri fellibylir. Síðan er talað um að El niño dragi úr fellibyljum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) segir nú 90% líkur á að hiti í Kyrrahafinu í hitabeltinu verði í La niña-fasa út þetta ár. Aðstæðurnar gætu varað út fyrsta ársfjórðung næsta árs. Búist er við að styrkur kalda fasans verði í meðallagi eða mikill. Síðast átti sterk La niña sér stað veturinn 2010 til 2011 en miðlungsöflugur viðburður var veturinn á eftir. Aðstæður í Kyrrahafinu hafa verið hlutlausar í meira en ár fram að þessu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Vísir/Baldur 2020 verður enn á meðal hlýjustu ára í sögunni Þrátt fyrir að La niña hafi almennt kólnunaráhrif á meðalhita jarðar dugar náttúrulega sveiflan ekki til að vega upp á móti hnattrænni hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í tilkynningu frá WMO er haft eftir Petteri Taalas, forstjóra stofnunarinnar, að La niña-ár séu nú hlýrri en sterk El niño-ár fortíðarinnar. Þannig er enn gert ráð fyrir að árið 2020 verði eitt af hlýjustu árum mælingarsögunnar og að tímabilið 2016-2020 verði hlýjasta fimm ára tímabil í sögunni. „Það er ólíklegt að þetta verði til þess að það verði snögg breyting á meðalhita ársins 2020“, segir Elín Björk. El niño-aðstæður hafa verið tengdar við ákafari hitabylgjur. Þannig hafa ár þar sem sterkra El niño-áhrifa gætir verið á meðal þeirra hlýjustu sem hafa mælst. Elín Björk segir að La niña-ástandið nú gæti þannig mögulega dregið úr öfgum í hitabylgjum sem koma upp á meðan það varir. „Það er þá kannski von til þess að það verði ekki El niño ofan á loftslagsbreytingaástandið næsta árið,“ segir hún. Gæti ógnað matvælaöryggi í Austur-Afríku Það eru ekki síst áhrif La niña á úrkomu sem ríki í kringum Kyrrahaf finna helst fyrir. Nú er sagt útlit fyrir að úrkoma verði undir meðallagi á Horni Afríku og Mið-Asíu en að hún verði yfir meðallagi í Suðaustur-Asíu og norðanverðri Suður-Ameríku. Áhrifin sums staðar gætu verið alvarleg. WMO varar við því að La niña-ástandið nú hitti á mikilvægan úrkomu- og sáningartíma í stórum hluta austanverðrar Afríku. Þar er nú spáð þurrari aðstæðum en vanalega. Þurrkurinn gæti ógnað matvælaöryggi í heimshlutanum, ekki síst í ljósi mikils engisprettufaraldurs sem hefur geisað þar. Í Karíbahafi segir WMO að La niña geti aukið ákafa fellibyljatímabilsins og bendir á að tímabilið í ár hafi verið eitt það virkasta sem sögur fara af. Á móti telur stofnunin að fellibyljavirkni í Suðvestur-Indlandshafi gæti minnkað í kalda fasa Suður-Kyrrahafssveiflunnar. Ekki bein tengsl við vetrarveður á Íslandi Ólíklegt er að Íslendingar verði La niña-ástandsins varir í veðurfari enda órafjarri Kyrrahafinu við miðbaug. Elín Björk segir að engar beinar tengingar hafi verið gerðar á milli vetrarveðurs á Íslandi og La niña-fyrirbærisins. Áhrifin gætu þó verið óbein. „Það hlýnar þarna yfirborðssjórinn, það breytir einhverju um það hvernig loftstraumar liggja, hvert rakinn fer og mesti vindurinn. Þá breytir hann á endanum einhverju hjá okkur en okkur hefur ekki tekist að finna neins konar reglulegar breytingar eða ástand sem fylgir þessu á Íslandi,“ segir Elín Björk.
Veður Vísindi Loftslagsmál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira