Björn og Rut verðlaunuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 10:50 Eva Björk Harðardóttir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga afhendir Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni viðurkenningu fyrir menningarstarf að Kvoslæk. Dagskráin/Gunnar Páll Pálsson Hjónunum Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni að Kvoslæk í Fljótshlíð voru veitt Menningarverðlaun Suðurlands á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið er á fjarfundi í gær og í dag. Í tilkynningu segir að verðlaunin séu samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Er þetta í annað sinn sem þau eru veitt. Alls skiluðu sér inn fimmtán tilnefningar um 12 verkefni. „Samkeppni um verðlaun af þessu tagi er mikil enda menningarlíf á Suðurlandi blómlegt og valið var því erfitt. Mikil breidd var í tilnefningum og gæðum þeirra. Tilnefningarnar eru aðeins toppurinn á ísjakanum í því mikla menningarstarfi sem á sér stað í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að fiðluleikarinn Rut og fyrrverandi dómsmálaráðherra Björn hafi staðið fyrir menningarviðburðum á borð við tónleika og fyrirlestrarraðir frá árinu 2011. „Tónleikarnir eru klassísks eðlis og hafa Rut og Björn fengið til liðs við sig fólk bæði úr heimahéraði sem og af höfuðborgarsvæðinu til að flytja fyrir gesti tónverk eftir nokkra þekkta Íslendinga og Bach, Mozart, Mendelssohn svo eitthvað sé nefnt. Rut hefur auk þess átt í samstarfi við kirkjukóra frá Breiðabólstað og frá Odda og Þykkvabæ og hélt hópurinn tónleika í þrennum kirkjum á Suðurlandi. Hafa Rut og Björn lagt sig fram um að efla tónlistarstarf í sveitarfélaginu og hafa t.a.m. boðið nemendum Tónlistarskóla Rangæinga á tónleika, sem haldnir hafa verið í Hlöðunni að Kvoslæk, til að hvetja þau til frekara tónlistarnáms. Klassíska tónlistin sem ómar frá Kvoslæk lyftir fólki og menningunni með og stuðla þau Rut og Björn að fjölbreyttri menningarupplifun í sveitarfélaginu sem og Suðurlandi.“ Segir í rökstuðningi dómnefndar að hjónin á Kvoslæk hafi með drifkrafti sínum og eljusemi vakið verðskuldaða athygli á metnaðarfullum menningarviðburðum og hafi komið með ferskan innblástur í menningarlífið á staðnum. Menningarstarfsemi þeirra hafi vakið eftirtekt fyrir fjölbreytni og gefið jákvæða mynd af sunnlenskri menningu. Viðburðir þeirra hafi stuðlað að þátttöku íbúa á Suðurlandi og um leið laðað gesti að landshlutanum. Fyrirlestrarnir hafi í flestum tilvikum fjallað um efni sem tengjast Suðurlandi og þannig hafi þau einnig vakið athygli á menningararfi Sunnlendinga. Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hjónunum Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni að Kvoslæk í Fljótshlíð voru veitt Menningarverðlaun Suðurlands á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið er á fjarfundi í gær og í dag. Í tilkynningu segir að verðlaunin séu samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Er þetta í annað sinn sem þau eru veitt. Alls skiluðu sér inn fimmtán tilnefningar um 12 verkefni. „Samkeppni um verðlaun af þessu tagi er mikil enda menningarlíf á Suðurlandi blómlegt og valið var því erfitt. Mikil breidd var í tilnefningum og gæðum þeirra. Tilnefningarnar eru aðeins toppurinn á ísjakanum í því mikla menningarstarfi sem á sér stað í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að fiðluleikarinn Rut og fyrrverandi dómsmálaráðherra Björn hafi staðið fyrir menningarviðburðum á borð við tónleika og fyrirlestrarraðir frá árinu 2011. „Tónleikarnir eru klassísks eðlis og hafa Rut og Björn fengið til liðs við sig fólk bæði úr heimahéraði sem og af höfuðborgarsvæðinu til að flytja fyrir gesti tónverk eftir nokkra þekkta Íslendinga og Bach, Mozart, Mendelssohn svo eitthvað sé nefnt. Rut hefur auk þess átt í samstarfi við kirkjukóra frá Breiðabólstað og frá Odda og Þykkvabæ og hélt hópurinn tónleika í þrennum kirkjum á Suðurlandi. Hafa Rut og Björn lagt sig fram um að efla tónlistarstarf í sveitarfélaginu og hafa t.a.m. boðið nemendum Tónlistarskóla Rangæinga á tónleika, sem haldnir hafa verið í Hlöðunni að Kvoslæk, til að hvetja þau til frekara tónlistarnáms. Klassíska tónlistin sem ómar frá Kvoslæk lyftir fólki og menningunni með og stuðla þau Rut og Björn að fjölbreyttri menningarupplifun í sveitarfélaginu sem og Suðurlandi.“ Segir í rökstuðningi dómnefndar að hjónin á Kvoslæk hafi með drifkrafti sínum og eljusemi vakið verðskuldaða athygli á metnaðarfullum menningarviðburðum og hafi komið með ferskan innblástur í menningarlífið á staðnum. Menningarstarfsemi þeirra hafi vakið eftirtekt fyrir fjölbreytni og gefið jákvæða mynd af sunnlenskri menningu. Viðburðir þeirra hafi stuðlað að þátttöku íbúa á Suðurlandi og um leið laðað gesti að landshlutanum. Fyrirlestrarnir hafi í flestum tilvikum fjallað um efni sem tengjast Suðurlandi og þannig hafi þau einnig vakið athygli á menningararfi Sunnlendinga.
Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira