Gat ekki lofað Jota byrjunarliðssæti þrátt fyrir þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 08:31 Diogo Jota fékk að sjálfsögðu að eiga boltann eftir að hafa skorað þrennu gegn Atalanta í gær. getty/Emilio Andreoli Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í 0-5 sigri Liverpool á Atalanta í gær er Diogo Jota ekki öruggur með að byrja næsta leik Rauða hersins sem er gegn Manchester City á sunnudaginn. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað í fjórum leikjum í röð, alls sex mörk. Portúgalinn hefur allt í allt skorað sjö mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Liverpool á eftir Mohamed Salah sem hefur skorað níu mörk. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi þó ekki lofa Jota sæti í byrjunarliðinu í næsta leik Englandsmeistaranna. „Það er mikilvægt að hafa fleiri en ellefu leikmenn og í kvöld lék Diogo frábærlega. Hann byrjaði í kvöld, bæði vegna þess hversu vel hann hefur spilað og vegna þess hvernig Atalanta spilar og verst. Það var því rökrétt að nota hann,“ sagði Klopp eftir leikinn í Bergamo í gær. Á meðan Jota hefur skorað sjö mörk í vetur er Roberto Firmino, aðalframherji Liverpool, aðeins með eitt mark. Klopp ítrekaði samt mikilvægi Brasilíumannsins eftir leikinn í gær. „Góð frammistaða færir mér ekki jákvæðan höfuðverk. Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef ekki væri fyrir Firmino. Þrátt fyrir það þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu,“ sagði Klopp. „Hann verður í liðinu og svarið við spurningunni af hverju Liverpool er svona gott suma daga er vegna þess hvernig Firmino spilar. Á góðum degi er ómögulegt að verjast honum.“ Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark og er í afar vænlegri stöðu í D-riðli. Þá er Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30 Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00 Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa skorað þrennu í 0-5 sigri Liverpool á Atalanta í gær er Diogo Jota ekki öruggur með að byrja næsta leik Rauða hersins sem er gegn Manchester City á sunnudaginn. Jota hefur farið frábærlega af stað með Liverpool og skorað í fjórum leikjum í röð, alls sex mörk. Portúgalinn hefur allt í allt skorað sjö mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Liverpool á eftir Mohamed Salah sem hefur skorað níu mörk. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi þó ekki lofa Jota sæti í byrjunarliðinu í næsta leik Englandsmeistaranna. „Það er mikilvægt að hafa fleiri en ellefu leikmenn og í kvöld lék Diogo frábærlega. Hann byrjaði í kvöld, bæði vegna þess hversu vel hann hefur spilað og vegna þess hvernig Atalanta spilar og verst. Það var því rökrétt að nota hann,“ sagði Klopp eftir leikinn í Bergamo í gær. Á meðan Jota hefur skorað sjö mörk í vetur er Roberto Firmino, aðalframherji Liverpool, aðeins með eitt mark. Klopp ítrekaði samt mikilvægi Brasilíumannsins eftir leikinn í gær. „Góð frammistaða færir mér ekki jákvæðan höfuðverk. Við værum ekki einu sinni í Meistaradeildinni ef ekki væri fyrir Firmino. Þrátt fyrir það þarf ég að útskýra af hverju hann er ekki í liðinu,“ sagði Klopp. „Hann verður í liðinu og svarið við spurningunni af hverju Liverpool er svona gott suma daga er vegna þess hvernig Firmino spilar. Á góðum degi er ómögulegt að verjast honum.“ Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark og er í afar vænlegri stöðu í D-riðli. Þá er Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30 Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00 Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Hafa unnið alla leikina eftir að Van Dijk meiddist Þrátt fyrir mikla svartsýni eftir að Virgil van Dijk meiddist hefur Liverpool vegnað vel í fjarveru hans. 4. nóvember 2020 07:30
Sjáðu þrennu Jota, þrumufleyg Jesus og mörkin mikilvægu hjá Real Liverpool og Manchester City eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Meistaradeildinni. Real Madrid vann svo afar mikilvægan sigur á Inter á heimavelli. 4. nóvember 2020 07:00
Sýning hjá Liverpool í Bergamo Liverpool gerði góða ferð og rúmlega það til Bergamo á Ítalíu í kvöld en ensku meistararnir burstuðu Atalanta 5-0 í D-riðli Meistaradeildarinnar. 3. nóvember 2020 21:49