Johnny Depp segir skilið við Fantastic Beasts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 21:27 Johnny Depp hefur leikið stórt hlutverk í Fantastic Beasts kvikmyndaseríunni. Vísir/Getty Leikarinn Johnny Depp hefur ákveðið að segja skilið við Fantastic Beasts kvikmyndaseríuna. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að Depp tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn breska miðlinu The Sun vegna greinar sem hann birti þar sem Depp var sagður hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. Depp skrifaði aðdáendum sínum bréf sem hann birti á samfélagsmiðlum þar sem hann greindi frá því að hann hafi verið beðinn um að segja upp hlutverki sínu sem Gellert Grindelwald í Fantastic Beasts myndunum og sagðist hann „bera virðingu fyrir og vera sammála þeirri beiðni.“ Þá sagði hann meiðyrða dóminn „súrrealískan“ og sagðist ætla að áfrýja málinu. Warner Bros kvikmyndaverið staðfesti fráhvarf Depps og greindi frá því að annar leikari yrði fenginn í hans stað. Depp, sem er 57 ára gamall, höfðaði mál gegn The Sun, sem gjarnan er kallaður slúðurmiðill, vegna greinar sem birt var árið 2018. Í greininni var því haldið fram að hann hafi ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína Amber Heard. Niðurstaða dómsins var sú að staðhæfingarnar væru „efnislega sannar.“ View this post on Instagram A post shared by Johnny Depp (@johnnydepp) on Nov 6, 2020 at 8:15am PST Depp kom stuttlega fram í kvikmyndinni Fantastic Beasts and Where to Find Them, sem gefin var út árið 2016, sem Grindelwald og lék sömu persónu í framhaldsmyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald sem kom út árið 2018. Myndirnar eru hluti af Harry Potter sagnaheiminum og gerast fyrir tíma galdramannsins unga. Myndirnar eru byggðar á bókum eftir JK Rowling. Þriðja kvikmyndin í seríunni er nú í vinnslu og verður hún frumsýnd sumarið 2022. Meiðyrðamálið er hluti af stærra máli, um að heimilisofbeldi hafi farið fram í sambandi Depps og Heard á árunum 2013 til 2016, þar til hjónin skyldu. Dómarinn í máli Depps gegn The Sun komst að þeirri niðurstöðu að 12 af 14 meintum ofbeldistilvikum sem koma fram í málinu hafi átt sér stað. Depp er einnig í málaferlum í Bandaríkjunum gegn Heard vegna skoðanagreinar sem hún skrifaði og birtist í the Washington Post. Bretland Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Johnny Depp hefur ákveðið að segja skilið við Fantastic Beasts kvikmyndaseríuna. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að Depp tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn breska miðlinu The Sun vegna greinar sem hann birti þar sem Depp var sagður hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. Depp skrifaði aðdáendum sínum bréf sem hann birti á samfélagsmiðlum þar sem hann greindi frá því að hann hafi verið beðinn um að segja upp hlutverki sínu sem Gellert Grindelwald í Fantastic Beasts myndunum og sagðist hann „bera virðingu fyrir og vera sammála þeirri beiðni.“ Þá sagði hann meiðyrða dóminn „súrrealískan“ og sagðist ætla að áfrýja málinu. Warner Bros kvikmyndaverið staðfesti fráhvarf Depps og greindi frá því að annar leikari yrði fenginn í hans stað. Depp, sem er 57 ára gamall, höfðaði mál gegn The Sun, sem gjarnan er kallaður slúðurmiðill, vegna greinar sem birt var árið 2018. Í greininni var því haldið fram að hann hafi ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína Amber Heard. Niðurstaða dómsins var sú að staðhæfingarnar væru „efnislega sannar.“ View this post on Instagram A post shared by Johnny Depp (@johnnydepp) on Nov 6, 2020 at 8:15am PST Depp kom stuttlega fram í kvikmyndinni Fantastic Beasts and Where to Find Them, sem gefin var út árið 2016, sem Grindelwald og lék sömu persónu í framhaldsmyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald sem kom út árið 2018. Myndirnar eru hluti af Harry Potter sagnaheiminum og gerast fyrir tíma galdramannsins unga. Myndirnar eru byggðar á bókum eftir JK Rowling. Þriðja kvikmyndin í seríunni er nú í vinnslu og verður hún frumsýnd sumarið 2022. Meiðyrðamálið er hluti af stærra máli, um að heimilisofbeldi hafi farið fram í sambandi Depps og Heard á árunum 2013 til 2016, þar til hjónin skyldu. Dómarinn í máli Depps gegn The Sun komst að þeirri niðurstöðu að 12 af 14 meintum ofbeldistilvikum sem koma fram í málinu hafi átt sér stað. Depp er einnig í málaferlum í Bandaríkjunum gegn Heard vegna skoðanagreinar sem hún skrifaði og birtist í the Washington Post.
Bretland Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi. 2. nóvember 2020 12:16
Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23
Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14