Enski boltinn

Liverpool horfir til Mílanó til að fylla skarð Dijk

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skriniar er einn besti miðvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Skriniar er einn besti miðvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er sagður horfa til Mílanóborgar með það fyrir augum að fylla skarð hollenska varnarmannsins Virgil van Dijk sem mun líklega ekki spila meira á þessari leiktíð vegna meiðsla.

Ef marka má ensku dagblöðin í dag mun Liverpool leitast eftir því að fá Milan Skriniar frá Inter Milan þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Skriniar hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktíð eftir að hafa verið í algjöru lykilhlutverki í varnarleik liðsins undanfarin ár.

Hefur kórónuveiran haft mikil áhrif á tímabilið hjá Skriniar eftir að hann greindist með hana í heimalandi sínu, Slóvakíu, fyrr í vetur og þurfti hann að dvelja í sóttkví í heimalandinu í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×