„Eigum samt enn langt í land“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 07:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir, Heimsþing kvenleiðtoga Vísir/Vilhelm „Það er einfaldlega enn verk að vinna þegar kemur að jafnrétti karla og kvenna. Þetta á sérstaklega við um íslenskt atvinnulíf og nýleg greining Creditinfo staðfestir að tæplega fjórðungur framkvæmdastjóra eru konur. Þetta er enn frekar staðfest með því hversu margar hindranir virðast enn vera til staðar, þar sem heimilisstörf og barnauppeldi hvíla enn mun þyngra á konum en körlum,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir og bætir við: „Karlar í stjórnunarstöðum eru einnig líklegri að eiga maka sem vinna færri stundir og taka þannig frekar ábyrgð á heimilinu, en makar kvenna sem eru í stjórnunarstöðum.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Heimsþingið er í þetta sinn haldið á netinu en þátttakendur eru yfir 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum í yfir 100 löndum. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Heimsþingsins, auk þess að starfa fyrir UN Women. Er Ísland best í heimi? Hanna Birna segist stolt af Íslandi sem fyrirmynd annarra þjóða. „Ég er endalaust stolt af því að vera íslensk kona og tilheyra samfélagi sem í samanburði við önnur lönd er framsækið og til fyrirmyndar. Í störfum mínum fyrir UN Women, líkt og sem stjórnarfomaður Heimsþings kvenleiðtoga líður varla sá dagur að ég sé ekki spurð hvernig við á Íslandi förum að því að ná þessum árangri.“ En betur má ef duga skal. „Ég hika auðvitað ekki við að segja að Ísland sé best í heimi hvað þetta varðar, en bæti því líka við að við eigum samt enn langt í land sem staðfestir bara hvernig staðan er annars staðar,“ segir Hanna Birna og bætir við: „Og mér finnst það styrkur okkar Íslendinga; að fagna því sem vel er gert en viðurkenna líka við viljum gera enn betur.“ Að mati Hönnu Birnu er þróun kvenna í leiðtogastöður í alþjóðlegum fyrirtækjum að hreyfast alltof hægt. Konur sem leiða stærstu fyrirtæki heims eru enn undir 10%. Það er auðvitað óviðunandi og jafnvel lægra en það hlutfall sem við sjáum í stjórnmálum. Þetta virðist því haldast nokkuð í hendur og ég er sannfærð um að kjör Kamillu Harris sem varaforseta Bandaríkjanna muni skipta máli,“ segir Hanna Birna. Að hennar mati felst helsta hindrunin í baráttunni í löngu úreltum hugmynd um hverjir eiga að vera eða geta verið leiðtogar. „Það er í raun ótrúlegt að kona sé fyrst núna að ná slíkum árangri í bandarískum stjórnmálum en sú staðreynd endurspeglar mikilvægi jafnréttisbaráttunnar. Ég er sannfærð um kjör hennar í þetta valdamikla embætti muni skipta máli og verða einn þeirra áfanga sem vonandi opnar dyr fyrir enn fleiri konur.“ En finnst þér eitthvað hafa breyst á þeim þremur árum sem þú hefur verið í forsvari fyrir WPL hvað varðar konur og atvinnulíf? ,,Auðvitað koma tímar þar sem mér finnst lítið þokast, en því stærra sem umhverfið sem ég vinn í verður, því þakklátari verð ég fyrir það sem við höfum og erum. Mér finnst öllu skipta að viðurkenna vandann, ákveða að við viljum gera betur, sjá öll þau sameiginlegu tækifæri og hagsmuni sem felast í auknu jafnrétti kynjanna, fyrir karla og konur, og nýta svo þá þekkingu og reynslu til að taka stærri skref,“ segir Hanna Birna. Hún segist sem betur fer enn trúa því að flest í mannlegu samfélagi sé betra í dag en það var í gær. Ef hún tryði því ekki, væri hún eflaust löngu ætt að taka slaginn fyrir jafnrétti kynjanna. Og já, mér finnst hlutirnir vera að færast til betri vegar og mér finnst íslenskt atvinnulíf vilja og skilja að þar þurfa konur og karlar að hafa sömu tækifæri. Ég vildi bara óska að það gerist hraðar og fagna ekki sigri fyrr en hlutfall karla og kvenna á þeim vettvangi er orðið jafnt,“ segir Hanna Birna. Jafnréttismál Stjórnun Vinnumarkaður Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Það er einfaldlega enn verk að vinna þegar kemur að jafnrétti karla og kvenna. Þetta á sérstaklega við um íslenskt atvinnulíf og nýleg greining Creditinfo staðfestir að tæplega fjórðungur framkvæmdastjóra eru konur. Þetta er enn frekar staðfest með því hversu margar hindranir virðast enn vera til staðar, þar sem heimilisstörf og barnauppeldi hvíla enn mun þyngra á konum en körlum,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir og bætir við: „Karlar í stjórnunarstöðum eru einnig líklegri að eiga maka sem vinna færri stundir og taka þannig frekar ábyrgð á heimilinu, en makar kvenna sem eru í stjórnunarstöðum.“ Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Heimsþingið er í þetta sinn haldið á netinu en þátttakendur eru yfir 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum í yfir 100 löndum. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Heimsþingsins, auk þess að starfa fyrir UN Women. Er Ísland best í heimi? Hanna Birna segist stolt af Íslandi sem fyrirmynd annarra þjóða. „Ég er endalaust stolt af því að vera íslensk kona og tilheyra samfélagi sem í samanburði við önnur lönd er framsækið og til fyrirmyndar. Í störfum mínum fyrir UN Women, líkt og sem stjórnarfomaður Heimsþings kvenleiðtoga líður varla sá dagur að ég sé ekki spurð hvernig við á Íslandi förum að því að ná þessum árangri.“ En betur má ef duga skal. „Ég hika auðvitað ekki við að segja að Ísland sé best í heimi hvað þetta varðar, en bæti því líka við að við eigum samt enn langt í land sem staðfestir bara hvernig staðan er annars staðar,“ segir Hanna Birna og bætir við: „Og mér finnst það styrkur okkar Íslendinga; að fagna því sem vel er gert en viðurkenna líka við viljum gera enn betur.“ Að mati Hönnu Birnu er þróun kvenna í leiðtogastöður í alþjóðlegum fyrirtækjum að hreyfast alltof hægt. Konur sem leiða stærstu fyrirtæki heims eru enn undir 10%. Það er auðvitað óviðunandi og jafnvel lægra en það hlutfall sem við sjáum í stjórnmálum. Þetta virðist því haldast nokkuð í hendur og ég er sannfærð um að kjör Kamillu Harris sem varaforseta Bandaríkjanna muni skipta máli,“ segir Hanna Birna. Að hennar mati felst helsta hindrunin í baráttunni í löngu úreltum hugmynd um hverjir eiga að vera eða geta verið leiðtogar. „Það er í raun ótrúlegt að kona sé fyrst núna að ná slíkum árangri í bandarískum stjórnmálum en sú staðreynd endurspeglar mikilvægi jafnréttisbaráttunnar. Ég er sannfærð um kjör hennar í þetta valdamikla embætti muni skipta máli og verða einn þeirra áfanga sem vonandi opnar dyr fyrir enn fleiri konur.“ En finnst þér eitthvað hafa breyst á þeim þremur árum sem þú hefur verið í forsvari fyrir WPL hvað varðar konur og atvinnulíf? ,,Auðvitað koma tímar þar sem mér finnst lítið þokast, en því stærra sem umhverfið sem ég vinn í verður, því þakklátari verð ég fyrir það sem við höfum og erum. Mér finnst öllu skipta að viðurkenna vandann, ákveða að við viljum gera betur, sjá öll þau sameiginlegu tækifæri og hagsmuni sem felast í auknu jafnrétti kynjanna, fyrir karla og konur, og nýta svo þá þekkingu og reynslu til að taka stærri skref,“ segir Hanna Birna. Hún segist sem betur fer enn trúa því að flest í mannlegu samfélagi sé betra í dag en það var í gær. Ef hún tryði því ekki, væri hún eflaust löngu ætt að taka slaginn fyrir jafnrétti kynjanna. Og já, mér finnst hlutirnir vera að færast til betri vegar og mér finnst íslenskt atvinnulíf vilja og skilja að þar þurfa konur og karlar að hafa sömu tækifæri. Ég vildi bara óska að það gerist hraðar og fagna ekki sigri fyrr en hlutfall karla og kvenna á þeim vettvangi er orðið jafnt,“ segir Hanna Birna.
Jafnréttismál Stjórnun Vinnumarkaður Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00 Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Konur taka við af konum sem framkvæmdastjórar Konur eru líklegri til að taka við konum sem framkvæmdastjórar en þróunin er hæg segir Brynja Baldursdóttir meðal annars í viðtali um greiningu Creditinfo á kynjahlutföllum stjórnenda í Framúrskarandi fyrirtækjum. 28. október 2020 07:00
Mikil vonbrigði, dapurlegt, hryggilegt og hundfúlt Dapurlegar, hryggilegar og hundfúlar niðurstöður segja viðmælendur Atvinnulífsins á Vísi um 13% hlutfall kvenna sem framkvæmdastjórar í Framúrskarandi fyrirtækjum. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur þurfa að taka ákvörðun um breytingar. 28. október 2020 11:01
Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01