Þurfum að sætta okkur við að hlutirnir munu breytast Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 10:00 Selma Kristjánsdóttir. Vísir/Vilhelm „Þessar niðurstöður þurfa ekki endilega að gefa til kynna að við þurfum öll að taka okkur á í hugbúnaðarþróun eða forritunarmáli, öllu heldur benda niðurstöðurnar á hversu framandi orðræðan getur verið og gefa kannski vísbendingar um hvort ekki er vert að skoða það nánar,“ segir Selma Kristjánsdóttir sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR um niðurstöður Stafræna hæfnishjólsins sem VR tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi í annað sinn. Stafræna hæfnihjólið skilar persónubundinni kortlagningu á stafrænni hæfni þannig að einstaklingar geti gert sér betur grein fyrir því hvernig þeir geta eflt sig í eigin stafrænni hæfni. Viðhorf er hér einn mikilvægasti þátturinn og jafnframt sá erfiðasti að vinna með, því flest stjórnumst við af viðhorfum okkar. Breytt viðhorf kallar oft á breyttar venjur, aukið traust og meiri virkni. Að sætta sig við að hlutir muni breytast og þora að horfa á hlutina út frá nýju sjónarhorni og að undirbúa sjálfan sig í að vilja prófa,“ segir Selma. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um vélrænt nám annars vegar og stafræna hæfni einstaklinga hins vegar. Flestir eru Stafrænir kandídatar Þegar VR tók saman niðurstöður úr Stafræna hæfnihjólinu fyrir Atvinnulífið á Vísi í byrjun mars, höfðu um þrjúþúsund manns tekið prófið. Í dag er fjöldi þátttakenda rúmlega fimm þúsund manns. Prófið byggir á dönskum grunni og er búið til af Center for digital dannelse sem frá árinu 2009 hefur einbeitt sér að málefnum er varða stafræna hæfni og fræðslu því tengdu. Prófið er öllum opið og er á íslensku. Prófið er hægt að taka með því að smella hér. Nýjustu tölur sýna að 28,7% þáttakenda falla í flokk Stafræns kandídats og 71,3% í aðra flokka. Þetta eru svipaðar niðurstöður og tölur sýndu í mars síðastliðnum. Niðurstöður nóvember 2020, Stafræna hjólið. Skilgreining á stafrænum kandídat er einstaklingur sem getur t.d. rökrætt og sett fram spurningar um stafræn hugtök og hefur sjálfstæði til að prófa sig áfram með nýja tækni. Beitir Tæplega þriðjungur þátttakenda teljast Stafrænir kandídatar samkvæmt niðurstöðum Stafræna hjólsins. rökhugsun við greiningu og lausn vandamála, og getur til dæmis brotið stafrænt fyrirbæri niður í smærri hluta og unnið sig í gegnum þá skref fyrir skref. Nánar um niðurstöður Að sögn Selmu er hlutfall kynja meðal þátttakenda nokkuð jafnt en þátttakan eykst með auknum aldri og nær hámarki í aldurshópnum 45-54 ára. Áhugavert er að sjá að þeir þættir sem falla undir Framkvæmd skila lægsta skorinu. „Heildarniðurstöður í Framkvæmd sýna 69% hæfni en þegar betur er rýnt í undirþættina má sérstaklega sjá áberandi mun á hæfni í sjálfvirknivæðingu, og framkvæmd og gagnavinnslu. Þar á bakvið er hæfni sem snýr að hugbúnaðarþróun, tæknimiðaðri sköpun og forritunarmáli svo eitthvað sé nefnt,“ segir Selma og bendir á að til að auka á þessa hæfni eru námsþættirnir helst þrír en þeir eru: þekking, leikni og viðhorf. Flokkurinn Framkvæmd fær lægsta skorið í niðurstöðum um hæfni þátttakenda sem hafa tekið prófið. Stuðningur við fólk og fyrirtæki Nýverið kynntu VR og SVÞ áskorun til að hraða stafrænni þróun hjá fyrirtækjum og starfsfólki en áskorunin er sögð viðbragð til að bregðast við ,,dræmri stöðu” Íslands hvað varðar stafræna hæfni. En hvað í þessari áskorun á að nýtast fólki? Þrátt fyrir að niðurstöður Stafræna hæfnihjólsins sýni að þeir sem hafa þreytt sjálfsmatið meti sig með ágætis stafræna hæfni, þá eru ýmsar vísbendingar sem sýna að það er vegur að vinna fyrir íslensk fyrirtæki í átt að stafrænni umbreytingu,“ segir Selma. Meðal aðgerða sem VR, SVÞ og Háskólinn í Reykjavík stefna að er að setja á fót Stafrænt hæfnisetur sem hefur það markmið að auka vitund einstaklinga um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á störf og vinnumarkaðinn. „Hluti af því verður að bjóða upp á fræðslu og námsefni á netinu sem á að nýtast einstaklingum og fyrirtækjum. Þar verða bæði upplýsingar og fræðsla um það hvað fjórða iðnbyltingin og stafræn umbreyting er, en líka námsefni um ákveðna afmarkaðri þætti,“ segir Selma. Selma segir áhuga fólks og fyrirtækja vera til staðar því fleiri sækja nú viðburði og námskeið sem í boði eru rafrænt en áður. Þar bendir Selma sérstaklega á að fólk geti nýtt réttindi sín í starfsmenntasjóðum, t.d. til að fara í starfstengda markþjálfun, kaupa áskrift að efnisveitu með starfstengdri fræðslu á netinu, fara á sjálfstyrkingarnámskeið og fleira. Þá mun nýr starfsþróunarvefur fara í loftið fljótlega á vegum félagsins, þar sem hægt verður að finna ýmsar upplýsingar fyrir þá sem vilja huga að starfsþróun sinni. Selma hvetur fólk sem vill efla sig í stafrænni hæfni til að kynna sér þau námskeið sem eru í boði. Nefnir hún sem dæmi námskeiðið Starfsmaður 21.aldarinnar sem Mímir hefur þróað og er félagsmönnum að kostnaðarlausu og frí kennslumyndbönd sem unnin eru út frá grunni Stafræna hæfnihjólsins sem Fræðslusetrið Starfsmennt býður upp á. En fyrirtæki þurfa líka stuðning. Hluti af þjónustu setursins verður að bjóða fyrirtækjum upp á Stafrænan ráðgjafa að láni sem aðstoðar þau við að verða stafræn. Það snýst ekki um að innleiða eitt kerfi, eða að afmarkaðar deildir svo sem upplýsingatæknideild taki það verkefni að sér, heldur að innleiða heildræna sýn fyrir allt fyrirtækið. Þá mun fyrirtækið einnig fá aðstoð við að bjóða starfsfólki sínu upp á viðeigandi fræðslu og hvatningu. Hvatningin er mikilvægust, það þarf að vekja forvitni hjá fólkinu um þessar nýju leiðir og sannfæra þá sem eru smeykir um trú á sína eigin getu til þess að takast á við tæknina,“ segir Selma. Selma segir það vera ljóst að engin ein aðgerð eða eitt verkefni muni gera gæfumuninn í þeirri vegferð að auka stafræna hæfni heillrar þjóðar. Heldur eru það sameinaðir kraftar, hvatning, áskorun og stuðningur margra að sama markmiði sem mun leiða af sér aukna meðvitund um stafræna hæfni einstaklinga og aukinn hvata þeirra til þess að vera virkari þátttakandi í nútímasamfélagi. Starfsframi Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Þessar niðurstöður þurfa ekki endilega að gefa til kynna að við þurfum öll að taka okkur á í hugbúnaðarþróun eða forritunarmáli, öllu heldur benda niðurstöðurnar á hversu framandi orðræðan getur verið og gefa kannski vísbendingar um hvort ekki er vert að skoða það nánar,“ segir Selma Kristjánsdóttir sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR um niðurstöður Stafræna hæfnishjólsins sem VR tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi í annað sinn. Stafræna hæfnihjólið skilar persónubundinni kortlagningu á stafrænni hæfni þannig að einstaklingar geti gert sér betur grein fyrir því hvernig þeir geta eflt sig í eigin stafrænni hæfni. Viðhorf er hér einn mikilvægasti þátturinn og jafnframt sá erfiðasti að vinna með, því flest stjórnumst við af viðhorfum okkar. Breytt viðhorf kallar oft á breyttar venjur, aukið traust og meiri virkni. Að sætta sig við að hlutir muni breytast og þora að horfa á hlutina út frá nýju sjónarhorni og að undirbúa sjálfan sig í að vilja prófa,“ segir Selma. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um vélrænt nám annars vegar og stafræna hæfni einstaklinga hins vegar. Flestir eru Stafrænir kandídatar Þegar VR tók saman niðurstöður úr Stafræna hæfnihjólinu fyrir Atvinnulífið á Vísi í byrjun mars, höfðu um þrjúþúsund manns tekið prófið. Í dag er fjöldi þátttakenda rúmlega fimm þúsund manns. Prófið byggir á dönskum grunni og er búið til af Center for digital dannelse sem frá árinu 2009 hefur einbeitt sér að málefnum er varða stafræna hæfni og fræðslu því tengdu. Prófið er öllum opið og er á íslensku. Prófið er hægt að taka með því að smella hér. Nýjustu tölur sýna að 28,7% þáttakenda falla í flokk Stafræns kandídats og 71,3% í aðra flokka. Þetta eru svipaðar niðurstöður og tölur sýndu í mars síðastliðnum. Niðurstöður nóvember 2020, Stafræna hjólið. Skilgreining á stafrænum kandídat er einstaklingur sem getur t.d. rökrætt og sett fram spurningar um stafræn hugtök og hefur sjálfstæði til að prófa sig áfram með nýja tækni. Beitir Tæplega þriðjungur þátttakenda teljast Stafrænir kandídatar samkvæmt niðurstöðum Stafræna hjólsins. rökhugsun við greiningu og lausn vandamála, og getur til dæmis brotið stafrænt fyrirbæri niður í smærri hluta og unnið sig í gegnum þá skref fyrir skref. Nánar um niðurstöður Að sögn Selmu er hlutfall kynja meðal þátttakenda nokkuð jafnt en þátttakan eykst með auknum aldri og nær hámarki í aldurshópnum 45-54 ára. Áhugavert er að sjá að þeir þættir sem falla undir Framkvæmd skila lægsta skorinu. „Heildarniðurstöður í Framkvæmd sýna 69% hæfni en þegar betur er rýnt í undirþættina má sérstaklega sjá áberandi mun á hæfni í sjálfvirknivæðingu, og framkvæmd og gagnavinnslu. Þar á bakvið er hæfni sem snýr að hugbúnaðarþróun, tæknimiðaðri sköpun og forritunarmáli svo eitthvað sé nefnt,“ segir Selma og bendir á að til að auka á þessa hæfni eru námsþættirnir helst þrír en þeir eru: þekking, leikni og viðhorf. Flokkurinn Framkvæmd fær lægsta skorið í niðurstöðum um hæfni þátttakenda sem hafa tekið prófið. Stuðningur við fólk og fyrirtæki Nýverið kynntu VR og SVÞ áskorun til að hraða stafrænni þróun hjá fyrirtækjum og starfsfólki en áskorunin er sögð viðbragð til að bregðast við ,,dræmri stöðu” Íslands hvað varðar stafræna hæfni. En hvað í þessari áskorun á að nýtast fólki? Þrátt fyrir að niðurstöður Stafræna hæfnihjólsins sýni að þeir sem hafa þreytt sjálfsmatið meti sig með ágætis stafræna hæfni, þá eru ýmsar vísbendingar sem sýna að það er vegur að vinna fyrir íslensk fyrirtæki í átt að stafrænni umbreytingu,“ segir Selma. Meðal aðgerða sem VR, SVÞ og Háskólinn í Reykjavík stefna að er að setja á fót Stafrænt hæfnisetur sem hefur það markmið að auka vitund einstaklinga um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á störf og vinnumarkaðinn. „Hluti af því verður að bjóða upp á fræðslu og námsefni á netinu sem á að nýtast einstaklingum og fyrirtækjum. Þar verða bæði upplýsingar og fræðsla um það hvað fjórða iðnbyltingin og stafræn umbreyting er, en líka námsefni um ákveðna afmarkaðri þætti,“ segir Selma. Selma segir áhuga fólks og fyrirtækja vera til staðar því fleiri sækja nú viðburði og námskeið sem í boði eru rafrænt en áður. Þar bendir Selma sérstaklega á að fólk geti nýtt réttindi sín í starfsmenntasjóðum, t.d. til að fara í starfstengda markþjálfun, kaupa áskrift að efnisveitu með starfstengdri fræðslu á netinu, fara á sjálfstyrkingarnámskeið og fleira. Þá mun nýr starfsþróunarvefur fara í loftið fljótlega á vegum félagsins, þar sem hægt verður að finna ýmsar upplýsingar fyrir þá sem vilja huga að starfsþróun sinni. Selma hvetur fólk sem vill efla sig í stafrænni hæfni til að kynna sér þau námskeið sem eru í boði. Nefnir hún sem dæmi námskeiðið Starfsmaður 21.aldarinnar sem Mímir hefur þróað og er félagsmönnum að kostnaðarlausu og frí kennslumyndbönd sem unnin eru út frá grunni Stafræna hæfnihjólsins sem Fræðslusetrið Starfsmennt býður upp á. En fyrirtæki þurfa líka stuðning. Hluti af þjónustu setursins verður að bjóða fyrirtækjum upp á Stafrænan ráðgjafa að láni sem aðstoðar þau við að verða stafræn. Það snýst ekki um að innleiða eitt kerfi, eða að afmarkaðar deildir svo sem upplýsingatæknideild taki það verkefni að sér, heldur að innleiða heildræna sýn fyrir allt fyrirtækið. Þá mun fyrirtækið einnig fá aðstoð við að bjóða starfsfólki sínu upp á viðeigandi fræðslu og hvatningu. Hvatningin er mikilvægust, það þarf að vekja forvitni hjá fólkinu um þessar nýju leiðir og sannfæra þá sem eru smeykir um trú á sína eigin getu til þess að takast á við tæknina,“ segir Selma. Selma segir það vera ljóst að engin ein aðgerð eða eitt verkefni muni gera gæfumuninn í þeirri vegferð að auka stafræna hæfni heillrar þjóðar. Heldur eru það sameinaðir kraftar, hvatning, áskorun og stuðningur margra að sama markmiði sem mun leiða af sér aukna meðvitund um stafræna hæfni einstaklinga og aukinn hvata þeirra til þess að vera virkari þátttakandi í nútímasamfélagi.
Starfsframi Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00 Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00 Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08 Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Fjórða iðnbyltingin kallar á nýja þekkingu starfsfólks sem starfsfólk hefur ekki í dag. Því þurfa fyrirtæki að vera undir það búin að brúa ákveðið tímabil þar sem þekkingu vantar. 1. september 2020 09:00
Segir mikilvægt að atvinnulífið búi sig undir að læra nýja hluti Margir óttast að róbótar yfirtaki störf sín samkvæmt nýrri mannauðsskýrslu Deloitte sem m.a. byggir á svörum þúsunda starfsmanna um allan heim. 15. september 2020 09:00
Störfum í hátæknivöruhúsi fækkar en ný störf verða til Nýtt hátæknivörurhús hefur verið tekið í notkun hjá Innnes. Þar munu róbótar taka við ýmsum verkefnum og störfum fækkar. En ný störf verða einnig til. 13. október 2020 08:08
Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00
Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00