Rafbílaframleiðandinn Arrival ætlar á markað Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. nóvember 2020 07:00 Bílar frá Arrival. Breski rafbilaframleiðandinn Arrival, sem framleiðir rafknúna sendibíla er á leiðinni á markað í Bandaríkjunum með verðmat upp á 5,4 milljarða dollara eða um735 milljarða íslenskra króna, eftir samruna við CIIG. CIIG er félag sem sérhæfir sig í að safna fé á hlutabréfamarkaði og hefur áður unnið með rafbílasprotum eins og Nikola og Fisker. CIIG mun fara með 12 prósent hlut í Arrivel og aðrir hluthafar því 88 prósent, meðal þeirra eru Hyundai og UPS, póstþjónustan. Áætlað er að félagið geti með skráningunni safnað allt að 660 milljónum dollara eða um 90 milljörðum króna. Félagið hefur þegar náð í 118 milljón dollara, um 16 milljarða fjárfestingu frá BlackRock í október. UPS hefur þegar pantað um 10.000 rafsendibíla frá Arrival með möguleika á að tvöfalda þá pöntun. Bílarnir sem UPS fær verða búnir vélbúnaði til að vera sjálfkeyrandi. „Hugbúnaðinn er hægt að uppfæra þegar hann verður reiðubúinn,“ sagði Avinash Rugoorbur, forseti Arrival. Vistvænir bílar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent
Breski rafbilaframleiðandinn Arrival, sem framleiðir rafknúna sendibíla er á leiðinni á markað í Bandaríkjunum með verðmat upp á 5,4 milljarða dollara eða um735 milljarða íslenskra króna, eftir samruna við CIIG. CIIG er félag sem sérhæfir sig í að safna fé á hlutabréfamarkaði og hefur áður unnið með rafbílasprotum eins og Nikola og Fisker. CIIG mun fara með 12 prósent hlut í Arrivel og aðrir hluthafar því 88 prósent, meðal þeirra eru Hyundai og UPS, póstþjónustan. Áætlað er að félagið geti með skráningunni safnað allt að 660 milljónum dollara eða um 90 milljörðum króna. Félagið hefur þegar náð í 118 milljón dollara, um 16 milljarða fjárfestingu frá BlackRock í október. UPS hefur þegar pantað um 10.000 rafsendibíla frá Arrival með möguleika á að tvöfalda þá pöntun. Bílarnir sem UPS fær verða búnir vélbúnaði til að vera sjálfkeyrandi. „Hugbúnaðinn er hægt að uppfæra þegar hann verður reiðubúinn,“ sagði Avinash Rugoorbur, forseti Arrival.
Vistvænir bílar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent