Enski boltinn

Áhorfendum gæti verið bannað að hrópa, syngja og drekka á leikjum á Englandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þessi stuðningsmaður Crystal Palace verður að vera rólegri að hann ætlar að fá horfa á sína menn úr stúkunni á Selhurst Park.
Þessi stuðningsmaður Crystal Palace verður að vera rólegri að hann ætlar að fá horfa á sína menn úr stúkunni á Selhurst Park. getty/Clive Rose

Stefnt er að því að leyfa allt að fjögur þúsund áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra á Englandi frá og með 2. desember. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið leikið fyrir luktum dyrum á Englandi undanfarna mánuði.

Áhorfendur á leikjum geta þó ekki hagað sér eins og venjulega á leikjum. Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla gæti áhorfendum verið bannað að hrópa, syngja og drekka áfengi þegar þeir mæta aftur á leiki.

Borgum og landshlutum í Bretlandi hefur verið skipt upp í þrjú stig eftir smithættu. Á stigi eitt mega allt að fjögur þúsund áhorfendur mæta á leiki, tvö þúsund áhorfendur á stigi tvö en engir áhorfendur á stigi eitt. 

Liverpool og Manchester eru meðal borga sem eru á stigi eitt og því verður einhver bið á liðin þar í borgum geti tekið á móti áhorfendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×