Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. desember 2020 07:00 Við getum staðið okkur betur ef hausinn er ekki stanslaust á milljón. Vísir/Getty Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? Það hljómar kannski skringilega að hvetja fólk til þess að leggja sig ekki 100% fram við vinnu. En skrif Ástralans Tim Dennings gera það þó og hafa vakið athygli. Hvers vegna? Jú eflaust vegna þess að það eru svo margir sem þekkja það að vinna alltof mikið. Sumir viðurkenna það, að minnsta kosti með sjálfum sér, að vera vinnualkar og/eða gjarnir á að taka vinnuna fram yfir einkalífið því vinnan er hreinlega svooooo skemmtileg! En hvað getur gerst ef við vinnum endalaust of mikið? Kulnun. Neikvæð áhrif á parsambönd eða fjölskyldulíf. Andleysi. Orkuleysi. Vöðvabólga. Fleira? Umræddur Denning skrifar að öllu jafna um persónulega starfsþróun fólks og frumkvöðla. Hann viðurkennir að vinna sjálfur of mikið og kann of oft ekki að gera skil á milli vinnu, áhugamála og einkalífs. Það sem hann segist hafa áttað sig á er að það að leggja sig alltaf 100% fram, endar oft þannig að þú nærð ekki markmiðum þínum. Hvernig má það vera? Jú. Ef þú ert alltaf á smá yfirsnúning, í áreynslu eða kapphlaupi við tímann, getur þú endað með því að vera með svo marga bolta á lofti að þú nærð ekki að sinna neinu mjög vel en sinnir öllu ágætlega. Með því að draga aðeins úr áreynslunni og vinna með hugarfarinu „ég legg mig 85% fram,“ slærðu aðeins á kröfunum til sjálfs þíns og ferð að vinna í allt öðru flæði. Tempóið verður öðruvísi. Hausinn hættir að vera alltaf á milljón. Einbeitingin verður betri. Vinnan skilvirkari. Því þegar hugurinn róast, vinnum við betur, vöndum okkur meir og erum yfirvegaðari við hverja ákvarðanatöku. Þá mælir Denning einnig með því að fólk sé duglegra við að taka ekki að sér óþarfa verkefni, þiggja boð sem þeim langar ekkert rosalega að þiggja og muna eftir því að taka sér stuttar pásur yfir daginn. Skilaboð Denning í stuttu máli: Slakaðu aðeins á! Góðu ráðin Tengdar fréttir Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Það hljómar kannski skringilega að hvetja fólk til þess að leggja sig ekki 100% fram við vinnu. En skrif Ástralans Tim Dennings gera það þó og hafa vakið athygli. Hvers vegna? Jú eflaust vegna þess að það eru svo margir sem þekkja það að vinna alltof mikið. Sumir viðurkenna það, að minnsta kosti með sjálfum sér, að vera vinnualkar og/eða gjarnir á að taka vinnuna fram yfir einkalífið því vinnan er hreinlega svooooo skemmtileg! En hvað getur gerst ef við vinnum endalaust of mikið? Kulnun. Neikvæð áhrif á parsambönd eða fjölskyldulíf. Andleysi. Orkuleysi. Vöðvabólga. Fleira? Umræddur Denning skrifar að öllu jafna um persónulega starfsþróun fólks og frumkvöðla. Hann viðurkennir að vinna sjálfur of mikið og kann of oft ekki að gera skil á milli vinnu, áhugamála og einkalífs. Það sem hann segist hafa áttað sig á er að það að leggja sig alltaf 100% fram, endar oft þannig að þú nærð ekki markmiðum þínum. Hvernig má það vera? Jú. Ef þú ert alltaf á smá yfirsnúning, í áreynslu eða kapphlaupi við tímann, getur þú endað með því að vera með svo marga bolta á lofti að þú nærð ekki að sinna neinu mjög vel en sinnir öllu ágætlega. Með því að draga aðeins úr áreynslunni og vinna með hugarfarinu „ég legg mig 85% fram,“ slærðu aðeins á kröfunum til sjálfs þíns og ferð að vinna í allt öðru flæði. Tempóið verður öðruvísi. Hausinn hættir að vera alltaf á milljón. Einbeitingin verður betri. Vinnan skilvirkari. Því þegar hugurinn róast, vinnum við betur, vöndum okkur meir og erum yfirvegaðari við hverja ákvarðanatöku. Þá mælir Denning einnig með því að fólk sé duglegra við að taka ekki að sér óþarfa verkefni, þiggja boð sem þeim langar ekkert rosalega að þiggja og muna eftir því að taka sér stuttar pásur yfir daginn. Skilaboð Denning í stuttu máli: Slakaðu aðeins á!
Góðu ráðin Tengdar fréttir Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01 Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01
Að komast á rétt ról (á ný) með tímastjórnun Þótt unnið sé heiman frá þarf að huga að ýmsum atriðum eins og að forðast kulnun, að gera verkefnalista, að hafa stjórn á truflun og fleira. Hér eru nokkur einföld ráð til að ná tökum á tímastjórnun í fjarvinnu. 1. desember 2020 07:01
Fimm ráð fyrir þá sem vilja líta vel út á fjarfundum Það eru nokkur atriði sem fólk ætti að huga að áður en það situr fjarfundi. Til dæmis lýsingin og í hvaða hæð myndavélin á tölvunni er. 20. nóvember 2020 07:01
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00
Góð ráð fyrir þá sem eru ekki „uppáhalds“ hjá yfirmanninum Rannsóknir hafa sýnt að stjórnendur halda oft upp á sumt starfsfólk meira en annað þótt fæstir myndu viðurkenna það ef málin væru rædd. Það getur verið sárt að upplifa annað fólk sem „uppáhalds" hjá yfirmanni. 30. október 2020 08:00