Arteta ýtti meiddum Partey aftur inn á völlinn: Áttaði sig ekki á alvarleika málsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 11:30 Mikel Arteta ræðir við Thomas Partey. EPA-EFE/Michael Regan Arsenal tapaði ekki bara nágrannaslagnum á móti Tottenham í gær heldur missti liðið einnig miðjumanninn Thomas Partey meiddan af velli. Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira