Enski boltinn

Fé­lag Al­freðs svaraði Twitter notanda eftir tíst um X­haka og Augs­burg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xhaka svekktur í leiknum í gær en Arsenal hefur verið í töluverðum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni til þessa.
Xhaka svekktur í leiknum í gær en Arsenal hefur verið í töluverðum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Glyn Kirk/Getty

Samskiptateymi Augsburg, þar sem landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason leikur, er oft vel með á nótunum og það sást í gær.

Margir Twitter notendur voru duglegir að tísta yfir stórleik Tottenham og Arsenal sem Tottenham vann með tveimur mörkum gegn engu.

Harry Kane og Heung-Min Son skoruðu mörk Tottenham en einn Twitter notandi var ekki hrifinn af frammistöðu Granit Xhaka í grannaslagnum í gær.

Hann sagði að hann væri á Augsburg gæðastigi og þýska úrvalsdeildarliðið var ekki lengi til að svara Man. United stuðningsmanninum.

„Berið virðingu fyrir okkur,“ tísti Augsburg og lét fylgja með tístið hans Toms.

Xhaka átti ekki góðan dag í Lundúnarslagnum í gær, rétt eins og margir aðrir leikmenn Arsenal, en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Alfrð og félagar í Augsburg mæta hins vegar Hoffenheim á útivelli í dag en Augsburg er í 10. sætinu með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×