Aftur í gamla sambandið? Brotin sjálfsmynd eftir skilnað truflar dómgreind Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. desember 2020 20:00 Það getur verið rómantísk tilfinning að láta reyna aftur á gamla sambandið en þegar stuttur tími er liðinn frá sambandsslitum er ekki alltaf hægt að reiða sig á dómgreindina. Getty Endalok geta verið erfið, missir er yfirleitt alltaf erfiður. Þegar eitthvað endar sem hefur verið stór hluti af lífi okkar þá upplifum við flest þungbærar og flóknar tilfinningar. Tilfinningar okkar eftir sambandsslit eða skilnað eru oft á tíðum þær erfiðustu sem við þurfum að takast á við. Margir sambandsráðgjafar hafa sagt skilnað geta verið eitt af stærstu áföllum sem við lendum í. Þó að manneskjan sem við syrgjum sé ekki látin þá er sorgarferlið ekki ósvipað því að upplifa dauðsfall einhvers nákomins. Þó svo að fólk taki þá ákvörðun um að ljúka sambandi þá er ekki þar með sagt að það sé eins auðvelt að halda áfram með lífið. Sambönd geta nefnilega verið mjög stór hluti af sjálfsmynd okkar og hvernig við upplifum okkur í lífinu. Þeir sem hafa verið í löngum samböndum, jafnvel allt frá unglingsaldri, geta átt það til að skilgreina sjálfa sig að svo miklu leiti út frá sambandinu og maka sínum. Það er því mjög eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á þessum flóknu og erfiðu tilfinningum eftir sambandsslit eða skilnað. Er tilfinningin eftirsjá, ástarsorg, söknuður eða brotin sjálfsmynd? Í sumum tilfellum blandast allar þessar tilfinningar saman. Brotin sjálfsmynd er eitthvað sem truflar stundum dómgreind okkar og lætur okkur líða eins og við söknum manneskjunnar eða sambandsins meira en við raunverulega gerum. Því nánara sem sambandið þitt var því meiri líkur eru á því að þú upplifir það að hafa misst stóran hluta af sjálfum þér við sambandsslitin. Stundum getur þessi missir verið erfiðastur. Þegar fólk upplifir allar þessar erfiðu og stundum neikvæðu tilfinningar þá er svo eðlilegt að reyna að ýta þeim frá fyrir þær jákvæðu. Einhverjir gætu kallað það að flýja í annað samband eða aftur í gamla sambandið. Það er svo eðlilegt að vilja eitthvað kvikk-fix, fylla upp í tómarúmið þó svo að það sé kannski ekki það sem við þurfum til að komast yfir áfallið. Sambandsslitum og skilnuðum hefur stundum verið líkt við það áfall að missa einhvern nákominn. Getty Í nýlegri rannsókn sem Morgan Cope í Florida Atlantic University og Brent Mattingly í Urisinus College voru þessar tilfinningar teknar fyrir. Fólk sem hafði nýverið upplifað sambandsslit var spurt út í tilfinningar sínar til fyrrverandi maka og löngun þeirra og þrá til að leita aftur í gamla sambandið. Þátttakendur voru 180 talsins og meðalaldur þeirra 34 ár. Til aðgreiningar var fólk einnig spurt út í hegðun sína í sambandi. Hversu stór hluti makinn og sambandið var af sjálfsmynd þeirra og hversu háð það var makanum í daglegu lífi og ákvarðanatökum. Þarna kom greinilega í ljós að þeir sem höfðu þá tilhneigingu í sambandinu að verða háð maka sínum voru miklu líklegri til að leita aftur í gamla sambandið, algjörlega burt séð frá því hvort sambandið hafði endilega verið gott eða það samband sem það vildi. Þetta sýndi greinilega að brotin sjálfsmynd fólks eftir sambandsslit getur ruglað dómgreindina og orðið til þess að fólk leiti of fljótt aftur í gamla sambandið án þess að vera búin að átta sig á eigin tilfinningum. Umsjónarmaður Makamála ræddi þessi mál síðasta föstudag í þættinum Zúúper á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á umræður hér fyrir neðan. Klippa: Sjálfsmynd og sambandsslit: Leitum við of fljótt í sambönd eftir sambandsslit? Ástin og lífið Tengdar fréttir 50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59 Ertu að ganga í gegnum sambandsslit? 15 ólíkar break-up tilvitnanir sem vonandi fá fólk til að brosa í gegnum tárin. 29. maí 2019 16:30 Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Margir sambandsráðgjafar hafa sagt skilnað geta verið eitt af stærstu áföllum sem við lendum í. Þó að manneskjan sem við syrgjum sé ekki látin þá er sorgarferlið ekki ósvipað því að upplifa dauðsfall einhvers nákomins. Þó svo að fólk taki þá ákvörðun um að ljúka sambandi þá er ekki þar með sagt að það sé eins auðvelt að halda áfram með lífið. Sambönd geta nefnilega verið mjög stór hluti af sjálfsmynd okkar og hvernig við upplifum okkur í lífinu. Þeir sem hafa verið í löngum samböndum, jafnvel allt frá unglingsaldri, geta átt það til að skilgreina sjálfa sig að svo miklu leiti út frá sambandinu og maka sínum. Það er því mjög eðlilegt að fólk átti sig ekki alveg á þessum flóknu og erfiðu tilfinningum eftir sambandsslit eða skilnað. Er tilfinningin eftirsjá, ástarsorg, söknuður eða brotin sjálfsmynd? Í sumum tilfellum blandast allar þessar tilfinningar saman. Brotin sjálfsmynd er eitthvað sem truflar stundum dómgreind okkar og lætur okkur líða eins og við söknum manneskjunnar eða sambandsins meira en við raunverulega gerum. Því nánara sem sambandið þitt var því meiri líkur eru á því að þú upplifir það að hafa misst stóran hluta af sjálfum þér við sambandsslitin. Stundum getur þessi missir verið erfiðastur. Þegar fólk upplifir allar þessar erfiðu og stundum neikvæðu tilfinningar þá er svo eðlilegt að reyna að ýta þeim frá fyrir þær jákvæðu. Einhverjir gætu kallað það að flýja í annað samband eða aftur í gamla sambandið. Það er svo eðlilegt að vilja eitthvað kvikk-fix, fylla upp í tómarúmið þó svo að það sé kannski ekki það sem við þurfum til að komast yfir áfallið. Sambandsslitum og skilnuðum hefur stundum verið líkt við það áfall að missa einhvern nákominn. Getty Í nýlegri rannsókn sem Morgan Cope í Florida Atlantic University og Brent Mattingly í Urisinus College voru þessar tilfinningar teknar fyrir. Fólk sem hafði nýverið upplifað sambandsslit var spurt út í tilfinningar sínar til fyrrverandi maka og löngun þeirra og þrá til að leita aftur í gamla sambandið. Þátttakendur voru 180 talsins og meðalaldur þeirra 34 ár. Til aðgreiningar var fólk einnig spurt út í hegðun sína í sambandi. Hversu stór hluti makinn og sambandið var af sjálfsmynd þeirra og hversu háð það var makanum í daglegu lífi og ákvarðanatökum. Þarna kom greinilega í ljós að þeir sem höfðu þá tilhneigingu í sambandinu að verða háð maka sínum voru miklu líklegri til að leita aftur í gamla sambandið, algjörlega burt séð frá því hvort sambandið hafði endilega verið gott eða það samband sem það vildi. Þetta sýndi greinilega að brotin sjálfsmynd fólks eftir sambandsslit getur ruglað dómgreindina og orðið til þess að fólk leiti of fljótt aftur í gamla sambandið án þess að vera búin að átta sig á eigin tilfinningum. Umsjónarmaður Makamála ræddi þessi mál síðasta föstudag í þættinum Zúúper á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á umræður hér fyrir neðan. Klippa: Sjálfsmynd og sambandsslit: Leitum við of fljótt í sambönd eftir sambandsslit?
Ástin og lífið Tengdar fréttir 50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59 Ertu að ganga í gegnum sambandsslit? 15 ólíkar break-up tilvitnanir sem vonandi fá fólk til að brosa í gegnum tárin. 29. maí 2019 16:30 Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál „Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
50 bestu ástarsorgarlögin: Þegar þú þarft að öskurgráta úr ástarsorg Stundum hlustum við á tónlist til að koma okkur í réttu stemninguna en stundum leyfum við henni að ýfa upp sorgina liggjandi uppí rúmi í fósturstellingunni, öskurgrátandi úr ástarsorg. 23. júlí 2020 19:59
Ertu að ganga í gegnum sambandsslit? 15 ólíkar break-up tilvitnanir sem vonandi fá fólk til að brosa í gegnum tárin. 29. maí 2019 16:30
Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Tilfinningalegt framhjáhald er einstaklega hættulegt samböndum þar sem tilfinningarnar sem þú upplifir geta orðið mjög ákafar og sterkar. Fólk er tilbúið að fara á bak við maka sinn til þess eins að viðhalda fantasíunni. 22. júlí 2020 20:00