Enski boltinn

Þægilegasta jóladagskráin hjá Liverpool liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane og Trent Alexander-Arnold fagna einu mark Liverpool á leiktíðinni.
Sadio Mane og Trent Alexander-Arnold fagna einu mark Liverpool á leiktíðinni. EPA-EFE/Matt Dunham

Jürgen Klopp getur ekkert mikið kvartað yfir leikjadagskrá hans manna yfir hátíðirnar.

Það verður mesta álagið á liðum Everton, Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni yfir jólahátíðina.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gagnrýnt mikið þétta leikjadagskrá síns liðs að undanförnu en það blasir nú við að Liverpool liðið sé með þægilegasta leikjaprógrammið yfir hátíðirnar.

Eins og vanalega í enska boltanum þá eru spilaðir gríðarlega mikið af leikjum yfir jól og áramót enda mikil hefð fyrir því í Englandi að mæta á fótboltaleiki á milli jólaboðanna. Flestar hinna Evrópuþjóðanna fara í frí á þessum heilaga tíma ársins en ekki Englendingar.

Man United - Play every 2 days Leicester - Play every 3 days Southampton - Play every 4 days Sure you should be moaning, Jurgen?

Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 6. desember 2020

Nú hafa menn tekið saman leikjaálagið á ensku úrvalsdeildarfélögunum milli 19. og 30. desember. Þar kemur í ljós að Liverpool liðið er að spila að meðaltali á fjögurra og hálfs dags fresti.

Það er mun minna álag en til dæmist á liðum Everton, Manchester United og Manchester City sem spila öll að meðaltali á tveggja daga fresti á þessum dögum. Það er þannig mesta álagið á þessum erkifjendum Liverpool liðsins.

Leikir Liverpool liðsins yfir hátíðirnar eru 19. desember á móti Crystal Palace (úti), 27. desember á móti West Bromwich Albion (heima) og 30. desember á móti Newcastle (úti).

Manchester United spilar sem dæmi 17. desember á móti Sheffield United (úti), 20. desember á móti Leeds (heima), 26. desember á móti Leicester (úti) og 29. desember á móti Wolves (heima).

Leikjaálagið á liðum ensku úrvalsdeildarinnar yfir jólahátíðina 2020:

  • Everton - spilar á 2 daga fresti
  • Man United - spilar á 2 daga fresti
  • Man City - spilar á 2 daga fresti
  • Arsenal - spilar á 2,3 daga fresti
  • Tottenham - spilar á 2,3 daga fresti
  • Chelsea - spilar á 2,5 daga fresti
  • Newcastle - spilar á 2,7 daga fresti
  • Aston Villa - spilar á 3 daga fresti
  • Burnley - spilar á 3 daga fresti
  • Leicester - spilar á 3 daga fresti
  • West Ham - spilar á 3 daga fresti
  • Wolves - spilar á 3 daga fresti
  • Brighton - spilar á 3,5 daga fresti
  • Crystal Palace - spilar á 3,5 daga fresti
  • Leeds - spilar á 3,5 daga fresti
  • Sheffield United - spilar á 3,5 daga fresti
  • West Brom - spilar á 3,5 daga fresti
  • Southampton - spilar á 4 daga fresti
  • Fulham - spilar á 4,5 daga fresti
  • Liverpool - spilar á 4,5 daga fresti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×