Sendir Bamford stöðugt myndbönd með hinum norska Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 10:01 Erling Haaland og Patrick Bamford hafa báðir skorað mikið af mörkum á þessu tímabili. Samsett/EPA Marcelo Bielsa er enginn venjulegur knattspyrnustjóri og kröfuharðari en flestir. Hann fór sérstaka leið til að fá meira frá framherja sínum Patrick Bamford. Patrick Bamford hefur átt flott tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni en hann er kominn með átta mörk í ellefu leikjum. Þrátt fyrir þessa fínu frammistöðu þá hafa kröfurnar bara aukist frá knattspyrnustjóranum sérstaka Marcelo Bielsa. Bamford gaf fólki smá innsýn í það hvernig er að vera aðalframherjinn í liði Bielsa í viðtali á dögunum. 'Be like Haaland' Marcelo Bielsa has sent Patrick Bamford numerous analytical videos of Erling Haaland to spark an improvement in front of goal for the Leeds No 9. It appears to have done the trick, as the 27-year-old explains: https://t.co/sPiz1JZLnM— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 10, 2020 Bamford mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Ornstein og Chapman og greindi frá því hvernig Marcelo Bielsa heldur sínum leikmönnum á tánum. „Alla vikuna þá sendir hann þér ýmislegt. Stundum eru það myndbönd með varnarmanninum sem þú ert að fara spila við í næsta leik,“ sagði Patrick Bamford. „Undanfarnar þrjár vikur hefur aðeins orðið breyting á þessu. Þessar þrjár vikur þá hef ég fengið tvær til þrjár klippur með Erling Haaland á hverjum degi. Hver þeirra er svona um fimmtán mínútna löng,“ sagði Bamford. Öll átta mörk Bamford hafa komið í opnum leik en aðeins Erling Haaland hefur skorað fleiri slík mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á þessari leiktíð. „Ég þurfti að horfa á þær og reyna að finna eitthvað þar sem ég gæti nýtt mér,“ sagði Bamford. Bamford trúir því líka að Norðmaðurinn sé að hafa áhrif á hans leik. Markið hans á móti Chelsea á laugardaginn var er ekkert ólíkt mörkunum sem Haaland er að skora. „Ef ég segi alveg eins og er þá var það mark svipað einhverjum mörkunum hans. Ég get unnið með sprengikraftinn í sumum hlaupunum mínum. Stunduð tek ég hlaup án þess að vera hundrað prósent viss um að það sé rétta hlaupið,“ sagði Bamford. Erling Haaland fæddist í Leeds þegar faðir hans lék með félaginu. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund en norski framherjinn hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 32 leikjum með þýska félaginu þar af 23 mörk í 23 leikjum í deildinni og 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Patrick Bamford hefur átt flott tímabil með Leeds í ensku úrvalsdeildinni en hann er kominn með átta mörk í ellefu leikjum. Þrátt fyrir þessa fínu frammistöðu þá hafa kröfurnar bara aukist frá knattspyrnustjóranum sérstaka Marcelo Bielsa. Bamford gaf fólki smá innsýn í það hvernig er að vera aðalframherjinn í liði Bielsa í viðtali á dögunum. 'Be like Haaland' Marcelo Bielsa has sent Patrick Bamford numerous analytical videos of Erling Haaland to spark an improvement in front of goal for the Leeds No 9. It appears to have done the trick, as the 27-year-old explains: https://t.co/sPiz1JZLnM— TEAMtalk (@TEAMtalk) December 10, 2020 Bamford mætti í hlaðvarpsþáttinn hjá Ornstein og Chapman og greindi frá því hvernig Marcelo Bielsa heldur sínum leikmönnum á tánum. „Alla vikuna þá sendir hann þér ýmislegt. Stundum eru það myndbönd með varnarmanninum sem þú ert að fara spila við í næsta leik,“ sagði Patrick Bamford. „Undanfarnar þrjár vikur hefur aðeins orðið breyting á þessu. Þessar þrjár vikur þá hef ég fengið tvær til þrjár klippur með Erling Haaland á hverjum degi. Hver þeirra er svona um fimmtán mínútna löng,“ sagði Bamford. Öll átta mörk Bamford hafa komið í opnum leik en aðeins Erling Haaland hefur skorað fleiri slík mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á þessari leiktíð. „Ég þurfti að horfa á þær og reyna að finna eitthvað þar sem ég gæti nýtt mér,“ sagði Bamford. Bamford trúir því líka að Norðmaðurinn sé að hafa áhrif á hans leik. Markið hans á móti Chelsea á laugardaginn var er ekkert ólíkt mörkunum sem Haaland er að skora. „Ef ég segi alveg eins og er þá var það mark svipað einhverjum mörkunum hans. Ég get unnið með sprengikraftinn í sumum hlaupunum mínum. Stunduð tek ég hlaup án þess að vera hundrað prósent viss um að það sé rétta hlaupið,“ sagði Bamford. Erling Haaland fæddist í Leeds þegar faðir hans lék með félaginu. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum hjá Borussia Dortmund en norski framherjinn hefur skorað 17 mörk í 14 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og alls 33 mörk í 32 leikjum með þýska félaginu þar af 23 mörk í 23 leikjum í deildinni og 8 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira