West Ham hafði betur á Elland Road

Tomas Soucek fagnar jöfnunarmarkinu.
Tomas Soucek fagnar jöfnunarmarkinu. Oli Scarff/Getty

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, stillti upp sama liði og hann þuldi upp á blaðamannafundi í gær en þeir fengu draumabyrjun. Vítaspyrna var dæmd á þriðju mínútu.

Mateusz Klich steig á punktinn en Lukasz Fabianski varði frá honum. Hann var hins vegar kominn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Í síðara skiptið skoraði Klich.

Staðan varð jöfn á 25. mínútu. Þá skoraði hinn tékkneski Tomas Soucek eftir hornspyrnu Jarrod Bowen. Enn eitt markið sem Tékkinn skorar eftir fast leikatriði.

Sigurmarkið kom svo tíu mínútum fyrir leikslok er Angelo Ogbonna skoraði sigurmarkið og West Ham í 5. sætinu með 20 stig.

Leeds er hins vegar í fjórtánda sætinu með fjórtán stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira