Meistararnir sóttu stig gegn nýliðum Fulham Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. desember 2020 18:27 Úr leiknum í dag. vísir/Getty Englandsmeistarar Liverpool komust í hann krappan þegar þeir heimsóttu nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn virtust koma meisturunum í opna skjöldu í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu afar vel úr sínum sóknarlotum og úr einni slíkri skoraði Bobby Reid á 25.mínútu. Heimamenn voru ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu þegar Fabinho virtist brjóta á Ivan Cavaleiro í fyrri hálfleik en dómari leiksins ákvað að dæma ekki neitt eftir að hafa skoðað atvikið í VAR. Fulham hélt forystunni allt þar til á 79.mínútu þegar Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd hafði verið eftir að Aboubakar Kamara handlék boltann þegar hann stóð í varnarvegg og varðist aukaspyrnu Gini Wijnaldum. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan í hörkuleik. Enski boltinn
Englandsmeistarar Liverpool komust í hann krappan þegar þeir heimsóttu nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn virtust koma meisturunum í opna skjöldu í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu afar vel úr sínum sóknarlotum og úr einni slíkri skoraði Bobby Reid á 25.mínútu. Heimamenn voru ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu þegar Fabinho virtist brjóta á Ivan Cavaleiro í fyrri hálfleik en dómari leiksins ákvað að dæma ekki neitt eftir að hafa skoðað atvikið í VAR. Fulham hélt forystunni allt þar til á 79.mínútu þegar Mohamed Salah skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd hafði verið eftir að Aboubakar Kamara handlék boltann þegar hann stóð í varnarvegg og varðist aukaspyrnu Gini Wijnaldum. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan í hörkuleik.