Enski boltinn

Pogba svarar fyrir ummæli umboðsmanns síns

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Paul Pogba og Bruno Fernandes.
Paul Pogba og Bruno Fernandes. vísir/Getty

Paul Pogba hefur spilað vel fyrir Manchester United síðan umboðsmaður hans, Mino Raiola lét hafa eftir sér að skjólstæðingur sinn ætti ekki samleið með félaginu.

Ummæli Raiola birtust síðastliðinn mánudag, skömmu eftir að Pogba hafði átt stóran þátt í endurkomu liðsins gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni og skömmu fyrir mikilvægan leik liðsins gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu.

Man Utd tapaði leiknum gegn RB Leipzig en Pogba átti góða innkomu af bekknum.

Franski miðjumaðurinn litríki var svo í byrjunarliði Man Utd í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Man City en Pogba þótti eiga góðan leik. Í kjölfarið hlóð Pogba inn færslu á Instagram reikning sinn en færsluna má sjá neðst í fréttinni.

„Ég hef alltaf og mun alltaf berjast fyrir Manchester United, liðsfélaga mína og stuðningsmennina. Allt kjaftæðið (e.Bla bla) skiptir ekki máli,“ segir Pogba.

„Framtíðin er langt í burtu og dagurinn í dag er það sem skiptir máli. Ég er 1000% einbeittur. Það hefur alltaf verið allt á hreinu milli mín og félagsins og það mun aldrei breytast.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×