Enski boltinn

Gylfi gæti fengið óvænta samkeppni frá Dele Alli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dele Alli og Gylfi Þór Sigurðsson gætu orðið samherjar hjá Everton.
Dele Alli og Gylfi Þór Sigurðsson gætu orðið samherjar hjá Everton. getty/Laurence Griffiths

Everton ætlar að reyna að fá Dele Alli, miðjumann Tottenham, á láni í janúar.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hafi augastað á tveimur miðjumönnum Tottenham, Alli og Harry Winks, og vilji fá annan þeirra þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á ný í næsta mánuði.

Alli hefur fengið fá tækifæri með Spurs í vetur og aðeins komið við sögu í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu en auk Everton hefur Paris Saint-Germain áhuga á honum.

Ef Alli eða Winks kæmu til Everton myndi Gylfi Þór Sigurðsson fá enn meiri samkeppni. Everton keypti þrjá miðjumenn í sumar, Allan, James Rodríguez og Abdoulaye Doucoure, og samkvæmt nýjustu fréttum vill Ancelotti fá enn fleiri miðjumenn.

Gylfi lék afar vel og skoraði sigurmark Everton gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á laugardagskvöldið. Það var hans fyrsta deildarmark á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Gylfi tryggði Everton sigur á Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton sáu til þess að Chelsea tókst ekki að tylla sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi Þór valinn knatt­spyrnu­maður ársins

KSÍ tilkynnti í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri knattspyrnumaður ársins 2020. Þar á eftir komu þeir Guðlaugur Victor Pálsson og hinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson.

Gylfi og Alexandra eiga von á barni

Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Everton, og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta tilkynntu þau bæði á Instagram-reikningum sínum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×