Ægifagurt jólaævintýri
Gluggi dagsins er ægifagurt jólaævintýri í meðförum Ingu Marenar Rúnarsdóttur dansara. Leikmynd og búningar eru í höndum Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur, tónlist er eftir Ólaf Arnalds og lýsing eftir Björn Bergstein Guðmundsson.
Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í Jóladagatali leikhússins eru birtir daglega hér á Vísi.