Kia Sorento fær 5 stjörnur hjá NCAP Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. desember 2020 07:01 Fjórða kynslóð af Kia Sorento. Nýr Kia Sorneto hlaut á dögunum hæstu einkunn hjá Euro NCAP fyrir framúrskarandi öryggi. Allar gerðir Sorento, Hybrid, Plug-in Hybrid og dísilútfærsla, hlutu toppeinkunn hjá evrópsku öryggisstofnuninni. Fréttatilkynning frá Öskju fylgir með hér að neðan. Kia Sorento fékk hæstu einkunn fyrir alhliða öryggisbúnað og fyrir sérlega sterkan undirvagn og yfirbyggingu. Þá má nefna að öryggi fullorðinna jafnt sem barna í bílnum þykir framúrskarandi samkvæmt niðurstöðu NCAP. Verðlaunin hjá NCAP eru enn ein rósin í hnappagat Sorento sem hefur sankað að sér viðurkenningum síðan hann kom á markað í haust fyrir fallega hönnun, framúrskarandi aksturseiginleika og nú öryggi. Bíllinn var á dögunum kosinn Bíll ársins og Besti stóri fjölskyldubíllinn hjá Carbuyer. Kia Sorento er með sjö ára ábyrgð frá framleiðanda. Afturendi Kia Sorento. Þetta er fjórða kynslóð Kia Sorento en hún var frumsýnd hér á landi í október sl. Sorento er með nýju og glæsilegu útliti sem fangar augað. Framendi, hliðarsvipur og afturendi bílsins hafa fengið alveg nýtt útlit sem gefa bílnum nýtt og fágað yfirbragð. Tengiltvinnbíllinn er með 13,8 kW rafmótor og 1,6 lítra bensínvél sem skilar 265 hestöflum. Drægi bílsins er 55 km á rafmagninu eingöngu en síðan tekur bensínvélin við. Tvinnbíllinn er með Hybrid-tækni þar sem bensínvél og rafmótor vinna saman og skila bílnum 232 hestöflum. Eyðslan er frá 6,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Dísilútfærslan er með 2,2 lítra vél sem skilar 202 hestöflum og eyðslan er frá 6,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Vistvænir bílar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent
Fréttatilkynning frá Öskju fylgir með hér að neðan. Kia Sorento fékk hæstu einkunn fyrir alhliða öryggisbúnað og fyrir sérlega sterkan undirvagn og yfirbyggingu. Þá má nefna að öryggi fullorðinna jafnt sem barna í bílnum þykir framúrskarandi samkvæmt niðurstöðu NCAP. Verðlaunin hjá NCAP eru enn ein rósin í hnappagat Sorento sem hefur sankað að sér viðurkenningum síðan hann kom á markað í haust fyrir fallega hönnun, framúrskarandi aksturseiginleika og nú öryggi. Bíllinn var á dögunum kosinn Bíll ársins og Besti stóri fjölskyldubíllinn hjá Carbuyer. Kia Sorento er með sjö ára ábyrgð frá framleiðanda. Afturendi Kia Sorento. Þetta er fjórða kynslóð Kia Sorento en hún var frumsýnd hér á landi í október sl. Sorento er með nýju og glæsilegu útliti sem fangar augað. Framendi, hliðarsvipur og afturendi bílsins hafa fengið alveg nýtt útlit sem gefa bílnum nýtt og fágað yfirbragð. Tengiltvinnbíllinn er með 13,8 kW rafmótor og 1,6 lítra bensínvél sem skilar 265 hestöflum. Drægi bílsins er 55 km á rafmagninu eingöngu en síðan tekur bensínvélin við. Tvinnbíllinn er með Hybrid-tækni þar sem bensínvél og rafmótor vinna saman og skila bílnum 232 hestöflum. Eyðslan er frá 6,8 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Dísilútfærslan er með 2,2 lítra vél sem skilar 202 hestöflum og eyðslan er frá 6,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri.
Vistvænir bílar Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent