Gylfi hafði betur gegn gamla stjóranum og markasúpa í sigri Leeds Anton Ingi Leifsson skrifar 16. desember 2020 19:52 Gylfi með boltann í leiknum í kvöld en Hafnfirðingurinn átti fínan leik í kvöld. Michael Regan/Getty Images Everton vann annan leikinn í röð og er taplaust í síðustu þremur leikjum eftir 2-0 sigur á Leicester á útivelli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton en hann var að mæta gamla stjóranum sínum hjá Swansea, Brendan Rodgers. Brasilíumaðurinn Richarlison kom Everton yfir á 21. mínútu. Hann skoraði þá með skoti sem Daninn Kasper Schmeichel réð ekki við og Everton leiddi 1-0 í hálfleik. Leicester var meira með boltann og ógnaði eilítið en náði illa að skapa sér mörg opin marktækifæri. Mason Holgate tvöfaldaði svo forystu Everton á 72. mínútu eftir að Schmeichel varði skalla Michael Keane eftir hornspyrnu Gylfa. Leicester virtist vera fá vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en eftir skoðun í VARsjánni var hún ekki dæmd. Þeir skoruðu svo mark á 89. mínútu en það var einnig dæmt af eftir skoðun VARsjánnar. Lokatölur urðu 2-0 en Gylfi var með fyrirliðabandið hjá Everton sem er komið upp í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig. Leicester er í fjórða sætinu með 24 stig en bæði lið hafa leikið þrettán leiki. FT. UP THE FESTIVE TOFFEES! 0-2 #LEIEVE pic.twitter.com/jV5BR76TAO— Everton (@Everton) December 16, 2020 Leeds vann 5-2 sigur á Newcastle á Elland Road. Jeff Hendrick kom gestunum í Newcastle þó yfir um miðjan fyrri hálfleik en Patrick Bamford jafnaði fyrir hlé. Rodrigo kom Leeds svo yfir eftir 62 mínútur en einungis þremur mínútum síðar var allt orðið jafnt er Ciaran Clark. llan Meslier kom Leeds í 3-2 tólf mínútum fyrir leikslok en veislunni var ekki lokið. Ezgjan Alioski skoraði fjórða mark Leeds á 86. mínútu og á 88. mínútu bætti Jack Harrison við fimmta markinu. Leeds er þar af leiðandi komið með sautján stig og er í fjórtánda sæti deildarinnar en Newcastle er með jafn mörg stig en sæti ofar, vegna betri markahlutfalls. 5 - Leeds United have scored 5+ goals in a single Premier League at Elland Road for the first time since May 2001 when they beat Bradford City by a 6-1 scoreline. Rampant. pic.twitter.com/PDEaKBU5Ak— OptaJoe (@OptaJoe) December 16, 2020 Enski boltinn
Everton vann annan leikinn í röð og er taplaust í síðustu þremur leikjum eftir 2-0 sigur á Leicester á útivelli í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton en hann var að mæta gamla stjóranum sínum hjá Swansea, Brendan Rodgers. Brasilíumaðurinn Richarlison kom Everton yfir á 21. mínútu. Hann skoraði þá með skoti sem Daninn Kasper Schmeichel réð ekki við og Everton leiddi 1-0 í hálfleik. Leicester var meira með boltann og ógnaði eilítið en náði illa að skapa sér mörg opin marktækifæri. Mason Holgate tvöfaldaði svo forystu Everton á 72. mínútu eftir að Schmeichel varði skalla Michael Keane eftir hornspyrnu Gylfa. Leicester virtist vera fá vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok en eftir skoðun í VARsjánni var hún ekki dæmd. Þeir skoruðu svo mark á 89. mínútu en það var einnig dæmt af eftir skoðun VARsjánnar. Lokatölur urðu 2-0 en Gylfi var með fyrirliðabandið hjá Everton sem er komið upp í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig. Leicester er í fjórða sætinu með 24 stig en bæði lið hafa leikið þrettán leiki. FT. UP THE FESTIVE TOFFEES! 0-2 #LEIEVE pic.twitter.com/jV5BR76TAO— Everton (@Everton) December 16, 2020 Leeds vann 5-2 sigur á Newcastle á Elland Road. Jeff Hendrick kom gestunum í Newcastle þó yfir um miðjan fyrri hálfleik en Patrick Bamford jafnaði fyrir hlé. Rodrigo kom Leeds svo yfir eftir 62 mínútur en einungis þremur mínútum síðar var allt orðið jafnt er Ciaran Clark. llan Meslier kom Leeds í 3-2 tólf mínútum fyrir leikslok en veislunni var ekki lokið. Ezgjan Alioski skoraði fjórða mark Leeds á 86. mínútu og á 88. mínútu bætti Jack Harrison við fimmta markinu. Leeds er þar af leiðandi komið með sautján stig og er í fjórtánda sæti deildarinnar en Newcastle er með jafn mörg stig en sæti ofar, vegna betri markahlutfalls. 5 - Leeds United have scored 5+ goals in a single Premier League at Elland Road for the first time since May 2001 when they beat Bradford City by a 6-1 scoreline. Rampant. pic.twitter.com/PDEaKBU5Ak— OptaJoe (@OptaJoe) December 16, 2020