Enski boltinn

WBA staðfestir komu „Stóra og Litla Sam“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stóri og Litli Sam þeir stýrðu Everton.
Stóri og Litli Sam þeir stýrðu Everton. Chris Brunskill Ltd/Getty Images)

Sam Allardyce hefur verið ráðinn stjóri WBA og tekur við liðinu af Slaven Bilic sem fékk sparkið frá félaginu í dag.

Hinn 66 ára gamli Sam hefur skrifað undir eins og hálfs árs samning en hann mun í fyrsta skipti stýra æfingu liðsins á morgun en liðið mætir Aston Villa á sunnudaginn í fyrsta leik Sam.

Hann á að baki 512 leiki í ensku úrvalsdeildinni og mun Litli Sam, Sammy Lee, koma með honum til West Bromwich.

Allardyce hefur verið þjálfari Bolton, Wseet Ham, Sunderland, Crystal Palace og síðast hjá Everton en einnig var hann þjálfari enska landsliðsins. Þar náði hann einungis einum leik áður en hann var rekinn.

WBA er í 19. sæti deildarinnar með sjö stig en liðið kom upp úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Man. City á útivelli í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Bilić sparkað frá West Brom

West Bromwich Albion hefur rekið þjálfara sinn, Slaven Bilić. Talið er að Sam Allardyce taki við liðinu.

West Brom ætlar að reka Bilic og ráða Stóra og Litla Sam

Þrátt fyrir að West Brom hafi náð í stig gegn Manchester City í gær verður Slaven Bilic væntanlega fyrsti knattspyrnustjórinn sem missir starfið sitt í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Sam Allardyce þykir líklegur til að taka við af Bilic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×