Enski boltinn

Klopp sagði Williams stórkostlegan og að Jones væri topp leikmaður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rhys Williams hafði góðar gætur á Harry Kane.
Rhys Williams hafði góðar gætur á Harry Kane. getty/Andrew Powell

Jürgen Klopp hrósaði ungu strákunum í liði Liverpool, Rhys Williams og Curtis Jones, fyrir frammistöðu þeirra í sigrinum á Tottenham, 2-1, í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hinir nítján Williams og Jones fengu tækifæri í byrjunarliði Liverpool í gær og nýttu það heldur betur vel.

„Guð minn góður! Stórkostlegur. Rhys Williams. Að spila gegn Harry Kane í dag er eins og að spila gegn Alan Shearer áður fyrr. Þeir forðuðust Williams og miðuðu löngu sendingunum frekar á Fabinho,“ sagði Klopp um miðvörðinn sem lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Liverpool í gær.

„Rhys var svo sterkur í loftinu. Hann átti sendinguna í fyrra marki okkar og er með mikið og gott sjálfstraust. Hann spilaði einfalt og féll ekki of aftarlega of snemma. Ótrúlegur leikur.“

Jones átti sennilega sinn besta leik í treyju Liverpool í gær og var valinn maður leiksins. Klopp brosti breitt er hann var spurður út í frammistöðu Jones.

„Þetta er Curtis. Blessunarlega verður hann hérna næstu árin. Hann er topp leikmaður,“ sagði Klopp.

Eftir sigurinn í gær er Liverpool með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×