Enski boltinn

Sterling: Myndi glaður spila annan leik á morgun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sterling í leiknum í dag.
Sterling í leiknum í dag. vísir/Getty

Raheem Sterling segir leikmenn ekki finna fyrir auknu leikjaálagi, þvert á móti vilji fótboltamenn alltaf spila sem flesta leiki.

Sterling reyndist hetja Man City í 0-1 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

„Þetta var erfiður leikur. Þeir hafa verið að gera virkilega vel að undanförnu. Við ætluðum okkur að vera aggresívir í dag og ég held að við höfum verið það,“

„Ég er glaður með markið en mestu máli skipti að kreista út þennan sigur,“ segir Sterling.

Man City er í 5.sæti deildarinnar sem stendur en Sterling segir liðið óðum vera að nálgast sitt besta.

„Sjálfstraust er lykilatriðið og við vorum að spila á móti liði sem hefur mikið sjálfstraust. Það er að styrkjast hjá okkur og við erum að nálgast okkar besta form,“

„Við vitum hvað við getum gert sóknarlega. Ég og aðrir sóknarmenn þurfum að stíga aðeins upp. Vonandi gerum við það í næstu leikjum.“

Margir knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa kvartað sáran yfir leikjaálagi undanfarnar vikur en leikmenn virðast ekki deila skoðun yfirmanna sinna.

„Við erum fótboltamenn og við viljum hafa þetta svona, við viljum bara spila sem mest. Ég myndi glaður spila leik aftur á morgun,“ sagði Sterling.


Tengdar fréttir

Mikilvægur en naumur sigur City

Manchester City minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í átta stig með 1-0 sigri á Southampton á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×