Enski boltinn

Mc­Tominay skráði sig á spjöld sögunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scott í baráttunni í leiknum í dag en hann átti frábæran leik gegn erkifjendunum.
Scott í baráttunni í leiknum í dag en hann átti frábæran leik gegn erkifjendunum. Matthew Ashton/Getty Images

Scott McTominay, miðjumaður enska stórliðsins Manchester United, skráði sig í sögubækurnar í dag er hann skoraði tvö mörk í 6-2 stórsigri United á Leeds.

Skoski miðjumaðurinn er ekki vanur því að vera raða inn mörkum en hann var búinn að skora tvisvar er þrjár mínútur voru komnar á klukkuna á Old Trafford í dag.

Þetta er í fyrsta skipti sem leikmaður í enska boltanum er búinn að skora í tvígang eftir svo stuttan tíma. Magnaður áfangi skoska miðjumannsins.

Það var annars lítið um varnarleik hjá báðum liðum á Old Trafford í dag en bæði lið skutu samtals 43 sinnum í átt að marki.

Leikir Leeds eru yfirleitt fjörugir og það sést á tölfræðinni. Sex af þeim tíu leikjum í enska boltanum, það sem af er tímabili, þar sem skotið hefur verið oftar en 34 sinnum, hefur verið í leikjum Leeds.

United er komið í þriðja sætið, með 26 stig, fimm stigum á eftir toppliði Liverpool en á þó leik til góða. Leeds er í fjórtánda sætinu með sautján stig.


Tengdar fréttir

Man. United fór illa með erkifjendurna

Manchester United gerði sér lítið fyrir og vann 6-2 sigur á Leeds er erkifjendurnir mættust í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í sextán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×