Sigurganga Man Utd á útivöllum á enda eftir jafntefli við Leicester 26. desember 2020 14:20 Bruno var á skotskónum. getty/Ash Donelon Marcus Rashford fékk fyrsta færi leiksins á 3. mínútu þegar hann skallaði yfir markið úr dauðafæri. Hann bætti síðan upp fyrir það á 23. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Bruno Fernandes. Fernandes tapaði boltanum á hættulegum stað á eigin vallarhelmingi og upp úr því skoraði Harvey Barnes með góðu skoti utan teigs og jafnaði metin á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 1-1. Bruno Fernandes kom United yfir á nýjan leik á 79. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Edinson Cavani. Gleðin var skammlíf hjá United því Jamie Vardy jafnaði metin á 85. mínútu. Lokatölur 2-2, sem eru góð úrslit fyrir Liverpool þar sem liðin í 2. og 3. sæti tapa stigum. United er með 27 stig í 3. sæti en Leicester með 28 stig í 2. sæti. Enski boltinn
Marcus Rashford fékk fyrsta færi leiksins á 3. mínútu þegar hann skallaði yfir markið úr dauðafæri. Hann bætti síðan upp fyrir það á 23. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Bruno Fernandes. Fernandes tapaði boltanum á hættulegum stað á eigin vallarhelmingi og upp úr því skoraði Harvey Barnes með góðu skoti utan teigs og jafnaði metin á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 1-1. Bruno Fernandes kom United yfir á nýjan leik á 79. mínútu eftir stoðsendingu frá varamanninum Edinson Cavani. Gleðin var skammlíf hjá United því Jamie Vardy jafnaði metin á 85. mínútu. Lokatölur 2-2, sem eru góð úrslit fyrir Liverpool þar sem liðin í 2. og 3. sæti tapa stigum. United er með 27 stig í 3. sæti en Leicester með 28 stig í 2. sæti.