Enski boltinn

Lingard til Sheffield United?

Ísak Hallmundarson skrifar
Jesse Lingard er orðaður við Sheffield United.
Jesse Lingard er orðaður við Sheffield United. getty/Clive Brunskill

Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með einungis tvö stig eftir fjórtán leiki, tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Liðið leitar nú allra mögulegra leiða til að styrkja sig fyrir komandi átök.

Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með einungis tvö stig eftir fjórtán leiki, tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Liðið leitar nú allra mögulegra leiða til að styrkja sig fyrir komandi átök.

Meðal þeirra sem eru á óskalista Chris Wilder er Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, en hann á enn eftir að spila leik fyrir liðið á tímabilinu. 

Lingard skoraði sigurmark Manchester United á Wembley í úrslitaleik í FA-bikarnum árið 2016 og var í enska landsliðshópnum á HM 2018. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og hann ekki átt fast sæti í liði Man Utd undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Wilder hefur sagt að Lingard sé akkúrat leikmaður sem Sheffield United þurfi á að halda í fallbaráttunni. Hann segist vera á eftir leikmönnum sem muni bæta liðið sem allra fyrst og á fund með stjórn Sheffield á næstu dögum varðandi leikmannakaup í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×