Enski boltinn

Enn og aftur jafnt hjá West Ham og Brighton

Ísak Hallmundarson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. getty/Justin Setterfield

West Ham og Brighton gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag í Lundúnum.

Lítið sem ekkert gerðist í fyrri hálfleik þar til á 44. mínútu þegar Neal Maupay kom Brighton í forystu, en setja mátti spurningamerki við varnarleik West Ham í markinu. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Brighton.

Ben Johnson jafnaði metin fyrir West Ham á 60. mínútu en tíu mínútum síðar kom Lewis Dunk gestunum yfir á nýjan leik. Tékkinn Tomas Soucek heldur áfram að raða inn mörkum eftir hornspyrnur en hann jafnaði metin fyrir Hamranna á 82. mínútu.

Þetta var fjórða jafnteflið milli þessara tveggja liða í röð í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham er í tíunda sæti með 22 stig á meðan Brighton er í 16. sæti með þrettán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×