Fá margra milljóna króna sekt fyrir að mæta of seint á æfingu hjá Lampard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 13:31 Menn mæta á réttum tíma hjá Frank Lampard því annars gætu þeir orðið mörgum milljónum fátækari. Getty/Chloe Knott Það gæti verið dýrkeypt fyrir leikmenn Chelsea að sofa yfir sig eða lenda í umferðarteppu á leið á æfingar eða liðsfundi. Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.) Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira