Úganda: Stækkaður fiskmarkaður og endurbætt vatnsveita 16. mars 2020 11:00 Margt um manninn á markaðnum í Panyimur. Stækkaður fiskmarkaður og endurbætt vatnsveita voru tekin í notkun við Albertsvatn í Úganda í vikunni. Blásið var til hátíðadagskrár af hálfu héraðsins en utanríkisráðuneytið, í gegnum sendiráðið í Kampala, fjármagnaði framkvæmdir. Íslendingar hófu uppbygginu á þessu svæði árið 2013 og þá var byggður fyrsti nútímalegi fiskmarkaðurinn í þorpinu Panyimur og vatnsveita reist fyrir fjögur þúsund íbúa í þorpinu Dei, við landamæri Úganda og Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Fiskmarkaðurinn í Panyimur er helsta tekjulind héraðsins og þúsundir eiga viðskipti á markaðsdögunum tveimur í hverri viku, sunnudegi og mánudegi. Sölumenn geta verið þrjú til fimm þúsund talsins, konur í miklum meirihluta, og markaðsvaran er að mestu leyti fiskur úr Albertsvatni, ferskur, saltaður, þurrkaður og reyktur. Fiskurinn er seldur um alla álfuna en mest til nágrannaríkja eins og Kongó, Súdan, Miðafríkulýðveldisins og Kamerún. Til hliðar við Panyimur markaðinn er annar lítill markaður fyrir heimamenn í Úganda. Vinsældir Panyimur markaðarins urðu fljótt slíkar að þar var þröng á þingi og tekjumissir vegna þrengslanna. Héraðsyfirvöld leituðu því á náðir sendiráðs Íslands um stuðning við stækkun markaðarins fyrir tveimur árum. Fyrir stækkun markaðarins þjónaði hann 10 þúsund manns en þjónar nú 20 þúsundum. Ásamt því að stækka markaðinn mikið var almenningssalernum fjölgað. Stillt upp í myndatöku í Dei eftir að stækkuð vatnsveita var formlega tekin í notkun. Kólera horfin Vatnsveitan í Dei var á sínum tíma mikil samfélagsleg lyftistöng fyrir íbúa þorpsins, sérstaklega í heilsufarslegu tilliti. Kólera var viðvarandi meðan íbúarnir urðu að notast við mengað vatn úr Albertsvatni. Sjúkdómurinn dró árlega allmarga til dauða, til dæmis fimmtán árið 2012, ári áður en vatnsveitan var tekin í notkun. Síðan þá hefur kólera ekki látið kræla á sér og þorpsbúum hefur fjölgað ár frá ári. Því var orðið tímabært að stækka vatnsveituna og tryggja öllum íbúum hreint vatn. Héraðsstjórinn í Pakwach héraði, borgarstjóri Dei og fleiri fyrirmenn sóttu hátíðadagskrána. Margar ræður voru fluttar og barnakórar sungu. Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi í sendiráði Íslands í Kampala var fulltrúi Íslands, í fjarveru sendiherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Stækkaður fiskmarkaður og endurbætt vatnsveita voru tekin í notkun við Albertsvatn í Úganda í vikunni. Blásið var til hátíðadagskrár af hálfu héraðsins en utanríkisráðuneytið, í gegnum sendiráðið í Kampala, fjármagnaði framkvæmdir. Íslendingar hófu uppbygginu á þessu svæði árið 2013 og þá var byggður fyrsti nútímalegi fiskmarkaðurinn í þorpinu Panyimur og vatnsveita reist fyrir fjögur þúsund íbúa í þorpinu Dei, við landamæri Úganda og Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Fiskmarkaðurinn í Panyimur er helsta tekjulind héraðsins og þúsundir eiga viðskipti á markaðsdögunum tveimur í hverri viku, sunnudegi og mánudegi. Sölumenn geta verið þrjú til fimm þúsund talsins, konur í miklum meirihluta, og markaðsvaran er að mestu leyti fiskur úr Albertsvatni, ferskur, saltaður, þurrkaður og reyktur. Fiskurinn er seldur um alla álfuna en mest til nágrannaríkja eins og Kongó, Súdan, Miðafríkulýðveldisins og Kamerún. Til hliðar við Panyimur markaðinn er annar lítill markaður fyrir heimamenn í Úganda. Vinsældir Panyimur markaðarins urðu fljótt slíkar að þar var þröng á þingi og tekjumissir vegna þrengslanna. Héraðsyfirvöld leituðu því á náðir sendiráðs Íslands um stuðning við stækkun markaðarins fyrir tveimur árum. Fyrir stækkun markaðarins þjónaði hann 10 þúsund manns en þjónar nú 20 þúsundum. Ásamt því að stækka markaðinn mikið var almenningssalernum fjölgað. Stillt upp í myndatöku í Dei eftir að stækkuð vatnsveita var formlega tekin í notkun. Kólera horfin Vatnsveitan í Dei var á sínum tíma mikil samfélagsleg lyftistöng fyrir íbúa þorpsins, sérstaklega í heilsufarslegu tilliti. Kólera var viðvarandi meðan íbúarnir urðu að notast við mengað vatn úr Albertsvatni. Sjúkdómurinn dró árlega allmarga til dauða, til dæmis fimmtán árið 2012, ári áður en vatnsveitan var tekin í notkun. Síðan þá hefur kólera ekki látið kræla á sér og þorpsbúum hefur fjölgað ár frá ári. Því var orðið tímabært að stækka vatnsveituna og tryggja öllum íbúum hreint vatn. Héraðsstjórinn í Pakwach héraði, borgarstjóri Dei og fleiri fyrirmenn sóttu hátíðadagskrána. Margar ræður voru fluttar og barnakórar sungu. Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi í sendiráði Íslands í Kampala var fulltrúi Íslands, í fjarveru sendiherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent