Stóri Sam hefur áhyggjur af heilsu sinni í faraldrinum og vill hlé á deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 09:31 Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, grettir sig yfir spilamennsku sinna manna á móti Leeds United í gærkvöldi. AP/Shaun Botteril Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, var áhyggjufullur eftir leik liðsins í gærkvöldi, ekki bara vegna þess að liði steinlá 5-0 á móti Leeds heldur einnig vegna stöðunnar á kórónuveirufaraldrinum i Bretlandi. Allardyce sagði eftir skellinn í gær að enska úrvalsdeildin þurfi á hlé að halda en aldrei áður hafa fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fengið kórónuveiruna í einni og sömu vikunni. Fresta þurfti leik Manchester City vegna hópsmits og það gæti einnig verið komið upp hópsmit hjá Fulham liðinu. Alls greindust átján manns í kringum ensku úrvalsdeildina samkvæmt nýjustu tölum. „Ég hef miklar ahyggjur, bæði vegna heilsu minnar en einnig vegna fótboltans í heild sinni,“ sagði Sam Allardyce. Sam Allardyce hafði í leiknum á undan náð í stig á móti Englandsmeisturum Liverpool á Anfield en hans menn voru heldur betur skotnir niður á jörðina í gær. "I am 66 years old and the last thing I want to do is catch Covid. I'm very concerned for myself and football in general."Sam Allardyce has called for a break in football action to combat rising cases in the game.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 29, 2020 Allardyce segir það rétta í stöðunni að gera nokkra vikna hlé á deildinni á meðan Englendingar nái einhverjum tökum á útbreiðslu veirunnar en það hefur verið lítið um það að undanförnu þar sem hvert smitmetið á öðru hefur fallið. „Öryggi allra er mikilvægara en allt annað. Þegar ég hlusta á fréttirnar um að þetta afbrigði veirunnar smitist hraðar en hinn upphaflegi vírus þá sé ég að það rétta í stöðunni er að gera hlé á keppninni,“ sagði Allardyce. „Ég er orðinn 66 ára gamall og það síðasta sem ég vil lenda í á þessum aldri er að fá Covid,“ sagði Allardyce og bætti við: „Eins mikið og við erum prófaðir þá er eins og veiran sé að leynast meðal okkar. Það skiptir ekki máli hversu mikið við reynum eða hve oft við erum prófaðir, að við séum með grímu eða sótthreinsum hendur okkar. Við erum erum samt að sjá fullt af smitum út um allt landið,“ sagði Allardyce. „Ef það hjálpar að gera hlé þá eigum við að gera það og tímabilið verði þá bara aðeins lengra þegar við erum komin í gegnum þetta,“ sagði Sam Allardyce. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Allardyce sagði eftir skellinn í gær að enska úrvalsdeildin þurfi á hlé að halda en aldrei áður hafa fleiri leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fengið kórónuveiruna í einni og sömu vikunni. Fresta þurfti leik Manchester City vegna hópsmits og það gæti einnig verið komið upp hópsmit hjá Fulham liðinu. Alls greindust átján manns í kringum ensku úrvalsdeildina samkvæmt nýjustu tölum. „Ég hef miklar ahyggjur, bæði vegna heilsu minnar en einnig vegna fótboltans í heild sinni,“ sagði Sam Allardyce. Sam Allardyce hafði í leiknum á undan náð í stig á móti Englandsmeisturum Liverpool á Anfield en hans menn voru heldur betur skotnir niður á jörðina í gær. "I am 66 years old and the last thing I want to do is catch Covid. I'm very concerned for myself and football in general."Sam Allardyce has called for a break in football action to combat rising cases in the game.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 29, 2020 Allardyce segir það rétta í stöðunni að gera nokkra vikna hlé á deildinni á meðan Englendingar nái einhverjum tökum á útbreiðslu veirunnar en það hefur verið lítið um það að undanförnu þar sem hvert smitmetið á öðru hefur fallið. „Öryggi allra er mikilvægara en allt annað. Þegar ég hlusta á fréttirnar um að þetta afbrigði veirunnar smitist hraðar en hinn upphaflegi vírus þá sé ég að það rétta í stöðunni er að gera hlé á keppninni,“ sagði Allardyce. „Ég er orðinn 66 ára gamall og það síðasta sem ég vil lenda í á þessum aldri er að fá Covid,“ sagði Allardyce og bætti við: „Eins mikið og við erum prófaðir þá er eins og veiran sé að leynast meðal okkar. Það skiptir ekki máli hversu mikið við reynum eða hve oft við erum prófaðir, að við séum með grímu eða sótthreinsum hendur okkar. Við erum erum samt að sjá fullt af smitum út um allt landið,“ sagði Allardyce. „Ef það hjálpar að gera hlé þá eigum við að gera það og tímabilið verði þá bara aðeins lengra þegar við erum komin í gegnum þetta,“ sagði Sam Allardyce.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira