Rashford: Væri heimskulegt að fara að hugsa um titilinn núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 10:30 Marcus Rashford fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Wolverhampton Wanderers á Old Trafford í gærkvöldi. AP/Michael Regan Manchester United er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool þökk sé dramatísku sigurmarki frá Marcus Rashford í gærkvöldi. Það þarf að fara alla leið aftur til ógleymanlegs mark Michael Owen á móti Manchester City árið 2009 til að finna sigurmark hjá Manchester United sem var skorað seinna en sigurmark Marcus Rashford í gær. Desembermánuður byrjaði ekki vel hjá Manchester United sem datt út úr Meistaradeildinni eftir tapleiki á móti Paris Saint-Germain og RB Leipzig. Það er miklu léttara yfir öllu á Old Trafford eftir góðar vikur að undanförnu. Rashford. Clutch. pic.twitter.com/i5PJfeRFCr— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United á móti Úlfunum í gær í uppbótartíma og fyrir vikið er liðið komið alla leið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og farið að setja pressu á topplið Liverpool. Liverpool er með tveggja stiga forskot og spilar í kvöld en United á líka leik inni og hafa þau því spilað jafnmarga leiki. Rashford var með engar stórar yfirlýsingar eftir leik þrátt fyrir dramatískan sigur og stökk upp töfluna. Rashford sagði að það væri „heimskulegt“ að ætla að fara að huga um enska titilinn núna. „Við megum ekki horfa of langt fram í tímann. Við erum lið sem er enn að vinna mikið í sínum málum og það væri heimskulegt að fara að horfa á stigatöfluna þegar svona lítið er búið af tímabilinu,“ sagði Marcus Rashford. 92:51 - Manchester United s late goal through Marcus Rashford was their latest winning goal in a Premier League game at Old Trafford since September 2009, when Michael Owen scored after coming off the bench against Manchester City (95:27). Saviour. pic.twitter.com/L9Fkis8KGd— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 „Við verðum að taka einn leik í einu og ef við höldum áfram að finna leiðir til að vinna eins og við gerðum í kvöld þá munum við bara sjá hvar verið endum í vor,“ sagði Rashford. Marcus Rashford hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur sjö í fjórtán leijum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann skoraði ekki í fimm deildarleikjum í röð í október og nóvember og var aðeins með tvö mörk í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. Rashford er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Markið í gær var líka mjög langþráð mark fyrir hann á heimavelli. Rashford var nefnilega búinn að spila í 845 mínútur án þess að skora deildarmark á Old Trafford eða síðan á móti Southampton í júlímánuði síðastliðnum. 845 - Marcus Rashford s goal for Manchester United was his first at Old Trafford in the Premier League in 845 minutes of play, since last netting in July versus Southampton. Gasp. pic.twitter.com/KykYmYGk3u— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Það þarf að fara alla leið aftur til ógleymanlegs mark Michael Owen á móti Manchester City árið 2009 til að finna sigurmark hjá Manchester United sem var skorað seinna en sigurmark Marcus Rashford í gær. Desembermánuður byrjaði ekki vel hjá Manchester United sem datt út úr Meistaradeildinni eftir tapleiki á móti Paris Saint-Germain og RB Leipzig. Það er miklu léttara yfir öllu á Old Trafford eftir góðar vikur að undanförnu. Rashford. Clutch. pic.twitter.com/i5PJfeRFCr— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Marcus Rashford skoraði sigurmark Manchester United á móti Úlfunum í gær í uppbótartíma og fyrir vikið er liðið komið alla leið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og farið að setja pressu á topplið Liverpool. Liverpool er með tveggja stiga forskot og spilar í kvöld en United á líka leik inni og hafa þau því spilað jafnmarga leiki. Rashford var með engar stórar yfirlýsingar eftir leik þrátt fyrir dramatískan sigur og stökk upp töfluna. Rashford sagði að það væri „heimskulegt“ að ætla að fara að huga um enska titilinn núna. „Við megum ekki horfa of langt fram í tímann. Við erum lið sem er enn að vinna mikið í sínum málum og það væri heimskulegt að fara að horfa á stigatöfluna þegar svona lítið er búið af tímabilinu,“ sagði Marcus Rashford. 92:51 - Manchester United s late goal through Marcus Rashford was their latest winning goal in a Premier League game at Old Trafford since September 2009, when Michael Owen scored after coming off the bench against Manchester City (95:27). Saviour. pic.twitter.com/L9Fkis8KGd— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020 „Við verðum að taka einn leik í einu og ef við höldum áfram að finna leiðir til að vinna eins og við gerðum í kvöld þá munum við bara sjá hvar verið endum í vor,“ sagði Rashford. Marcus Rashford hefur skorað 6 mörk og lagt upp önnur sjö í fjórtán leijum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann skoraði ekki í fimm deildarleikjum í röð í október og nóvember og var aðeins með tvö mörk í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. Rashford er aftur á móti búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum sínum. Markið í gær var líka mjög langþráð mark fyrir hann á heimavelli. Rashford var nefnilega búinn að spila í 845 mínútur án þess að skora deildarmark á Old Trafford eða síðan á móti Southampton í júlímánuði síðastliðnum. 845 - Marcus Rashford s goal for Manchester United was his first at Old Trafford in the Premier League in 845 minutes of play, since last netting in July versus Southampton. Gasp. pic.twitter.com/KykYmYGk3u— OptaJoe (@OptaJoe) December 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira