Vodafone deildin hefst í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 12:16 Eftir að Vodofone deildin klárast fer fram Stórmót Vodafone og RÍSÍ. Þar munu allir geta skráð sig og keppt og séð hvernig þeim vegnar gegn bestu liðum landsins. Vodafone deildin í Rafíþróttum hefst í næstu viku en keppt verður í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í þessum leikjum. Liðin keppa á móti öllum öðrum liðum í deildinni yfir sjö umferðir í svokölluðum „best of three“ seríum, en þá þarf annað liðið að vinna tvo af þremur leikjum til að tryggja sér sigur í umferðinni. Það lið sem endar í fyrsta sæti eftir sjö vikna deildartímabilið verður krýnt Deildarmeistarar Vodafone deildarinnar. Liðin sem keppa í Vodafone deildinni eru Fylkir, KR.White, KR.Black, FH, Dusty, Þór Akureyri, RAFÍK og TILT. Að því loknu fer fram Stórmót Vodafone og RÍSÍ. Þar munu allir geta skráð sig og keppt og séð hvernig þeim vegnar gegn bestu liðum landsins. Stórmótið verður spilað í þremur stigum. Fyrsta stigið er opið mót þar sem allir geta tekið þátt, efstu fjögur liðin fá aðgöngu í næsta stig þar sem þau mæta fjórum neðstu liðum efstu deildar. Loks fara efstu fjögur liðin úr öðru stigi áfram í meistaramótið þar sem efstu 4 lið deildarinnar bíða eftir að taka á móti þeim. Þetta þýðir að nýtt lið hefur tækifæri á að verða meistari ef það getur unnið sig í gegnum öll þrjú stigin í mótinu. Heildarverðlaunafé í deildinni og stórmóti Vodafone er ein milljón króna og því til mikils að vinna. Sjá einnig: Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands, mætti í spjall í Bítið í morgun og fór yfir þá spennandi tíma sem framundan eru í rafíþróttum á Íslandi. Sýnt verður frá öllum viðureignum á miðvikudögum á meðan spilað er í Vodafone deildinni og hefjast útsendingarnar klukkan 19:30. Útsendingunni stýra Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson betur þekktir sem Monty! Og Izedi í rafíþróttaheiminum, en þeir hafa mannað lýsendaborðið síðasta árið. Hægt verður að fylgjast með útsendingum á Twitch rás RÍSÍ eins og áður en einnig mun vera hægt að horfa í gegnum Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 esport, nýstofnaðri rás sem mun sýna frá bæði innlendum og erlendum rafíþróttum. Samantektarþáttur þar sem farið er yfir hasarinn úr öllum leikjum vikunnar fer síðan í loftið beint eftir síðasta leik á miðvikudegi og er sýndur aftur á fimmtudegi fyrir þá sem misstu af honum í beinni. Rafíþróttir Leikjavísir Vodafone-deildin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Vodafone deildin í Rafíþróttum hefst í næstu viku en keppt verður í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í þessum leikjum. Liðin keppa á móti öllum öðrum liðum í deildinni yfir sjö umferðir í svokölluðum „best of three“ seríum, en þá þarf annað liðið að vinna tvo af þremur leikjum til að tryggja sér sigur í umferðinni. Það lið sem endar í fyrsta sæti eftir sjö vikna deildartímabilið verður krýnt Deildarmeistarar Vodafone deildarinnar. Liðin sem keppa í Vodafone deildinni eru Fylkir, KR.White, KR.Black, FH, Dusty, Þór Akureyri, RAFÍK og TILT. Að því loknu fer fram Stórmót Vodafone og RÍSÍ. Þar munu allir geta skráð sig og keppt og séð hvernig þeim vegnar gegn bestu liðum landsins. Stórmótið verður spilað í þremur stigum. Fyrsta stigið er opið mót þar sem allir geta tekið þátt, efstu fjögur liðin fá aðgöngu í næsta stig þar sem þau mæta fjórum neðstu liðum efstu deildar. Loks fara efstu fjögur liðin úr öðru stigi áfram í meistaramótið þar sem efstu 4 lið deildarinnar bíða eftir að taka á móti þeim. Þetta þýðir að nýtt lið hefur tækifæri á að verða meistari ef það getur unnið sig í gegnum öll þrjú stigin í mótinu. Heildarverðlaunafé í deildinni og stórmóti Vodafone er ein milljón króna og því til mikils að vinna. Sjá einnig: Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands, mætti í spjall í Bítið í morgun og fór yfir þá spennandi tíma sem framundan eru í rafíþróttum á Íslandi. Sýnt verður frá öllum viðureignum á miðvikudögum á meðan spilað er í Vodafone deildinni og hefjast útsendingarnar klukkan 19:30. Útsendingunni stýra Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson betur þekktir sem Monty! Og Izedi í rafíþróttaheiminum, en þeir hafa mannað lýsendaborðið síðasta árið. Hægt verður að fylgjast með útsendingum á Twitch rás RÍSÍ eins og áður en einnig mun vera hægt að horfa í gegnum Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 esport, nýstofnaðri rás sem mun sýna frá bæði innlendum og erlendum rafíþróttum. Samantektarþáttur þar sem farið er yfir hasarinn úr öllum leikjum vikunnar fer síðan í loftið beint eftir síðasta leik á miðvikudegi og er sýndur aftur á fimmtudegi fyrir þá sem misstu af honum í beinni.
Rafíþróttir Leikjavísir Vodafone-deildin Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira