Vinnueftirlitið sendir út leiðbeiningar á óvissutímum Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2020 13:00 Mikilvægt er að huga að líðan starfsmanna og samstarfsfélaga segir í leiðbeiningum frá Vinnueftirlitinu. Vísir/Getty Vinnueftirlitið sendir nú út leiðbeiningar til fyrirtækja vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur í kjölfar kórónuveirunnar. Segir í leiðbeiningum að þær aðstæður sem uppi eru geti skapað andrúmsloft blandið óvissu og óöryggi. „Þess vegna er mikilvægt að hver og einn hugi að eigin líðan og líðan annarra á vinnustaðnum“ segir meðal annars. Sérstaklega er á það bent að kvíði og fjárhagsáhyggjur geti dregið úr afköstum starfsfólks. Í leiðbeiningum eru stjórnendur hvattir til þess að stuðla að góðu og uppörvandi andrúmslofti og jákvæð samskipti á vinnustaðnum. „Að sýna gott fordæmi, vera til staðar fyrir samstarfsfólk, þegar á þarf að halda, og veita félagslegan stuðning getur virst smávægilegt en er í raun og veru stórt framlag til vinnustaðarins,“ segir í texta. Þá eru stjórnendur eru hvattir til að hafa samráð við starfsfólk um lausnir og úrræði „Mikilvægt er að starfsfólk finni að á það sé hlustað og það hafi möguleika á að taka þátt í ákvörðunum sem varða störf þeirra, ekki síst þegar á móti blæs.“ Huga ber að þeim sem standa höllum fæti Sérstaklega er hvatt til þess að huga að hópum sem standa höllum fæti „Á hverjum vinnustað er einnig brýnt að hugað sé að þeim sem höllum fæti standa af einhverjum ástæðum. Það getur átt við skuldsett fólk, erlenda starfsmenn, fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma, ungt starfsfólk og einstæða foreldra,“ segir í leiðbeiningum. Þar segir jafnframt að taka þurfi tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því að fólk með skerta vinnugetu fái að halda störfum sínum. „Taka ber tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því fólk með skerta vinnugetu fái haldið störfum sínum á vinnumarkaði og komið aftur til starfa eftir slys eða veikindi, hvort sem þau eru andleg og/eða líkamlegs eðlis. Gott er að hafa í huga að jafnvægi sé milli krafna og úrræða á vinnustöðum.“ Áherslur og forvarnir Meðal atriða sem sögð eru mikilvæg að leggja áherslu á er meðal annarra góð upplýsingamiðlun, vandaðir stjórnunarhættir og skilningur. Þá fylgir listi atriða sem tillögur að forvörnum: • Stefna fyrirtækis og hlutverk starfsmanna séu skýr. • Markvissri og ábyrgri upplýsingagjöf þannig að óþarfa óvissu sé eytt. • Starfsmannafundir séu nýttir til að ýta undir uppbyggilega umræðu um stöðu mála og leitað eftir hugmyndum starfsmanna um það sem betur mætti fara. • Höfð sé milliganga um að veita ráðgjöf þeim sem á þurfa að halda. • Vinnan sé skipulögð þannig að kröfur til starfsmanna séu hóflegar, þ.e. hvorki of miklar né of litlar. • Allir starfsmenn hafi tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og ákvörðunum, sem tengjast heilsu og öryggi á vinnustaðnum, og geti haft frumkvæði að úrbótum. • Á vinnustaðnum sé stuðlað að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. • Stjórnendur sýni gott fordæmi hvað varðar samskipti og ábyrga stjórnunarhætti. • Hugað sé að vinnu- og hvíldartíma starfsfólks. Afköst og gæði í vinnu aukast ekki samfara lengri vinnutíma. • Stjórnendum og starfsfólki sé veittur félagslegur stuðningur. • Tengsl séu efld milli vinnustaðar og þess samfélags sem hann tilheyrir. Stuðla skal að því að á vinnustaðnum sé stutt við og starfað með samtökum sem vinna að umbótum á sviði heilbrigðis-, félags-, menningarog velferðarmála. Leiðbeiningarnar í heild sinni má lesa hér. Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Vinnueftirlitið sendir nú út leiðbeiningar til fyrirtækja vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur í kjölfar kórónuveirunnar. Segir í leiðbeiningum að þær aðstæður sem uppi eru geti skapað andrúmsloft blandið óvissu og óöryggi. „Þess vegna er mikilvægt að hver og einn hugi að eigin líðan og líðan annarra á vinnustaðnum“ segir meðal annars. Sérstaklega er á það bent að kvíði og fjárhagsáhyggjur geti dregið úr afköstum starfsfólks. Í leiðbeiningum eru stjórnendur hvattir til þess að stuðla að góðu og uppörvandi andrúmslofti og jákvæð samskipti á vinnustaðnum. „Að sýna gott fordæmi, vera til staðar fyrir samstarfsfólk, þegar á þarf að halda, og veita félagslegan stuðning getur virst smávægilegt en er í raun og veru stórt framlag til vinnustaðarins,“ segir í texta. Þá eru stjórnendur eru hvattir til að hafa samráð við starfsfólk um lausnir og úrræði „Mikilvægt er að starfsfólk finni að á það sé hlustað og það hafi möguleika á að taka þátt í ákvörðunum sem varða störf þeirra, ekki síst þegar á móti blæs.“ Huga ber að þeim sem standa höllum fæti Sérstaklega er hvatt til þess að huga að hópum sem standa höllum fæti „Á hverjum vinnustað er einnig brýnt að hugað sé að þeim sem höllum fæti standa af einhverjum ástæðum. Það getur átt við skuldsett fólk, erlenda starfsmenn, fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma, ungt starfsfólk og einstæða foreldra,“ segir í leiðbeiningum. Þar segir jafnframt að taka þurfi tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því að fólk með skerta vinnugetu fái að halda störfum sínum. „Taka ber tillit til mismunandi vinnufærni starfsmanna og stuðla að því fólk með skerta vinnugetu fái haldið störfum sínum á vinnumarkaði og komið aftur til starfa eftir slys eða veikindi, hvort sem þau eru andleg og/eða líkamlegs eðlis. Gott er að hafa í huga að jafnvægi sé milli krafna og úrræða á vinnustöðum.“ Áherslur og forvarnir Meðal atriða sem sögð eru mikilvæg að leggja áherslu á er meðal annarra góð upplýsingamiðlun, vandaðir stjórnunarhættir og skilningur. Þá fylgir listi atriða sem tillögur að forvörnum: • Stefna fyrirtækis og hlutverk starfsmanna séu skýr. • Markvissri og ábyrgri upplýsingagjöf þannig að óþarfa óvissu sé eytt. • Starfsmannafundir séu nýttir til að ýta undir uppbyggilega umræðu um stöðu mála og leitað eftir hugmyndum starfsmanna um það sem betur mætti fara. • Höfð sé milliganga um að veita ráðgjöf þeim sem á þurfa að halda. • Vinnan sé skipulögð þannig að kröfur til starfsmanna séu hóflegar, þ.e. hvorki of miklar né of litlar. • Allir starfsmenn hafi tækifæri til að taka virkan þátt í umræðum og ákvörðunum, sem tengjast heilsu og öryggi á vinnustaðnum, og geti haft frumkvæði að úrbótum. • Á vinnustaðnum sé stuðlað að góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. • Stjórnendur sýni gott fordæmi hvað varðar samskipti og ábyrga stjórnunarhætti. • Hugað sé að vinnu- og hvíldartíma starfsfólks. Afköst og gæði í vinnu aukast ekki samfara lengri vinnutíma. • Stjórnendum og starfsfólki sé veittur félagslegur stuðningur. • Tengsl séu efld milli vinnustaðar og þess samfélags sem hann tilheyrir. Stuðla skal að því að á vinnustaðnum sé stutt við og starfað með samtökum sem vinna að umbótum á sviði heilbrigðis-, félags-, menningarog velferðarmála. Leiðbeiningarnar í heild sinni má lesa hér.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30
Uppsagnir framundan: „Af hverju ég?“ Fólk sem lendir í uppsögnum fer í gegnum nokkur stig tilfinninga í kjölfarið. Allt frá afneitun yfir í reiði sem beinist að yfirmanninum og sorg. 18. mars 2020 08:00