Á svona tímum kemur í ljós að við erum öll mannleg Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. mars 2020 12:30 Eva Ýr Gunnlaugsdóttir er sérfræðingur í mannauðsmálum og þjónustu- og markaðsstjóri Vinnuverndar. Vísir/Vilhelm „Við upplifum mikinn kraft í samfélaginu á þessum óvissutímum, fólk er mjög meðvitað og það er mikill hugur í fólki um að komast sem best í gegnum þetta,“ segir Eva Ýr Gunnlaugsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Vinnuvernd. Hún segir marga í fjarvinnu þessa dagana og reyna að laga sig að aðstæðunum. Mörgum finnist þetta þó mjög óraunverulegt inn á milli. „Stjórnendur eru þar ekki undanskildir,“ segir Eva Ýr og bætir við „Á svona tímum kemur best í ljós að öll erum við mannleg og að það er eðlilegt að verða stundum hræddur og áhyggjufullur.“ Eva segir samt mikilvægt að nýta tímann líka til að huga að næstu skrefum. „Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og byrja að undirbúa okkur fyrir næstu skref og áskoranir. Ný verkefni munu líta dagsins ljós og einnig munum við sjá varanlegar breytingar á hlutum sem við þekkjum í dag,“ segir Eva. Eva Ýr er sérfræðingur í mannauðsmálum og þjónustu- og markaðsstjóri hjá Vinnuvernd, en Vinnuvernd sérhæfir sig á sviði vinnuverndar og heilsueflingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hjá Vinnuvernd starfar fjöldi lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraþjálfari og fleiri en sjálf var Eva mannauðssérfræðingur hjá Össuri áður en hún hóf störf hjá Vinnuvernd. Það verður aldrei aftur allt alveg eins Eva segir mikilvægt að fyrirtæki fari að undirbúa sig undir breytta tíma. „Ný verkefni munu líta dagsins ljós og einnig munum við sjá varanlegar breytingar á hlutum sem við þekkjum í dag,“ segir Eva og bætir við „Við sem störfum með vinnustöðunum og erum að vinna með stjórnendum og starfsfólki þurfum að byrja að undirbúa okkur fyrir næstu skref.“ Að mati Evu munu nýjar áskoranir og ný verkefni verða til í kjölfar kórónuveirunnar. Sumir vinnustaðir munu þurfa að aðlaga sig í fyrra horf þegar starfsfólk og viðskiptavinir fara að skila sér til baka. Þó verður ekkert eins og áður. „Það verður líklega ekki þannig að einn daginn mætum við bara í vinnu eins og ekkert hafi gerst, margt verður breytt,“ segir Eva en bætir við „Þetta er allt hægt og ég trúi því að jákvæð uppbygging eigi eftir að eiga sér stað, bæði í umhverfinu okkar og hjá okkur sjálfum.“ Þar nefnir Eva sem dæmi að mjög líklega munu allir vinnustaðir leggja aukna áherslu á sýklavarnir, ef til vill færri mannamót og betri nýting á tækninni fyrir til dæmis fjarfundi. Þá telur Eva líklegt að við munum að vissu leyti hægja á ferðinni, ferðast minna, eyða minna og fatta betur hvað raunverulega skiptir máli. „Fólk, samskipti og tengsl verður áfram það sem keyrir verkefnin áfram, það hættir að sjálfsögðu aldrei. En við munum kannski þurfa að gera hlutina örlítið öðruvísi,“ segir Eva. Að mati Evu er ekkert ólíklegt að í kjölfar kórónuveirunnar muni fólk í meira mæli leitast við að lifa einfaldara lífi. Núna er líka kjörið tækifæri til að virkja æðruleysið og æfa núvitundina og ekki að setja á sig of miklar kröfur með að vera að mastera þessa tíma, við erum öll bara að læra og að gera þetta í fyrsta skiptið segir Eva. Eva segir að það sé ekkert síður mikilvægt fyrir fólk og fyrirtæki að fara að huga að næstu skrefum. Nýjar áskoranir, ný verkefni og möguleg ný tækifæri munu taka við þegar kórónufaraldri lýkur.Vísir/Vilhelm Álag og vanlíðan fylgir óvissu Eva segir óvissuþolið kannski ekki með hæsta móti í augnablikinu en því fylgi ákveðinn stuðningur að við erum öll að ganga í gegnum þetta saman. Að hennar mati eru stjórnendur frekar meðvitaðir um líðan starfsmanna og jafnvel enn meðvitaðri ef eitthvað er. Hvað varðar líðan starfsfólks þá skiptir miklu máli að við séum dugleg að tala saman og að hafa umræðuna opna. Við stöndum öll frammi fyrir algjörlega nýjum aðstæðum. segir Eva og bætir við „Stjórnendur geta undirbúið sig eins og hægt er, og verið tilbúin þegar spurningarnar koma. Mikilvægt hér að taka öllum spurningum vel.“ Þá segir hún mikilvægt að muna að allar tilfinningar eiga rétt á sér. ,,Margir eru með áhyggjur og finna fyrir kvíða á svona óvissutímum, heilsufarsáhyggjur, áhyggjur af fólkinu sínu og af fjárhag og öðrum skuldbindingum og það er mikilvægt að muna að allt á rétt á sér. Við upplifum hlutina á misjafnan hátt og skiptir samkenndin miklu máli og að geta sett sig í spor annarra. Við getum fengið svo mikinn kraft frá hverju öðru, í þessum aðstæðum sem og öðrum,“ segir Eva. Eva bendir síðan á smæð samfélagsins sem hún segir vera ákveðinn styrkleika sem getur hjálpað mikið á tímum sem þessum. Starfsfólk finni til stolts af sínum vinnustað Að sögn Evu skiptir upplýsingagjöf til starfsmanna alltaf miklu máli en ekki síst á krísutímum. Stjórnendur þurfa því að leggja áherslu á að halda fólki vel upplýstu um það sem skiptir máli, að vera til staðar og að vera í daglegu sambandi. Mörg fyrirtæki eru með viðbragðsáætlanir, eru að fá fólk til að vinna heima eða skipta sér í hópa inn á vinnustöðum. Víða hefur verið lokað á alla utanaðkomandi gesti og fleira. „Þetta veitir fólki líka ákveðið öryggi og starfsfólk upplifir að þeirra vinnustaður sé að gera hlutina vel í þessu samhengi. Getur jafnvel aukið stolt starfsfólks af sínum vinnustað,“ segir Eva. Þar sem starfsfólk Vinnuverndar er í samskiptum við marga vinnustaði, segir hún starfsfólk Vinnuverndar meðvitað um álagið sem er á stjórnendum fyrirtækja og stofnana. „Stjórnendur upplifa sig almennt með mikla ábyrgð, gagnvart fólkinu sínu, vinnustaðnum, verkefnum og sínum næsta yfirmanni svo að eitthvað sé nefnt. Eru með ábyrgð í allar áttir,“ segir Eva. „Covid-19 faraldurinn er eitthvað alveg nýtt og auðvitað er álagið meira. En manneskjan er klár og hefur tekist á við erfiða hluti áður og það er mikilvægt að við minnum hvort annað á að þetta er verkefni sem við erum öll að vinna að saman og að því verður lokið einn daginn.“ Eva segir mikilvægt að hafa í huga að kórónuveiran er samfélagslegt verkefni sem munum komast í gegnum og lærum heilmikið af í leiðinni. „Vinnustaðir eru að aðlaga sig að breyttum starfsháttum þessa dagana og það eru tækifæri framundan og margt sem á eftir að koma í ljós. Þurfum að horfa fram á veginn og líta jákvæðum augum til framtíðar. Það er flókið verkefni í gangi núna en ef við gerum það sem við getum gert vel verður ávinningurinn enn meiri,“ segir Eva að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannauðsmál Tengdar fréttir „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Við upplifum mikinn kraft í samfélaginu á þessum óvissutímum, fólk er mjög meðvitað og það er mikill hugur í fólki um að komast sem best í gegnum þetta,“ segir Eva Ýr Gunnlaugsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Vinnuvernd. Hún segir marga í fjarvinnu þessa dagana og reyna að laga sig að aðstæðunum. Mörgum finnist þetta þó mjög óraunverulegt inn á milli. „Stjórnendur eru þar ekki undanskildir,“ segir Eva Ýr og bætir við „Á svona tímum kemur best í ljós að öll erum við mannleg og að það er eðlilegt að verða stundum hræddur og áhyggjufullur.“ Eva segir samt mikilvægt að nýta tímann líka til að huga að næstu skrefum. „Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og byrja að undirbúa okkur fyrir næstu skref og áskoranir. Ný verkefni munu líta dagsins ljós og einnig munum við sjá varanlegar breytingar á hlutum sem við þekkjum í dag,“ segir Eva. Eva Ýr er sérfræðingur í mannauðsmálum og þjónustu- og markaðsstjóri hjá Vinnuvernd, en Vinnuvernd sérhæfir sig á sviði vinnuverndar og heilsueflingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hjá Vinnuvernd starfar fjöldi lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, sjúkraþjálfari og fleiri en sjálf var Eva mannauðssérfræðingur hjá Össuri áður en hún hóf störf hjá Vinnuvernd. Það verður aldrei aftur allt alveg eins Eva segir mikilvægt að fyrirtæki fari að undirbúa sig undir breytta tíma. „Ný verkefni munu líta dagsins ljós og einnig munum við sjá varanlegar breytingar á hlutum sem við þekkjum í dag,“ segir Eva og bætir við „Við sem störfum með vinnustöðunum og erum að vinna með stjórnendum og starfsfólki þurfum að byrja að undirbúa okkur fyrir næstu skref.“ Að mati Evu munu nýjar áskoranir og ný verkefni verða til í kjölfar kórónuveirunnar. Sumir vinnustaðir munu þurfa að aðlaga sig í fyrra horf þegar starfsfólk og viðskiptavinir fara að skila sér til baka. Þó verður ekkert eins og áður. „Það verður líklega ekki þannig að einn daginn mætum við bara í vinnu eins og ekkert hafi gerst, margt verður breytt,“ segir Eva en bætir við „Þetta er allt hægt og ég trúi því að jákvæð uppbygging eigi eftir að eiga sér stað, bæði í umhverfinu okkar og hjá okkur sjálfum.“ Þar nefnir Eva sem dæmi að mjög líklega munu allir vinnustaðir leggja aukna áherslu á sýklavarnir, ef til vill færri mannamót og betri nýting á tækninni fyrir til dæmis fjarfundi. Þá telur Eva líklegt að við munum að vissu leyti hægja á ferðinni, ferðast minna, eyða minna og fatta betur hvað raunverulega skiptir máli. „Fólk, samskipti og tengsl verður áfram það sem keyrir verkefnin áfram, það hættir að sjálfsögðu aldrei. En við munum kannski þurfa að gera hlutina örlítið öðruvísi,“ segir Eva. Að mati Evu er ekkert ólíklegt að í kjölfar kórónuveirunnar muni fólk í meira mæli leitast við að lifa einfaldara lífi. Núna er líka kjörið tækifæri til að virkja æðruleysið og æfa núvitundina og ekki að setja á sig of miklar kröfur með að vera að mastera þessa tíma, við erum öll bara að læra og að gera þetta í fyrsta skiptið segir Eva. Eva segir að það sé ekkert síður mikilvægt fyrir fólk og fyrirtæki að fara að huga að næstu skrefum. Nýjar áskoranir, ný verkefni og möguleg ný tækifæri munu taka við þegar kórónufaraldri lýkur.Vísir/Vilhelm Álag og vanlíðan fylgir óvissu Eva segir óvissuþolið kannski ekki með hæsta móti í augnablikinu en því fylgi ákveðinn stuðningur að við erum öll að ganga í gegnum þetta saman. Að hennar mati eru stjórnendur frekar meðvitaðir um líðan starfsmanna og jafnvel enn meðvitaðri ef eitthvað er. Hvað varðar líðan starfsfólks þá skiptir miklu máli að við séum dugleg að tala saman og að hafa umræðuna opna. Við stöndum öll frammi fyrir algjörlega nýjum aðstæðum. segir Eva og bætir við „Stjórnendur geta undirbúið sig eins og hægt er, og verið tilbúin þegar spurningarnar koma. Mikilvægt hér að taka öllum spurningum vel.“ Þá segir hún mikilvægt að muna að allar tilfinningar eiga rétt á sér. ,,Margir eru með áhyggjur og finna fyrir kvíða á svona óvissutímum, heilsufarsáhyggjur, áhyggjur af fólkinu sínu og af fjárhag og öðrum skuldbindingum og það er mikilvægt að muna að allt á rétt á sér. Við upplifum hlutina á misjafnan hátt og skiptir samkenndin miklu máli og að geta sett sig í spor annarra. Við getum fengið svo mikinn kraft frá hverju öðru, í þessum aðstæðum sem og öðrum,“ segir Eva. Eva bendir síðan á smæð samfélagsins sem hún segir vera ákveðinn styrkleika sem getur hjálpað mikið á tímum sem þessum. Starfsfólk finni til stolts af sínum vinnustað Að sögn Evu skiptir upplýsingagjöf til starfsmanna alltaf miklu máli en ekki síst á krísutímum. Stjórnendur þurfa því að leggja áherslu á að halda fólki vel upplýstu um það sem skiptir máli, að vera til staðar og að vera í daglegu sambandi. Mörg fyrirtæki eru með viðbragðsáætlanir, eru að fá fólk til að vinna heima eða skipta sér í hópa inn á vinnustöðum. Víða hefur verið lokað á alla utanaðkomandi gesti og fleira. „Þetta veitir fólki líka ákveðið öryggi og starfsfólk upplifir að þeirra vinnustaður sé að gera hlutina vel í þessu samhengi. Getur jafnvel aukið stolt starfsfólks af sínum vinnustað,“ segir Eva. Þar sem starfsfólk Vinnuverndar er í samskiptum við marga vinnustaði, segir hún starfsfólk Vinnuverndar meðvitað um álagið sem er á stjórnendum fyrirtækja og stofnana. „Stjórnendur upplifa sig almennt með mikla ábyrgð, gagnvart fólkinu sínu, vinnustaðnum, verkefnum og sínum næsta yfirmanni svo að eitthvað sé nefnt. Eru með ábyrgð í allar áttir,“ segir Eva. „Covid-19 faraldurinn er eitthvað alveg nýtt og auðvitað er álagið meira. En manneskjan er klár og hefur tekist á við erfiða hluti áður og það er mikilvægt að við minnum hvort annað á að þetta er verkefni sem við erum öll að vinna að saman og að því verður lokið einn daginn.“ Eva segir mikilvægt að hafa í huga að kórónuveiran er samfélagslegt verkefni sem munum komast í gegnum og lærum heilmikið af í leiðinni. „Vinnustaðir eru að aðlaga sig að breyttum starfsháttum þessa dagana og það eru tækifæri framundan og margt sem á eftir að koma í ljós. Þurfum að horfa fram á veginn og líta jákvæðum augum til framtíðar. Það er flókið verkefni í gangi núna en ef við gerum það sem við getum gert vel verður ávinningurinn enn meiri,“ segir Eva að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannauðsmál Tengdar fréttir „Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Er sóttkvíin streitu-sóttkví eða slökunar-sóttkví?“ Á samfélagsmiðlum birtir fólk frásagnir um líðan í sóttkvínni og öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi. 23. mars 2020 11:30